Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 37
 viðhorf 29Helgin 16.-18. september 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Nú í haust verður gerð enn ein atlagan að því að festa í lög „viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum“ eins og kveðið er á um í fjölmiðlalögunum sem runnu til- tölulega hljóðlega í gegnum Alþingi áður en þau voru samþykkt hinn 20. apríl í vor. Í sumar hefur verið starfandi nefnd mennta- og menningarmálaráðherra, undir forystu Karls Axelssonar lögmanns, sem á að skila tillögum í frumvarpsformi um hverjar – ef einhverjar – þessar takmarkanir eiga að vera. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum innan tveggja vikna. Hugmyndin um að hægt sé að tryggja sjálfstæði fjölmiðla með lögum hefur lengi verið ýmsum hug- leikin. Vissulega getur andi löggjafar vísað veginn en það er bláeygur barnaskapur að halda að fjölmiðlalögin frá því í vor og stífar skorður við eignarhaldi fjölmiðla muni hafa nokkuð að segja um sjálfstæði fjöl- miðla gagnvart eigendum sínum. Út af fyrir sig er hugmyndin um að eigendur fjölmiðlafyrirtækja megi ekki verða of áhrifamiklir þegar kemur að stjórn þeirra töluvert einkennileg. Ef eigendunum tekst að safna saman fólki sem er tilbúið að ganga erinda þeirra á þeim auðvitað að vera það fullkomlega frjálst. Og ef þjóðin er tilbúin að lesa, horfa eða hlusta á slíka fjölmiðla er henni engin vorkunn að búa við þá. En ef engir, eða fáir, vilja nota þá er rekstrargrund- völlurinn ekki fyrir hendi og á endanum leggja þeir óhjákvæmilega upp laupana. Þannig deyja vondir fjölmiðlar eðlilegum dauðdaga. Ýmsir stjórnmálamenn og aðrir áhuga- menn um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla treysta hins vegar ekki þessari dómgreind fjöldans. Þeir vilja tryggja með lögum dreifðara eignarhald en nú er í boði þegar einn einstaklingur getur átt heilt fjölmiðlaveldi. Draumurinn um skorður við eignar- haldinu er þó engu að síður dæmdur til að rætast ekki. Að minnsta kosti ekki nema sem orð á blaði. Það er svo ósköp einfalt að fara fram hjá takmörkununum. Í fyrsta lagi hefur sýnt sig að ýmsir málaliðar eru tilbúnir að leppa eignarhluta í fyrirtækjum ef með þarf. Í öðru lagi er mögulegt að stærsti minnihlutinn geti stýrt viðkom- andi félagi eins og honum sýnist ef þeir minni eru margir og sundraðir. Í fjölmiðlalögunum frá því í vor er sér- stakur kafli um sjálfstæði ritstjórna. Þar er meðal annars kveðið á um að fjölmiðla- fyrirtæki eigi að setja sér reglur sem „tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkom- andi efnisstjóra, blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar“. Þetta er falleg hugsun en það er full- komlega óraunsætt að halda að hún virki í raunheimum. Það hefur þegar sýnt sig að ef eigendur fjölmiðla telja ritstjórnar- lega stjórnendur þeirra ekki góða í taumi, þá reka þeir þá og ráða aðra auðsveipari í þeirra stað. Engu skiptir þótt reglur um sjálfstæði séu til staðar. Þá er þess bara gætt strax frá byrjun að ráða inn fólk sem verður örugglega ekki með uppsteyt. Svo getur eignarhaldið auðvitað verið eins og hér á Fréttatímanum, þar sem blaðamennirnir eru jafnframt eigendur, og sama gildir um DV þar sem blaðmenn eiga stóran hlut. Sjálfstæði frá eigendum er auðvitað ekkert í þeim tilvikum. Vel meinandi lög um takmarkanir á eignarhaldi og tryggingu á sjálfstæði eru auðvitað ekki af hinu illa. En fyrir fjölmiðl- un í landinu er vænlegra að ná fram meiri fjölbreytni og í kjölfarið