Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 20
B ókmenntasmekkur þjóða getur verið mjög mismunandi og hlut- verk mitt er ekki síst að meta hvort ákveðin bók sé líkleg til að ná vinsældum í tilteknum löndum eða ekki. Sem dæmi má nefna að það er ekki vænlegt til árangurs að þýða fantasíur á finnsku þar sem Finnar eru mjög raunsæir og jarðbundnir. Eftirspurnin eftir glæpasögum virðist hins vegar vera takmarka- lítil í öllum löndum og norrænar glæpasögur hafa ríkt yfir mark- aðnum síðustu fimm til tíu ár. Áhuginn á sakamálasögum frá Ís- landi er mikill og þegar ég nefndi við nokkra skjólstæðinga mína að ég væri að fara til Íslands báðu þeir mig strax að finna íslenska glæpa- sagnahöfunda fyrir sig. Þeir vildu bara glæpasögur og helst seríur með sömu aðalpersónunni.“ Barbara hefur um langt árabil unnið með íslenskum forlögum. Fyrst Vöku-Helgafelli á tíunda áratugnum, síðan Eddu og nú vinnur hún með Bjarti og Veröld. Hún hefur því fylgst með íslensk- um höfundum lengi, og þá ekki síst Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur sem er í miklu upp- áhaldi hjá henni. „Stíll Yrsu er fal- legur og það liggur greinilega mik- il og góð rannsóknarvinna að baki bókunum hennar. Hún er mjög aðgengilegur höfundur og bækur hennar eru í eðli sínu þannig að þær henta vel til útgáfu á erlendum mörkuðum,“ segir Barbara. „Í fyrsta lagi er hún kona, og kvenkyns glæpasagnahöfundar njóta mikilla vinsælda úti um víða veröld. Þetta er dálítið skrýtið vegna þess að almennt eru karl- menn ekki mikið fyrir að lesa bækur eftir konur ef þær geta á einhvern hátt talist „konubækur“. En þeir eru alltaf tilbúnir að lesa glæpasögur eftir konur. Ég held að þetta sé vegna þess að þeir vita að konur eru miklu útsmognari en karlar og ég held að karlmenn hafi lært þetta af áralangri reynslu af samskiptum sínum við konur,“ segir Barbara og hlær og bætir því við að styrkur Yrsu sé meðal annars fólginn í því að geta náð bæði til karla og kvenna. Karlar sem lesa sumar konur „Englendingar eru ekki mjög opn- ir fyrir útlendum bókum. Þeir telja sig því miður hafa skapað bók- menntirnar og skilja ekki alveg að það er til heimur utan Stóra-Bret- lands þar sem margar af glæsileg- ustu skáldsögum heims hafa verið skrifaðar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru einna opnastir fyrir nýjum bókmenntum frá öðrum löndum á meðan Bretar halda sig frekar til hlés og fylgjast með hvernig bókum reiðir af annars staðar áður en þeir stökkva til. Ég held til dæmis að Bretar hafi verið langsíð- astir til að kaupa réttinn á bókum Stiegs Larsson og það þurfti að leggja mikla vinnu í að kynna þær fyrir Bretum sem eru mjög tregir til þegar bækur frá öðrum löndum eru annars vegar.“ Barbara segir kynjaskiptingu í bókavali Breta frekar greinilega. Konur lesi bækur eftir konur en karlar halli sér frekar að kyn- bræðrum sínum. Nema þegar reyfararnir eru annars vegar, þá sækja karlarnir í kvenhöfunda. „Yrsa á því góða möguleika og ekki spillir fyrir að hún er svo hrífandi manneskja; á okkar tímum verða rithöfundar að vera viðkunnan- legir. Bókaútgáfa hefur fengið á sig högg eins og öll önnur viðskipti og höfundarnir verða að fara út á akurinn og hjálpa útgefendum við að kynna bækur sínar. Það er dásamlegt að rithöfundar skrifi fallegar bækur en hluti af öllu ferlinu ætti að vera að höfundurinn aðstoðaði útgefandann af fremsta megni. Ef við horfum til dæmis til kvikmyndanna þá leikur leikari í bíómynd en þarf svo að taka þátt í að kynna hana. Það er bara hluti af samningi hans við framleiðand- ann. Rithöfundar ættu að gera meira af þessu, ekki síst vegna þess að lesandinn vill vera í nánara sam- bandi við höfundinn. Lesandinn vill fræðast um bakgrunn bókar- innar, tilurð hennar og annað í þeim dúr.“ Barbara bendir á að með rafbókavæðingunni verði þessi þáttur örugglega enn mikil- vægari enda bjóði vefvæðing bók- menntanna upp á nánari tengingu milli lesanda, höfundar og jafnvel útgefanda. „Útgefendur verða í raun að skapa alveg nýjan heim til þess að geta haldið í við tækniþró- unina.