Læknablaðið - 01.02.1966, Side 34
6
LÆKNABLAÐIÐ
angraðar rannsóknarstofur í sérhúsum. Annars má eiga víst,
að sýkillinn dreifist um nálægar vinnustofur og evðileggi þann-
ig það, sem þar er verið að gera.
Greiningin var því eingöngu byggð á mótefnamælingum,
og var aðallega nolað komplementbindingspróf á plötum,
kennt við Fulton og Dumbell. Notað var antigen frá Lederle,
sem framleitt er úr svokölluðum „Nine Mile“ stofni af Coxi-
ella burnetii. Jákvæð voru talin sýni, sem gáfu svörun í þvnn-
ingunni 1 : 4 eða meiri. Komplementbindingspróf fyrir bvísótt
þykir áreiðanlegt, og er ekki talið, að neins konar aðrir sýlcl-
ar en Coxiella burnetii gefi jákvætt svar við því. Þrátt fyrir það
var talið rétt að prófa nokkurt magn af sýnum með annarri
aðferð, sem byggist á agglutination í bárpípum (eapillary ag-
glutination test). 13, 14, 15 Er þetta mjög handbæg og fljótleg
aðferð, ef prófa á mikinn fjölda blóð- eða mjólkursýna. Ekki
tókst að finna neinn aðila, sem selur antigen i þetta próf, en
fyrir góðvilja fengum við nokkur glös frá Communicable Di-
sease Center, Atlanta, Georgia, U.S.A. Einbverra bluta vegna
gaf það enga svörun við sýnum, sem reynzt böfðu jákvæð með
binni aðferðinni. Verður síðar vikið að bugsanlegum orsökum
fyrir þessu. Seinna tókst að ná sambandi við stofnun í Sviss (Ve-
terinár-Bakteriologisbces Institut der Universitát Zúricb), sem
líka gerði okkur þann greiða að senda glas af CAT antigeni,
og reyndust nokkur sýni veikt jákvæð með því, en ekki nærri
öll, sem jákvæð voru með komplementbindingsaðferðinni.
Blóðsýni úr kúm og kindum lét Guðmundur Gíslason lækn-
ir, Keldum, góðfúslega í té, en honum berst árlega mikið safn
slíkra sýna vegna rannsókna á búfjársjúkdómum. Blóðsýni
úr fólki voru ýmist tekin beint í Jjessa athugun eða fengin
úr söfnum frá eldri bóplilraunum með góðfúslegu leyfi Mar-
grétar Guðnadóttur læknis.
Rannsóknarniðurstöður.
1. Nautgripir.
Samtals voru prófuð 797 blóðsýni úr kúm frá 95 bæjum i
26 hreppum. Þar af reyndust 703 neikvæð og 94 jákvæð, öll
i lítilli þynningu, liæst 1 : 16. I. tafla er yfirlit yfir svæði, þar
sem 15 kýr eða fleiri voru prófaðar, fjöldi bæja, sem sýnin
komu frá á hverju svæði og hundraðstala jákvæðra sýna frá
bverju svæði.