Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 50

Fréttatíminn - 16.09.2011, Side 50
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hefur fest sig í sessi sem einn líflegasti og áhugaverðasti viðburðurinn í ís- lensku menningarlífi ár hvert. Á meðan hátíðin er í gangi stendur fólki til boða aragrúi af áhuga- verðum kvikmyndum, heimildar- myndum og öllu þar á milli. Þá er mikið um uppákomur tengdar kvikmyndum auk þess sem há- tíðin er orðin eftirsóttur vettvang- ur kvikmyndagerðarmanna frá ýmsum heimshornum. Erlendir fjölmiðlar sýna hátíðinni jafnan mikinn áhuga og verðlaun RIFF, Gyllti lundinn, heillar. Hátíðin hefst fimmtudags- kvöldið 22. september með myndinni Inni sem fjallar um hljómsveitina Sigur Rós. Myndin verður sýnd á skemmtistaðnum NASA en þar sem um tónlistar- mynd er að ræða varð þessi óvenjulegi kvikmyndasýningar- staður fyrir valinu. Inni er önnur kvikmynd Sigur Rósar og fylgir í kjölfar heimild- armyndarinnar Heima. Myndin var tekin upp á tvennum tón- leikum Sigur Rósar í Alexandra Palace í London í nóvember 2008. Nokkrum dögum síðar kom Sigur Rós fram á eftirminnileg- um tónleikum í troðfullri Laugar- dalshöll og hefur haft hægt um sig síðan. Miðasala á RIFF er hafin í for- sölu á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is, og miðasala í upplýsinga- miðstöð hátíðarinnar hófst í gær, fimmtudag, í Eymundsson við Austurstræti. RIFF stendur yfir dagana 22. september til 2. október. RIFF hefur ætíð lagt áherslu á óhefðbundnar bíósýningar í bland við sýningar í kvikmynda- húsum. Meðal þeirra viðburða sem fara fram fjarri myrkvuðum bíósölum er heimabíóið, þar sem valinkunnir Íslendingar bjóða gestum RIFF heim til sín í Heimabíó og smella þar eigin uppáhaldsmynd í tækið. Gestgjafarnir í Heimabíóinu í ár eru Hrafn Gunnlaugsson, fjölmiðla- og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins og Hugleikur og Úlfhildur Dagsbörn. 42 bíó Helgin 16.-18. september 2011 Ö kuþórinn sem Gosl-ing leikur er nafn-laus og aldrei kallað- ur annað en Driver. Nafnleysi persónunnar og stórkost- legir hæfileikar hennar undir stýri vekja óhjákvæmilega hugrenningatengsl við ein- hver tvö af mestu hörku- tólum kvikmyndanna, Clint Eastwood, sem gat sér gott orð sem nafnlausi kúrekinn í spagettí-vestrum Sergios Leone fyrir margt löngu, og Steve McQueen sem brunaði undir dunandi djassi í gegnum þekktasta bílaelt- ingarleik síðustu áratuga í Bullitt. McQueen var sjálfur með ólæknandi kappaksturs- dellu þannig að skyldleiki Driver við þessa tvo kappa er augljós. Og Gosling er óneitanlega að leika sér í skugga tveggja goðsagna. Leikstjórinn Winding Refn fer heldur ekkert í grafgötur með að hann hafi verið undir áhrifum frá Bullit sem Peter Yates leikstýrði árið 1968. Driver er áhættuleikari sem sérhæfir sig í háska- akstri í hasarmyndum. Það er ekki nóg með að hann taki áhættu í starfi; kvöld- og helgarvinnan hans er enn háskalegri því þá tekur hann að sér að keyra flótta- bifreiðar fyrir ræningja. Eftir að umboðsmaður ökuþórs- ins kemur honum í kynni við hinn vellauðuga glæpon Bernie Rose fer heldur betur að syrta í álinn. Rose ræður Driver í vinnu en þegar bíl- stjórinn knái kolfellur fyrir ungri þokkadís fer allt úr böndunum. Þegar ránsleið- angur klúðrast kennir Rose bílstjóranum um ófarirnar, vill Driver feigan og setur fé til höfuðs honum. Þá þarf ökuþórinn að taka á honum stóra sínum og nýta hæfileik- ana í botn til þess að bjarga sjálfum sér og þeim sem standa honum næst. Drive er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Jam- es Sallis frá árinu 2005. Eftir eina mislukkaða tilraun til að koma sögunni á hvíta tjaldið tóku mógúlarnir hjá Univer- sal ákvörðun um að gera aðra atrennu að Drive árið 2010. Þá var Ryan Gosling ráðinn í hlutverk Driver. Hann fékk einnig að velja leikstjóra og veðjaði á Winding Refn. Nicolas Winding Refn er 41 árs og er þekktastur fyrir Pusher-þríleikinn sem naut mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Myndin var frum- sýnd í þessum mánuði en hafði áður verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíð- um, þar á meðal í Cannes í vor þar sem hún sló hressi- lega í gegn. Eftir frum- sýninguna í Cannes fékk myndin standandi lófaklapp og hún skilaði Winding Refn verðlaunum fyrir bestu leik- stjórnina á hátíðinni. Þá hafa flestir gagnrýnendur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðj- aði á réttan hest þegar hann valdi leikstjórann.  