“ Mikilvægt tækifæri í Frankfurt Íslendingar verða heiðursgestir á Bókamessunni í Frankfurt í haust þar sem íslenskar bókmenntir verða í brennidepli. Barbara segir að ef vel takist til geti messan vegið þungt og opnað íslenskum höfundum og forlögum leiðir inn á nýja markaði. „Mér sýnist undir- búningsnefndin ykkar hafa unnið vel að þessu og hafi séð til þess að eins margar bækur og mögulegt er verði þýddar. Ég held að þetta geti opnað ykkur leið inn á markaði í fjölmörgum löndum þar sem fólk veit varla hvað Ísland er og hefur ekki hugmynd um styrk ykkar í bókmenntum. Það taka svo margir útgefendur þátt í þessu þannig að Íslands- kynningin ætti að vekja mikið umtal og kalla fram fjölda nýrra út- gefenda íslenskra bókmennta í út- löndum. Það er líka góður grunnur að fá þetta tækifæri til þess að minna útgefendur á að þetta land sé til og þið eruð þá komin á radar- inn fyrir framtíðina. Auðvitað eigið þið líka nóbelsverðlaunahafa og það eru ekkert margar þjóðir sem geta státað af slíku. Það er mjög mikilvægt að lítil lönd fái svona tækifæri. Mér skilst að þið ætlið að leggja mikla áherslu á bókmenntirnar en það er samt nauðsynlegt að kynna líka menningu ykkar og sögu almennt. Bókmenntirnar eru hluti af þessu stóra samhengi og það er útilokað að ætla að kynna bók- menntir þjóðar án þess að menn- ing hennar fylgi með. Fólk verður að sjá heildarmyndina þar sem það getur ekki áttað sig á úr hvaða átt bókmenntirnar koma ef það skilur ekki sögu og bakgrunn þjóðarinn- ar. Fólk verður að öðlast skilning á því hvernig og út í hvað Íslendinga- sögurnar ykkar hafa þróast og mér sýnist nefndin ykkar standa sig með mikilli prýði.“ Öskuský og Icesave breyta engu Barbara þvertekur fyrir að neikvæð umræða um Ísland í er- lendum fjölmiðlum á síðustu miss- erum, í tengslum við efnahags- hrunið og gosöskuna héðan sem hamlaði flugi í Evrópu, hafi áhrif á viðhorf útgefenda og almennings í löndunum í kringum okkur til ís- lenskra bókmennta. „Þetta hefur ekkert að segja. Bretar hlæja nú bara að mótlæti. Ætli við höfum ekki gert grín að ykkur í svona um það bil tvær vikur í bankakrísunni og þegar eldgosið fór að skapa vandræði held ég að fólk hafi staldrað við í þrjár mínútur og hafi svo byrjað að gera grín að þessu. Þið hafið vissulega farið illa út úr efnahagshruninu en ég tel að þið haldið að þið séuð miklu verr liðin, vegna einhvers sem þið berið varla ábyrgð á, heldur en raun ber vitni. Hrunið er ekki á ábyrgð ís- lensks almennings og þið getið að sjálfsögðu ekki borið ábyrgð á móður náttúru. Þannig að ég held að þetta hafi ekki nein áhrif og muni aldrei hafa áhrif á sölu bókmennta né nokkurs annars út- flutnings. Hönnuðirnir ykkar eru til dæmis enn að flytja út. Ég veit það nú bara vegna þess að ég hef keypt flíkur úti í Englandi sem ég hafði ekki hugmynd um að væru frá Íslandi. Mjög falleg föt. Þannig að viðskiptin halda áfram. Það verður kannski ekki mikið traust á milli banka fyrr en búið er að greiða úr þessari fjármálaflækju en ég hef ekki orðið vör við það að einn einasti evrópskur útgefandi hafi horn í síðu Íslendinga.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Barbara Rozycki er það sem kallað er „literary scout“ og hefur síðustu 26 ár leitað að spennandi handritum fyrir bókaútgáfur í fjölmörgum löndum. Hún rekur fyrirtækið Badock & Rozycki í London og mælir ýmist með handritum, sem henni berast, eða ekki til útgáfu í ólíkum löndum. Hún bendir einnig kvikmyndafyrir- tækjum á áhugaverð handrit þegar svo ber undir. Barbara sótti Ísland heim í fyrsta skipti í tilefni Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hún segir íslenskar glæpasögur líklegar til að geta brotist yfir menningarleg landamæri og ná vinsældum í öðrum löndum og nefnir Yrsu Sigurðardóttur sérstaklega í því sambandi. „Ég hef ekki komið til Íslands áður. Landið er dásamlegt og mér finnst yndislegt að vera hérna. Ég dáist að bókmenntaáhuga ykkar, hversu mikið þið kaupið og lesið af bókum,“ segir Barbara sem fór heim til London með harðfisk og hákarl sem hún ætlaði að færa eiginmanni sínum. „Ég veit að hann verður sólginn í harðfiskinn en börnin fúlsa örugglega við honum.“ Mynd/Hari Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa- dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. Íslenskar glæpasögur komast yfir öll landamæri 20 viðtal Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.