Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 42
34 heilsa Helgin 16.-18. september 2011  Heilsumeistaraskólinn Námskeið í Nóvember H eilsumeistaraskólinn stendur í haust fyrir námskeiði í Time Risk- lithimnugreiningu, eða tíma-áhættu lithimnufræði, sem þróuð hefur verið af ítalska lækn- inum Daniele Lo Rito. Sú aðferð býður upp á möguleikann á að lesa í lithimnu augans breytingar eða áföll sem mann- eskjan gæti hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Hann kemur til Íslands og kennir þessa greiningu helgina 19. og 20. nóvember næstkomandi, að því er fram kemur í til- kynningu skólans. Augn- lestur er víða notaður sem greiningarleið í náttúrulækn- ingum og lit- himnugreining hefur á síðustu hundrað árum fest sig í sessi sem hjálpar- tæki til að auka skilning okkar á manninum – veikleikum og styrkleikum. „Daniele Lo Rito lætur sér ekki duga að nota hefðbundna lithimnugreiningu heldur hefur þróað fleiri aðferðir við að lesa lithimnuna – vísindi sem hann kallar Multidimentional Iridology. Hann fann þessa aðferð upp og hefur verið að kenna öðrum hana, þ.e að sjá allt annað út úr lithimnunni en áður hefur verið horft á,“ segir Lilja Oddsdóttir, skólastjórn- andi Heilsumeistaraskólans. Hún segir að lithimnan hafi verið kortlögð eins og fóturinn, öll svæði líkamans megi sjá á henni. Ítalski læknirinn horfir á ákveðinn hring eða kraga sem er í kringum melt- ingarsvæðið sem tímalínu frá fæðingu. Á þessum svæðum má sjá merki og hann segir að þau tengist ákveðnum æviskeið- um eða tímabilum. „Oft getur maður tengt þetta við at- burði eða áföll þannig að hægt er að rekja rót sjúkdóma til þessara merkja. Þannig er hægt að skilja hvað liggur að baki og heila það,“ segir Lilja. Námskeiðið getur nýst öllum sem vilja þekkja sjálfa sig betur og vilja skilja ann- að fólk betur. Námskeið hentar einning vel græðurum, læknum og meðferðarað- ilum sem vinna með heilsu. „Reynslan hefur sýnt að þetta nýtist sérstaklega vel fyrir svæðanuddara, lithimnufræðinga, hómópata og blómadropaþerapista þar sem þeirra fög tengjast mjög vel þeim fræðum sem Lo Rito hefur þróað, m.a. að skilja hvað liggur að baki atburðum í lífsferlinu og tengja það við líffæri og líkamlega veikleika. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja þekkja sjálfa sig betur og vilja skilja annað fólk betur. Það þarf ekki myndavél til að sjá þessi merki, aðeins stækkunar- gler,“ segir í tilkynningu Heilsumeistara- skólans. Skráning á námskeiðið er í skólanum, heilsumeistaraskolinn.com. Ítalskur læknir kennir tíma-áhættu lithimnufræði Námskeið fyrir alla sem vilja þekkja sjálfa sig betur og skilja annað fólk betur. Nauðsynlegt er að gæta að stuðningi við brjóstin í hlaupum og öðrum íþróttagreinum. Ella er hætta á að brjóstavefurinn skaðist. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images.  Íþróttir eNgir vöðvar í brjóstuNum Hlaup geta skemmt brjóstavefinn nema notaður sé réttur brjóstahaldari Hreyfing brjósts án stuðnings getur numið allt að níu sentimetrum í hverju skrefi. Slíkt eykur hættu á að brjóstin lafi meira en ella. Hreyfing brjósts í góðum íþróttabrjóstahaldara er aðeins 1,98 sentimetrar. Það er öllum hollt að hreyfa sig en konur verða að gæta að brjóstum sínum þegar þær hlaupa eða stunda aðrar íþróttagreinar. Hlaupi þær án brjóstahaldara eða í brjóstahaldara sem heldur illa við brjóstin geta þau skaðast, að því er fram kemur í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Þar er vísað til könnunar iForm en þar kom fram að hreyfing á brjósti án stuðnings getur numið allt að níu sentimetrum í hverju hlaupaskrefi en með stuðningi góðs íþróttabrjóstahaldara er hreyfing brjóstsins aðeins 1,98 sentimetrar. Góður íþróttabrjóstahaldari hefur ótrúlega mikið að segja og ekki minna en hlaupaskórnir eða íþróttafötin, segir Karsten Aagaard, eigandi Sports-Klinik í Holbæk, enda eru engir vöðvar sem halda brjóstunum í fastri stöðu. Við hlaup strekkist því verulega á brjóstavefnum þegar konan hleypur. Komi ekki til stuðningur er það sárt og vefurinn getur skaðast, segir Aagaard. Þetta eykur hættuna á að brjóstin lafi meira en ella. Hættan er meiri eftir því sem brjóstin eru stærri. Konur eru því hvattar til að leita sér aðstoðar við að velja brjóstahaldara miðað við þá íþróttagrein sem þær stunda. Stærð hans sé miðuð við brjóstastærð og viðkomandi íþrótta- grein. Íþróttabrjósta- haldari jafn mikilvægur og hlaupaskórnir. Með þessari aðferð læknis- ins er lesið allt annað út úr lit- himnu augans en áður hefur verið horft á. Rekja má rót sjúkdóma, skilja hvað að baki liggur og heila í kjölfarið. Dr. Daniele Lo Rito er ítalskur háls-, nef- og eyrnalæknir sem síðar fór út í náttúrulækningar. Hann verður með námskeið í Time Risk-lithimnugreiningu, eða Tíma-áhættu lithimnufræði í nóvember. Lilja Oddsdóttir, skólastjórnandi Heilsumeistara- skólans. Fæst í helstu matvöruverslunum landsins Lífrænt grænt te Það er innihaldið sem skiptir öllu máli! Clipper -náttúrulega ljúffeng te VISSIR ÞÚ AÐ? HVERJUM SELDUM HÁTÍÐAR- PASSA FYLGJA 2 FRÍIR DRYKKIR FRÁ TE & KAFFI? norra na husid e - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.