Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 48

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 48
18 L Æ K N A B L A 1) I f) einkastofum í Kaupmannahöfn. Samanburður hefur verið gerður á þessu, og kemur í ljós, að þjónusta þessi er afgreidd fljótar og ódýr- ar á einkastofunum en á röntgendeildum sjúkrahúsanna. Fólk í B-flokki getur farið til sérfræðings eftir eigin ósk eða skv. ábendingu heimilislæknis. Þessi læknisþjónusta er öll á endurgreiðslu- kerfi, þannig að sjúklingarnir greiða fullt verð fyrir þjónustuna, en fá endurgreitt skv. ákveðinni gjaldskrá sjúkrasamlagsins. Fjöldi heimilislækna í Kaupmannahöfn er ákveðinn eftir sam- komulagi milli læknasamtakanna og sjúkrasamlaganna. Nefnd frá þessum aðilum ákveður, hverjir fá þau störf, sem þar losna, annað- hvort ef læknir fellur frá eða fjölga þarf læknum vegna aukinnar íbúatölu í ákveðnum borgarsvæðum. Fyrirkomulag á læknavali er þannig, að borginni er skipt í hverfi með ákveðinni tölu lækna. Venjulega munu vera um 18 læknar í hverju hverfi, og er sjúklingum heimilt að velja þann lækni, sem þeim sýnist úr þeim hópi, en einnig er heimilt að velja lækni utan hverfisins, ef viðkomandi læknir samþykkir. Læknisþjónusta Utan Kaupmannahafnar er fólkinu skipt í áður- utan Kaup- nefnda flokka, A og B, en nokkuð frábrugðið mannaliafnar. greiðslufyrirkomulag gildir fyrir A-flokk. B-flokkur og einnig C-flokkur eru á endurgreiðslufyrirkomu- lagi svo sem í Kaupmannahöfn. Sjúkrasamlagslæknir fær fast gjald fyrir hvert númer í A-flokki, og er gjald þetta miklu lægra en í Kaupmannahöfn, en auk þess fær hann greiðslur frá sjúkrasamlagi fyrir unnin verk skv. umsaminni gjaldskrá. Læknir sendir reikninga fyrir störf sín til samlagsins, sem getur krafizt þess, að sjúklingur áriti reikninga læknis. Þann rétt nota sjúkrasamlögin yfirleitt ekki, heldur fylgjast með því, hvort hiut- fallið milli fastagreiðslu og aukagreiðslu sé innan eðlilegra marka. Venjulega er helmingurinn af launum lækna fastagjöld og hitt fyrir unnin verk. Raskist þetta hlutfall óeðlilega, er praxís viðkomandi heimilislæknis athugaður, t. d. hvort hann hafi einstök erfið tilfelli, sem auki störfin og geri reikningsupphæðina eðlilega hærri. Vaktafyrirkomulag er yfirleitt þannig, að heimilislæknar skipta með sér öllum vöktum, en fá fyrir þá vinnu sérstakar greiðslur fi á sjúkrasamlagi fyrir A-flokk, en endurgreiðslukerfið gildir fyrir B- flokk. Sérfræ'ði- f febrúar 1965 var gerður samningur um sérfræðilæknis- störf. hjálp utan Kaupmannahafnar. f meginatriðum er það svo, að sjúklingar í A-flokki fá allar greiðslur frá sjúkrasam- laginu og þurfa ekki að greiða lækni neitt, hins vegar er endur- greiðslufyrirkomulag fyrir fólk í B-flokki. Tilvísanir eru eftir ákveðnum reglum, og er fjöldi viðtala út á hverja tilvísun takmarkaður og mismunandi eftir því, hvaða sjúkdóma er um að ræða. Yfirleitt er gert ráð fyrir, að tilvísun gildi í mesta lagi fyrir sex viðtöl og verði ekki ^ndurnýjuð nema með sérstöku sam- komulagi við sjúkrasamlagið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.