Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 39
E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 0 3 9 INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 www.isuzu.is GLERHARÐUR D-MAX Isuzu D-Max er í þessari nýju gerð algjörlega endurhannaður frá grunni. Isuzu er einn öfluguasti framleiðandi heims í smíði endingargóðra flutninga- bíla. Isuzu D-Max býr svo sannarlega að þeirri reynslu því hann hefur reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og verið eigendum sínum áreiðanlegur. HESTAKERRUR FELLIHÝSI HJÓLHÝSI BÁTAKERRUR 3,0 dísil sjálfskiptur • 164 hö • eyðsla 9 l/100km HÖRKUTÓL! D-Max státar af mestri dráttargetu í sínum flokki pallbíla 5.99O.ooo kr.VERÐ: B rennt barn forðast eldinn. Það gera Þjóðverjar – af alræmdu tilefni. Því settu þeir eftir stríð á laggirnar stjórnlagadómstóla sem eiga að vaka yfir því að vald safnist ekki á fárra hendur. Slíkir dómstólar eru í hverju „landi“ (fylki) Þýskalands, en sambandsdómstóll dæmir um mál sem snerta allt sam- bandsríkið og þó einkum um grundvallarréttindi almenn- ings. Í síðustu viku felldi þessi alríkisdómstóll einn af sínum merkustu úrskurð- um. Tilefnið var umkvörtun nokkurra borgara þess efnis að ríkisstjórnin í Berlín hefði farið út fyrir valdmörk sín þegar hún gekkst í ábyrgðir vegna aðstoðar við Grikkland, án þess að hafa haft nægilegt samráð við sambands- þingið. Niðurstaðan var hálfgerður Salóm- onsdómur: „Látum gott heita en gerið þetta aldrei aftur án góðs samráðs við þingið.“ Hér verður sjálf niðurstaðan ekki krufin heldur farið yfir rökin fyrir því að kvörtunin var metin dómtæk. Kjarni þeirra raka er sá að allt vald komi frá fólkinu sem kjósi sér sambandsþing. Færist vald frá þinginu meir en góðu hófi gegnir, sé þingið sniðgengið, sé verið að rýra vald hins upphaflega valdhafa, þjóðarinnar. Sérhver borgari hafi því heimild til að vera á varðbergi og kvarta til stjór- nlagadómstólsins ef hann telur vald sinna kjörnu fulltrúa vera skert, því að þannig sé kosningarétturinn vanvirtur. Lærdómsríkir lagakrókar Þjóðverjar eru lagaflækjumenn. Því er kjarni málsins sá í hvaða ákvæði stjórnarskrárinn- ar dómstóllinn vísar máli sínu til stuðnings og er þess virði að um það sé farið nokkrum orðum. Dómurinn byggir úrskurð sinn á tilvísun í það grund- vallarákvæði að þingmenn „eru kosnir í almennum, beinum, frjálsum og leyni- legum kosningum þar sem allir eru jafnir“, í ákvæðið um að „allt ríkisvald komi frá þjóðinni“ og að lokum í það ákvæði að þeim grund- gildum sem felast í hinum greinunum tveimur megi ekki raska, ekki einu sinni með stjórnarskrárbreyt- ingu. Sem sagt: Vald fólksins er friðhelgt, þess vegna verður jafnframt að tryggja vald fulltrúa þess, þingsins. Hvað kemur þetta okkur við? Þetta snertir vissulega umræðuefni þessara pistla, en þeir fjalla um þá nýju stjórnarskrá sem stjórnlagaráð leggur til. Í fyrsta lagi er það til eftirbreytni að Þjóðverjar hafa sér- staka dómstóla til að verja stjórnarskrá sína. Við í stjórnlagaráði fjölluðum gaumgæfilega um slíkt fyrirkomulag, en fórum einfaldari leið sem lýst verður síðar. Að öðru leyti áréttar hinn þýski úrskurður að allt vald komi frá fólkinu sjálfu. Söm var hugsun okkar í stjórnlagaráði. Þegar í 2. grein frumvarps stjórnlagaráðs birtist það nýmæli að „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar“, en ámóta ákvæði er ekki í gildandi stjórnarskrá. Í framhaldinu er kveðið á um hina tvo valdþættina: „Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.“ Hér er njörvað niður að þjóðin sjálf er upp- spretta alls ríkisvalds, að allir aðrir valdhaf- ar starfa í hennar umboði, beint eða óbeint. Við í stjórnlagaráði ræddum hvort þetta ætti að vera enn skýrara og hafa svipaðan aðdraganda og hjá hinum þýsku, segja bein- línis að„allt ríkisvald komi frá þjóðinni“. Það varð ekki ofan á enda vorum við sparsöm á allt sem kalla mætti „fagurgala“; vildum hafa orðalagið skýrt og sem minnst af óþörfum endurtekningum. Ef til vill hefði þetta þó átt að vera að hætti Þjóðverja. Við erum að vísu ekki jafn brennd og þeir, en (pólitískir) eldar geta blossað upp hvar sem er. Allur er því varinn góður. Meira um valdið Ríkisstjórnir hafa alls staðar tilhneigingu til að seilast eftir völdum. Á hverjum tíma geta rökin verið góð og gild, að nauðsynlegt sé að grípa til skyndilegra og róttækra aðgerða, allt eins og í því máli sem varð tilefni þýska úrskurðarins, ráðstafana til að styrkja efna- hagskerfi Evrópu. Stjórnlagaráð hafði temprun fram- kvæmdavaldsins, eflingu Alþingis og um leið beinar valdheimildir fólksins, mjög í huga. Þetta endurspeglast m.a. í III. kafla frum- varps ráðsins, sem fjallar um Alþingi. Þar er mun skýrar kveðið á um hlutverk þess og vald en nú er. En einkum endurspeglast þetta í nýjum kafla, V. kafla, um ráðherra og ríkisstjórn. Í gildandi stjórnarskrá er ein- ungis lauslega vikið að ríkisstjórnarvaldinu, nánast undir rós en alla vega ekki skiljan- legum orðum. Í tillögum stjórnlagaráðs er tekinn af allur vafi um að á Íslandi skal vera þingræði, þ.e.a.s. ríkisstjórn starfar í umboði Alþingis. Þetta er sagt skýrum stöfum í upp- hafsákvæði 90. gr.: „Alþingi kýs forsætisráð- herra“ en hann skipar síðan aðra ráðherra. Auk þess má benda á ákvæði um skyldur ríkisstjórnar gagnvart Alþingi, ekki síst um upplýsingagjöf. Þá er uppruni lagasetningar formlega færður til Alþingis með ákvæðum í 57. grein þar sem segir meðal annars að frumvörp séu „tekin til athugunar og með- ferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi“. Síðast en ekki síst er valdið að nokkru fært beint til þjóðarinnar með þeim hætti að kjósendur – nægilega margir – geta sjálfir átt frumkvæði að lagasetningu sem Alþingi ber skylda til að fjalla um með vissum form- legum hætti, sjá 66. og 67. grein frumvarps stjórnlagaráðs. Farið verður nánar í þetta beina vald þjóðarinnar í næstu pistlum. Ný stjórnarskrá Valdið er fólksins Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Síðast en ekki síst er valdið að nokkru fært beint til þjóð- arinnar með þeim hætti að kjósendur – nægilega margir – geta sjálfir átt frumkvæði að lagasetningu sem Alþingi ber skylda til að fjalla um með vissum formlegum hætti, sjá 66. og 67. grein frumvarps stjórnlagaráðs. Helgin 16.-18. september 2011 viðhorf 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.