Nicolas WiNdiNg RefN daNiNN gefuR allt í botN Drive er án efa áhugaverðasta frumsýningarmynd vikunnar en þar leikur Ryan Gosling áhættu- leikara og snjallan bílstjóra sem kemst í meiriháttar vandræði þegar hann lendir upp á kant við glæpaforingja. Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn leikstýrir þessari kraftmiklu mynd sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. ... flestir gagnrýn- endur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðjaði á réttan hest þegar hann valdi leik- stjórann. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Ökuþór í miklum ham Ryan Gosling slær hvergi af í Drive í hlutverki hörku nagla sem á ýmislegt skylt með ekki minni mönnum en Clint Eastwood og Steve McQueen.  fRumsýNdaR Fyrrverandi sjóliðinn Tommy Ri- ordan snýr aftur á heimaslóðirnar eftir margra ára fjarveru. Þar ætl- ar hann sér að taka þátt í keppni í blönduðum bardagalistum í von um að komast yfir verðlaunafé upp á fimm milljónir dollara. Fortíðin hvílir þungt á honum en hann hefur uppi á föður sínum og fær hann til að þjálfa sig. Karlinn hafði þjálfað strákinn á árum áður og gert hann að einhverjum öflugasta bardaga- kappa Bandaríkjanna. Það sem setur svo stórt strik í reikninginn hjá Tommy er að á sama tíma ákveður bróðir hans, Brendan, að skella sér líka í keppnina. Hann er kennari en á í basli með að ná endum saman og hefur einnig augastað á verðlaunafénu. Litlir kær- leikar eru með þeim bræðrum og Brendan hefur ekki verið í sambandi við föður þeirra í fjöldamörg ár. Brendan telur sig eiga góða möguleika á sigri gegn þeim bestu, þar á meðal bróður sínum, þannig að það er ýmislegt óuppgert þegar bræðurnir berjast í hringnum. Aðrir miðlar: Imdb. 8,2, Rotten Tomatoes: 82%, Metacritic: 71/100. Gamla brýnið Nick Nolte leikur föður bardaga- bræðranna. Aðrir miðlar Imdb: 8,8 Rotten Tomatoes: 94% Metacritic: 77/100 Pearl Jam Twenty Sá tónelski og ágæti leikstjóri Cameron Crowe (Jerry Maquire, Almost Famous, Vanilla Sky) gerði þessa heim- ildarmynd um hljóm- sveitina Pearl Jam í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli sveitarinnar. Myndin rekur sögu sveitarinnar frá stofnun hennar 20. september 1991 allt til dagsins í dag. Farið er í gegnum hæðir og lægðir hljómsveitar- innar en ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Myndin er sett saman úr yfir tólf hundruð klukkustundum af áður óséðu efni sem gerir hana að einstakri heimild um Pearl Jam. Twenty verður sýnd á sama tíma úti um allan heim þriðjudaginn 20. septem- ber og verður aðeins sýnd þennan eina dag á Íslandi. Myndin verður sýnd í Háskólabíó, miðasala er hafin og einungis 300 miðar eru í boði. Blandaður bræðrabardagi I Don’t Know How She Does It Í þessari gamanmynd leikur borgarbeðmálapí- an Sarah Jessica Parker Kate Reddy. Hún er fjár- málastjóri og fyrirvinna heimilisins. Greg Kinnear leikur eiginmann hennar en meðal annarra leikara eru höfðingjar eins og Pierce Brosnan og Kelsey Grammer. NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á Tækifærisveislur Sush i Mexí kósk t Ítalsk t Smur brauðGala Aust urlen skt Spæn skt Brauð tertu r  KviKmyNdaveisla Riff byRjaR í Næstu viKu Aragrúi bíómynda og skemmtilegar uppákomur Sigur Rósar-myndin Inni markar upphaf Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í næstu viku.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.