Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 24

Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 24
barn fái að vera á þessum lyfjum í friði til að þroskast eðlilega. Ég ber fulla virðingu fyrir því ef fólk vill ekki vera á þessum lyfjum. En ég legg ríka áherslu á að fólk sé ekki með fordóma í garð ADHD, ofvirkni eða annarra raskana sem geta fylgt. Menn hafa gert tilraunir með mataræði og það er mjög líklegt að ofnæmi gagnvart einhverjum mat geti ýft einkennin. Á síðustu fimm árum hef ég greinst með kæfisvefn, ættgengan blóðsjúkdóm og er 20 kílóum of þungur – eigin- kona óskast hér með! – og það skiptir gríðarlega miklu máli að maður sjálfur, nánasta fjölskylda, vinir, skólinn eða vinnufélagar skilji hvaða áhrif þetta hefur og hjálpi þannig viðkomandi að skapa sér heilbrigt umhverfi. Sumir kennarar skynja þetta vel, aðrir ekki. Kúnstin í einum skóla var að taka tillit til þess að sumir krakkanna þurftu að fá að gera sína hluti. Það hentar ekki öllum að sitja í röð með þrjátíu öðrum börnum, en það eru margir góðir kenn- arar og skólastjórnendur hér sem vinna vel í þessum málum.“ „Þyrlusýn“ Spurningunni um hvernig Vilhjálmur tók greiningunni að hann væri með athyglisbrest svarar hann á þennan veg: „Mér létti. Ég fór að skynja fullt af hlutum, ég hætti að taka þunglyndislyf- in og í dag skynja ég mjög vel hvort ég er á andlegri niðurleið eða hvort ég er bara latur á sunnudegi og bregst við því. Það tók hins vegar tíma að læra, skilja sjálfan sig og hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif – til góðs eða ills. Hægt og rólega lærði ég til dæmis hvernig ég get náð mikilli yfirsýn yfir málefni. Stund- um tek ég að mér verkefni sem er mjög flókið og er algjörlega týndur í einn, tvo mánuði en svo skyndilega liggur stóra samhengið fyrir. Bróðir minn kallar þetta „þyrlusýn“. Þarna hefur maður fengið fullt af upplýsingum og allt í einu raðast brotin saman í eina heild. Stundum lendi ég í því að bregðast seint við hlutunum, en þá það. Þá fer ég bara í að snúa hlutunum við. Maður lærir að forðast að taka of mikið að sér – lærir að segja nei. Það er eitt sem ég hef rekið mig á og er víst ekki ólíkt lesblindu. Við virðumst setja hugsanir okkar í þrí- víddarsamhengi. Það þarf ekki að hafa þýðingu fyrir neinn annan en okkur. Við erum að raða hlutunum hratt upp í huganum og setjum í eitthvert hlut- bundið samhengi. Oft finnst mér ég sjá þetta hjá öðrum á því hvernig fólk notar handahreyfingar. Ég hef stokkið að fólki og spurt hvort það sé greint með ADHD eða lesblindu og í öllum tilvikum nema einu hefur svarið verið já. Þetta er ekki reglubundið mynstur ...“ Engin ein rétt meðhöndlun til En hvað segir Vilhjálmur að hann þurfi að varast? „Að taka að mér verkefni þar sem athyglisbresturinn er vís með að þvælast fyrir, eða fela öðrum þá verk- hluta. Ég var í verkefni hjá Ríkisútvarp- inu árið 2008 þar sem mín sérþekking gaf mér jafnframt heildarsýn yfir alla þætti. Ef ég sökkti mér í einstök mál þá útilokaði ég allt annað. Ég varð að halda aftur af mér, fela einhverjum öðrum verkin og einbeita mér frekar að verk- efnisstjórninni. Fólk treysti mér til að raða þessu í rétta röð án þess að vera með puttana í smáatriðunum og þetta gekk fullkomlega upp.