Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 26
É g er alsæl í skólanum en hausinn á mér er að springa,“ segir leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum að undanförnu því hún hættir brátt störfum hjá Þjóðleikhúsinu og hóf nám við Háskólann í Reykjavík í haust. „Ég fékk þá flugu í höfuðið í vor að mig langaði að stúdera sálfræði. Það ætti ekki endilega að koma á óvart því að vissu leyti eru sálfræði og leik- list nátengdar. Í leikhúsinu er maður endalaust að greina persónur og þeirra hegðun og ég fann að mig langaði að kafa dýpra. Þrátt fyrir að maður þurfi oft og tíðum að leggja sig allan fram við rannsóknarvinnu varðandi hlutverk, fer það eftir leikverkinu sem maður er í hversu djúpt þarf að kafa. Í sálfræðinni er nálgunin önnur og í náminu er ég að læra að verða vísindamaður,“ segir Þór- unn og fullyrðir að námið hafi ekki vald- ið henni vonbrigðum. „Ég er að læra allt um rannsóknir og hvernig maður getur farið að því að sanna eða afsanna tilgátur og kenningar. Mér finnst það mjög spennandi. Ég fékk dálítið sjokk fyrst því ég taldi mig nokkuð sleipa í ensku. Fannst bækurnar illskiljanlegar þegar ég byrjaði að lesa en áttaði mig þó fljótt á því að ég hafði bara takmark- aðan enskan fagorðaforða í sálfræði og þetta er allt að koma núna. Það fer mjög mikill tími í lærdóm en þetta hefst allt með góðu skipulagi. Ég er búin að fara á hraðlestrarnámskeið og koma mér upp leshópi með skemmtilegum og klárum samnemendum. Það er mjög gaman og hjálpar mikið að skilja þessi erfiðu hug- tök sem maður er að temja sér að nota. Það er mikið af upplýsingum að koma inn og ég verð að segja að það er mjög endurnærandi að komast í annað um- hverfi og nota aðrar heilastöðvar en ég hef verið að gera undanfarin ár.“ Var farin að hugsa um breytingar Þórunn telur það mikilvægt fyrir starf- andi listamenn að endurhlaða batteríin af og til. „Það var kominn svolítill leiði í mig,“ viðurkennir hún einlæg. „Ég var búin að vera í Þjóðleikhúsinu í tólf ár og er nánast fædd og uppalin þar.“ Móðir Þórunnar er leikkonan Sigríður Þor- valdsdóttir sem var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið alla sína starfsævi. „Það að vera fastráðinn þýðir að sumu leyti að leikhúsið á mann. Á meðan maður er fastráðinn er maður hluti af heild, hluti af leikhópi og gengur í þau störf sem þarf að vinna. Ef maður er ekki hamingjusamur í þeim hópi er mikilvægt að losa sig. Ég var komin á þann stað í Þjóðleikhúsinu að mér fannst ég ekki fá þá listrænu fróun út úr starfinu sem ég þarf og þess vegna var ég farin að láta hugann reika.“ Í þessum hugleiðingum komst Þórunn að því að hana langaði í sálfræðinám. „Þegar ég var búin að taka þá ákvörðun og var að melta það með mér hvort ég ætti að segja upp störfum í Þjóðleik- húsinu – þá gerðist það magnaða að mér var sagt upp. Það fylgdu því blendnar tilfinningar. Ég var mjög reið, upplifði höfnunartilfinningu, eins og eðlilegt er við uppsögn, en var líka mjög fegin að vera laus. Ég efldist enn frekar í þeirri ákvörðun að svala sálfræðiþörfinni.“ Þórunn er þó enn að vinna í Þjóðleik- húsinu því hún tekur um þessar mundir þátt í sýningum á Ballinu á Bessastöð- um eftir sögu Gerðar Kristnýjar og leik- riti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bjart með köflum. „Ég er alls ekki búin að kveðja leik- listarheiminn þótt ég sé sest á skóla- bekk og orðin lausráðin. Það er nátt- úrlega alltaf sárt að fá uppsögn en mér þykir vænt um Þjóðleikhúsið og sér- staklega starfsfólkið. Það að fá uppsögn þýðir venjulega að maður sé hættur að vinna á vinnustaðnum, en í leikhúsinu er margt skrýtið og öðruvísi en annars staðar. Uppsögn í leikhúsinu þýðir ekki að maður muni ekki starfa þar aftur heldur starfa ég nú við húsið sem laus- ráðinn leikari. Svo langar mig endi- lega að vinna við önnur leikhús. Það eru komin ansi mörg ár síðan ég var í Borgarleikhúsinu og ég væri mikið til í að vinna þar aftur. Ég hef verið heppin í gegnum tíðina og unnið með frábærum leikstjórum en það eru ennþá margir sem mig langar mikið að prófa að vinna með, bæði í leikhúsi og kvikmynda- heiminum. Mig langar að leika meira í kvikmyndum og sjónvarpi,“ segir hún og bætir við: „Nú streyma til mín alls kyns hugmyndir sem mig langar að koma í verk. Þetta er ákveðið tækifæri til að hefja nýjan kafla.“ Yoú ve got to love it Þórunn segist vera með ýmislegt á prjónunum. „Ég er í skólanum á daginn en nýti kvöld og helgar til að skemmta fólki sem veislustjóri eða skemmtikraft- ur. Í því starfi nýtist enskukunnáttan oft vel.“ Hún lærði leiklist í London við leik- listarskólann Webber Douglas Academy of Dramatic Art. „Ég syng líka töluvert mikið þegar ég kem fram og er gjarna með uppi- stand en nú er ég að fara í samstarf við Er í ánægjulegu sjokki Þórunn Lárusdóttir segist alls ekki vera búin að kveðja leiklistarheiminn þótt hún sé sest á skólabekk og læri nú sálfræði af kappi við Háskólann í Reykjavík. Ljósmynd/Hari leikkonuna og leikstjórann Björk Jakobsdóttur. Við verðum með skemmtidagskrá með söng og húmor og við stefnum á að hertaka árshátíðamarkaðinn.“ Leikkonurnar tvær hafa áður unnið saman í verki Bjarkar, Sellófón, sem Þórunn Lár- usdóttir lék í Iðnó og á Edinborg- arhátíðinni í Skotlandi í fyrra. „Við vinnum vel saman. Við erum að setja saman einhvers konar revíu sem við köllum „Perlur og vín, söngur og grín”, þar sem við ætlum að sprella dálítið og syngja. Í Sellófón túlkaði Þórunn hina hefðbundnu útivinnandi húsmóður sem vantar fleiri klukkutíma í sólar- hringinn. Þórunn á sjálf tvö lítil börn, þau Kolbein Lárus og Kötlu, Leikkonan Þórunn Lárusdóttir stendur nú á tímamótum en hún hóf nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík í haust. Hún segir það mikilvægt að endurhlaða batteríin af og til og fagnar nýjum kafla í lífinu. Ég syng líka töluvert mikið þegar ég kem fram og er gjarna með uppi- stand en nú er ég að fara í samstarf við leikkonuna og leikstjórann Björk Jakobsdóttur. Við verðum með skemmtidagskrá með söng og húmor og við stefnum á að hertaka árshátíðamarkaðinn. 26 viðtal Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.