jafnvægi með breyttum samkeppnislögum og takmörk- unum á hlutdeild á auglýsingamarkaði. Fjölmiðlar Eignarhald og sjálfstæði Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is N Fært til bókar Alþýðubandalagið gengur aftur Alþýða manna hefur í forundran fylgst með átökum Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, og forkólfa ríkisstjórnarinnar. Haft hefur verið eftir Guðna Th. Jóhannessyni sagn- fræðingi að deilan sé án fordæma í sögu forsetaembættisins. „Þeir eru engir vinir, forsetinn og fjármálaráðherrann. Það kom mér samt á óvart að Ólafur Ragnar skyldi taka þennan slag. Ég hefði haldið að forsetinn hefði meiri hag af því að segjast yfir svona orðaskipti hafinn,“ segir Guðni. Ólafur Ragnar kvaðst í viðtali við Bylgjuna ekki hafa haft frumkvæði að því að Icesave-deilan lenti á hans borði. Hann hefði einungis verið að svara Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þegar hann gagnrýndi framgöngu ríkis- stjórnarinnar í málinu. Steingrímur lýsti því yfir á þingi að hann myndi ekki leggja það á þing og þjóð að munnhöggvast við forsetann. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði ummæli forsetans ósanngjörn gagnvart Steingrími og bætti því við að orðaskipti forsetans og fjár- málaráðherrans bæru merki innanflokks- átaka í Alþýðubandalaginu fyrir þrjátíu árum. Hann talaði þar á sömu nótum og Guðni sagnfræðingur sem sagði málið ekki koma upp einn, tveir og þrír. Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon hefðu eldað saman grátt silfur í stjórnmálunum. Fleiri gamlir alþýðu- bandalagsmenn blönduðu sér í deiluna. Svavar Gestsson, fyrrum þingmaður þess flokks og ráðherra – og samninga- maður Íslands í Icesave-deilunni til að byrja með, gagnrýndi Ólaf Ragnar harð- lega fyrir ummælin. Allir eiga þeir Ólafur Ragnar, Steingrímur J., Össur og Svavar gamlar rætur í Alþýðubandalaginu. Þótt sá stjórnmálaflokkur hafi verið lagður af fyrir mörgum árum er ekki annað að sjá en hann sé genginn aftur. Undir allt búinn Forsetakosningar fara fram næsta sumar, eins og lög gera ráð fyrir. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson setið fjögur kjör- tímabil, jafn langan tíma og þeir forsetar sem lengst hafa setið, Ásgeir Ásgeirs- son og Vigdís Finnbogadóttir. Kristján Eldjárn sat þrjú kjörtímabil en fyrsti for- seti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, lést í embætti árið 1952. Hann hafði setið frá lýðveldisstofnun 1944 og þar á undan, þ.e. frá árinu 1941, sem ríkisstjóri. Ólafur Ragnar gefur enn ekkert upp um það hvort hann muni leita eftir endurkjöri í fimmta sinn. „Ég mun taka þá ákvörðun þegar þar að kemur og gera það með til- liti til minna eigin sjónarmiða og þjóðar- innar,“ sagði hann í viðtali fyrr í vikunni. Fréttablaðið birti skoðanakönnun um síðustu helgi. Þar töldu 52% að forsetinn ætti ekki að leita endurkjörs að kjörtíma- bilinu loknu. Sveinn, Ásgeir og Kristján voru sjálfkjörnir á meðan þeir gáfu kost á sér. Vigdís og Ólafur Ragnar fengu mót- framboð en frá frambjóðendum sem höfðu enga möguleika á að fella sitjandi forseta. Guðni Jóhannesson sagn- fræðingur telur ekki útilokað að brugðið verði út af venju að þessu sinni, þ.e. frá þeirri hefð að öflugur frambjóðandi fari ekki gegn sitjandi forseta sem sækist eftir endurkjöri. Þjóð og hugsanlegir fram- bjóðendur þurfa nokkurn undirbúnings- tíma. Því má búast við því að forsetinn tilkynni ákvörðun sína tímanlega – af eða á – og þá hugsanlega í áramótaávarpi sínu. Hvað