“ Er eitthvað eitt betra en annað í með- höndluninni? „Það er ekkert eitt rétt til í þessu. Það eru engar tvær mann- eskjur eins. Ef manneskja fær lyf eins og rítalín og róast við það, þá er nokkuð víst að greiningin sé rétt. Það eru til alla vega þrjú forðalyf og lyf á borð við hefð- bundið rítalín sem þarf að taka kannski fjórum sinnum á dag. Það er misjafnt hvað hentar hverjum. Einnig eru til ýmis form af viðtalsmeðferð, atferlis- meðferð og svo má lengi telja. Líklega er þó mikilvægast að viða að sér fróð- leik og leita sér upplýsinga. Ýmis önnur lyf geta einnig haft þveröfug eða slæm áhrif. Mér var einhvern tíma gefinn barnaskammtur af gamaldags þung- lyndislyfi til að ná djúpsvefni fyrstu tvo tímana, en ég datt út í tólf klukku- stundir. Ég drekk heldur ekki áfengi ef ég á að vinna skapandi vinnu. Ég hef upplifað það að fara á bar, fá mér í glas og lenda í hörkuskemmtilegum sam- ræðum – fengið brilljant hugmynd og skrifað hana niður um nóttina. Næsta morgun sé ég að þetta er algjör steypa!“ Þekkt auglýsingarödd Vilhjálmur er ekki aðeins leikari, leik- stjóri og tölvuséní, hann er einn af eftir- sóttustu karlröddum í auglýsingageir- anum. Og þú ert þá hver? „Olís – vinur við veginn“, segir hann með alþekktri sjónvarps- og útvarpsrödd sem er ekk- ert lík röddinni í manninum sem ég hef verið að tala við. „Byko – byggir með þér!“ bætir hann svo við stríðnislega. „En sannleikurinn er sá að ég breyti ekkert röddinni. Þetta snýst um að taka pínulítið egóið út úr þessu, og meira að segja mamma áttar sig ekki á að þetta er ég.“ En hvað hefur breyst eftir að þú fékkst greininguna? „Það sem hefur breyst er að þung- lyndið er að mestu horfið eftir að ég fékk rétt lyf og vann í mínum málum. Ég las mér mikið til um þetta, talaði við Grétar, fjölskylduna og vini. En ég vil leggja áherslu á að fólk gleypi ekki við hverju sem er í netheimum. Það er nauðsynlegt að skoða hvað liggur að baki og trúa ekki hverju sem er.“ Lauk meistaragráðu á 22 mánuðum Vilhjálmur hefur lært að lifa með athyglisbrestinum og gengur vel. Hann lék í þáttunum „Pressan“, skellti sér í meistaranám í menningarstjórnun á Bifröst og lauk 90 eininga meistaranámi og ritgerð á 22 mánuðum. „Nú er ég sérfræðingur í því hvernig hagrænt og félagslegt virði birtist í menningarsamningum ríkis og sveitarfélaga – eða „Margt býr í þokunni“ eins og stóð í undirtitl- inum. Ég byggði verkefnið á Aust- fjörðum – þangað sem ég á ættir að rekja – vegna þess að Austfirðingar voru frumkvöðlar hvað menningar- samningana varðar. Forsenda þess að ég gat lagt í þessa vegferð í miðju efnahagshruni var að stórum hluta sú að ég þekki orðið vel minn at- hyglisbrest. Þannig gat ég brugðist rétt við undir álagi og í raun nýtt mér jákvæðar hliðar athyglisbrests- ins.“ Má ekki verða þreyttur – þá fer allt í vitleysu Og gátlistinn er: „Ég má ekki verða þreyttur, verð að kunna að segja nei, velja verkefni og vita í hverju ég er ekki góður. Ég mæli með því að þeir sem þurfa fái greiningu, leiti sér upplýsinga og sæki fundi hjá ADHD-samtökunum. Fyrsta fund- inn upplifði ég á skemmtilegan og skondinn máta. Þetta er víst svipað og tólf spora fundir, manni finnst maður einn í heiminum með þetta en svo kemur bara í ljós að það eru þúsundir annarra í sömu sporum. Fólk verður að vera gagnrýnið á það sem það les og ég skil ekki hvernig hægt er að skammast sín fyrir að þurfa að taka lyf til að líða betur. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Athyglisbrestur er í rauninni öfugmæli; ég er að fá allt inn, en það tekur bara lengri tíma að vinna úr upplýsingunum. Það skiptir miklu máli að geta gert grín að sjálfum sér. Athyglisbrestur er eðlilegur hluti af mér, ég þarf að muna að hann getur verið góður eiginleiki og þá er gaman að lifa.“ Eftir að ég hafði lýst mínu þunglyndi í tíu mínútur stoppaði hann mig af og benti mér á að athuga aðra þætti því honum þætti ekki ólíklegt að þunglynd- ið væri afleiðing athyglis- brests.“ 24 viðtal Helgin 16.-18. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.