Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 16

Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 16
á 40 stunda fresti? Vissir þú að Bláa Lónið sem endurnýjast hefur að geyma af jarðsjó 6 milljónir lítra L ína getur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir tvö ár og hún bíður spennt eftir því að öðlast þann rétt. Hún er ættuð frá Palestínu en fæddist í Írak þar sem hún bjó alla sína tíð þangað til hún kom til Íslands. Ríkisborgara- réttur er svo sjálfsagður í hugum okkar að við getum vart gert okkur í hugarlund hversu mikilvægur hann er þeim sem ekki hafa hann. Landlaus kona á flótta „Það að yfirhöfuð sé hægt að vera ríkisfangslaus er mörgum framandi hugmynd. Og kannski áttaði ég mig sjálf ekki fyllilega á þessu fyrr en ég sá skilríkin hennar þar sem und- ir orðinu ríkisfang stóð: „Ekkert“, segir Sigríður. „Það er í alvöru ekk- ert land sem hún getur kallað sitt. Við spáðum mikið í það hvað bók- in ætti að heita og enduðum með Ríkisfang: Ekkert. Við fyrstu sýn er þetta skrýtið nafn á bók en Línu og hinum konunum fannst það mjög gott. Og arabískum vinum hennar líka enda segir þetta í raun mjög mikið og hefur djúpa merkingu í þeirra huga. Ef þú hefur ekki ríkis- fang þá ertu bara, eins og í tilviki Línu, kona úti í eyðimörk án vega- bréfs og kemst hvergi.“ „Ég og börnin mín erum Íslend- ingum svo þakklát fyrir að fá að lifa eðlilegu lífi og viljum þakka Íslend- ingum fyrir að hafa fengið að koma hingað og vera hérna,“ segir Lína. „Það er mjög gott að búa hérna. Börnin eru glöð á Íslandi. Ánægð í skólanum, eiga marga íslenska vini og fara í fótbolta og aftur fótbolta, segir Lína með breiðu brosi sem nær til augnanna. „Lífið í Írak er mjög erfitt núna og ég hugsa ekkert um Írak eða að fara þangað aftur. Nú bý ég á Íslandi og bíð eftir að fá íslenskt ríkisfang. Ég fæ það eftir tvö ár. Kannski fer ég einhvern tíma til Íraks sem ferðamaður en núna er Ísland landið mitt og hér vil ég búa.“ Nýtt líf við hafið Lína segir fyrstu dagana á Íslandi hafa verið mjög sérstaka. Hún hafi komið upp á Akranes eftir langt ferðalag og tvo svefnlausa sólar- hringa. „Ég hitti stuðningsfjölskyld- una mína og sagði bara: „Halló, ég vil fara að sofa...“ Ég vaknaði svo snemma daginn eftir með börnun- um og við vorum mjög hissa. Síð- ast svaf ég í tjaldi í Al Waleed en nú vaknaði ég í almennilegu rúmi, í húsi og ekki í steikjandi hita. Og það var nóg af vatni og mat. Fyrstu dagana sat ég bara við gluggann og horfði á landið. Á öll húsin og haf- ið. Krakkarnir voru alveg hissa og vildu sýna mér allt sem fyrir augu bar og þau voru heilluð af sjónum.“ Lína mátti þola aðkast í Írak eftir að Saddam Hussein féll. Hann hafði stutt Palestínu opinberlega og þegar hann hrökklaðist frá beindist andúð fólks á honum meðal annars gegn Palestínumönnum í Írak. Hópi fólks sem hafði flúið Palestínu og fengið skjól í Írak. Ofsóknirnar stigmögn- uðust, byrjuðu með hótunum og áreiti en enduðu með líkamlegu ofbeldi og morðum. Anwar, eigin- maður Línu, var einn þeirra fjöl- mörgu Palestínumanna sem lentu í klóm dauðasveita í Bagdad og átti ekki afturkvæmt. Þegar svo var komið neyddist fjölskylda Línu til að yfirgefa Bagdad og endaði í Al Waleed flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands, þar sem vega- bréfslausir Palestínumenn hrúguð- ust saman vegna þess að þeir kom- ust ekki lengra. Lína var sú fyrsta úr stórfjölskyld- unni sem fékk boð um að flytja úr Al Waleed en síðar fengu foreldr- ar hennar og fjögur systkin hæli í Noregs og tvær systur í Banda- ríkjunum þannig að fjölskyldan er dreifð út um allan heim. „Þau gátu ekki verið lengur í Bagdad. Þau hefðu verið drepin. Flótti þeirra var upp á líf og dauða,“ segir Sigríður. „Fólkið á Íslandi er mjög gott og hefur hjálpað okkur mikið. Í Írak eru ekki allir jafn almennilegir og eftir að stríðið byrjaði varð lífið mjög erfitt fyrir okkur. Það voru alltaf einhverjir að segja okkur að koma okkur burt. Íslendingar hjálpa okkur. Ég elska Íslendinga og allir arabískir vinir mínir segja mér að á Íslandi sé mjög gott fólk og ég elska þetta fólk.“ Steikjandi hiti, sporðdrekar og snákar Lína hefur upplifað allar þær hörm- ungar sem gengið hafa yfir fólk í Írak undanfarin ár og við heyrum aðeins bergmálið af í fréttatímum. Sprengju- árásir, skotbardagar, skriðdrekar og limlest lík á götum úti voru daglegt brauð og aðstæður hennar versnuðu svo enn frekar þegar ofsóknirnar tóku að beinast gegn henni og henn- ar fólki. „Strax eftir innrásina í Írak 2003 var ljóst að staða Palestínumanna í Írak yrði mjög erfið,“ segir Sigríður. „Einum og hálfum mánuði eftir að fyrstu sprengjurnar féllu var þegar búið að reka vel yfir eitt þúsund Pal- estínumenn út úr húsunum sínum. Í kringum 2006 fór þetta svo að verða óbærilegt. Palestínumönnum fóru að berast morðhótanir og 2007 var mað- urinn hennar Línu tekinn af lífi fyrir það eitt að vera Palestínumaður. Það Bókin Ríkisfang: Ekkert kom út í vikunni en í henni rekur Sigríður Víðis Jónsdóttir sögu átta einstæðra mæðra sem enduðu flótta sinn undan ofsóknum í Írak á Akranesi. Ein þeirra er Lína sem kom hingað ásamt þremur börnum sínum eftir að hafa búið í Al Waleed-flóttamannabúðunum í tvö ár. Þórarinn Þórarinsson hitti Línu og Sigríði yfir kaffibolla í miðbæ Reykjavíkur og komst meðal annars að því að Lína sér enga ástæðu til að líta um öxl, hefur enga löngun til að snúa aftur til Íraks og lítur nú á Ísland sem landið sitt. Flóttinn frá Sahara til Langasands Lína og Sigríður eru miklar vinkonur og Sigríður segir þær eiga margt sameigin- legt þótt þær hafi alist upp í gerólíkum löndum. Þær eru á svipuðum aldri og Sigríður ólst upp á Akranesi þar sem Lína býr nú. 16 viðtal Helgin 16.-18. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.