sem þessu líður eru það tíðindi að forsetahjónin, Ólafur Ragnar og Dorrit, keyptu sér einbýlishús í Mos- fellsbæ í vikunni sem leið, að því er vef- miðillinn Pressan greindi frá í vikunni. Þar var lagt út af kaupunum með þeim hætti að fasteignaviðskiptin bentu til þess að forsetahjónin hygðu á búferlaflutninga frá Bessastöðum. Það hefur þegar sýnt sig að ef eigendur fjölmiðla telja rit- stjórnarlega stjórnendur þeirra ekki góða í taumi, þá reka þeir þá og ráða aðra auðsveipari í þeirra stað. Viltu samt ekki prufa? Ég er engan veginn að stinga höfðinu í steininn. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, tók netta Bibbu á Brávallagötu og hrærði saman málsháttum þegar hún þvertók fyrir það í fréttum að hún ætti erfitt með að horfast í augu við skoð- anakönnun sem bendir til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðum við ESB. Hver var eiginlega á bjölluvaktinni? Ég er ekki að hnýta í forsetaræfilinn með neinum hætti eða beina orðum mínum til hans. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, kynti enn frekar undir deilu forsetans og ríkisstjórnarinnar þegar hann reyndi að tala um Ólaf Ragnar Grímsson af hlýju í ræðustóli Alþingis en varð á að kalla hann ræfil. Allir eiga góða granna Ef að þetta staðfestir að hann sé tilbúinn til að hætta sem forseti, að þá er ýmislegt á sig leggjandi fyrir það. Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki sýnt forset- anum mikil blíðuhót undanfarið en treystir sér til þess að fá hann sem nágranna í Mos- fellsbæ. Að því gefnu að hann yfirgefi Bessastaði fyrir fullt og allt. Hafa skal það sem betur hljómar DV biður Jóhönnu Sigurðar- dóttur að sjálfsögðu afsökunar á þessari missýn og dregur fréttina alfarið til baka. Forsætisráðherra varð á að setja á sig eyrnalokka undir þingræðu Bjarna Benedikts- sonar sem væri svosem í góðu lagi ef blaðamaður DV.is þekkti muninn á eyrna- lokkum og eyrnatöppum en fréttavefurinn sló því upp að Jóhanna hefði byrgt eyru sín til þess að þurfa ekki að hlusta á formann Sjálfstæðis- flokksins. Ferleg latína Þetta eru ekki efnistök sem við samþykkjum eða gildi sem við höfum verið að rækta hér. Foreldrar nemenda við hinn lærða skóla MR fengu hland fyrir hjartað þegar þeir sáu viðtal við Jón stóra í skóla- blaðinu. Yngva Péturssyni, rektor MR, var ekki heldur skemmt og líklega olli viðtalið honum meira hugarangri en sá skelfilegi stíll og stafsetning sem í því birtist og ættu að teljast höfuðsynd í mennta- setrinu við Tjörnina. Er ekki rétt að henda í fallegt lag? Jóhannes vinur minn, enn kenndur við Bónus, fékk ekki að halda Högum vegna óvildar háttsettra manna í pólitík og viðskiptaheiminum. Bubbi Morthens er óþreytandi í fórnarlambsvæðingu útrásarinnar en mörgum þykir tónninn frekar falskur hjá gamla gúanórokkaranum. Ekki ef þeir eru alkar Menn eiga að kaupa rauðvín Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, er með gleggri mönnum þegar kemur að fjármálum. Hann gefur hér einstaklingi sem vann rúmar 50 milljónir í Víkingalottóinu traust fjárfestingarráð. Ekki er reiknaður skattur af rauðvíni og hann segir það halda verðgildi sínu. Norðmenn hljóta að vera voða spenntir! Þetta verður bara skemmtilegt partý. Einar Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, ætlar til Noregs um helgina á Evrópuráðstefnu Vítisengla. Hann og félagar hans hafa hingað til ekki þótt æskilegir gestir í landinu en nú verður stuð.  VikaN sem Var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.