Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 51

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 51
L Æ K N A B L A Ð I i) 21 unnin á skrifstofunni. Skrifstofan sér um útgáfu tveggja tímarita, sem eru á vegum læknafélagsins. Annað er vikurit, hitt ársfjórðungsrit og hvort tveggja ritað á finnsku. Læknisþjón- Þá voru teknar upp umræður um vandkvæði á læknis- usta dreif- þjónustu dreifbýlisins, tryggingamálum lækna og fleiru. býlisins. Þessum umræðum stjórnaði dr. Martti J. Karvonen, formaður finnska læknafélagsins. Var álit finnsku læknanna, að það, sem einkum fæli lækna frá hinum strjálbýlu héruðum, sé fagleg einangrun og frumstæð vinnu- skilyrði. Töldu þeir mjög mikilvægt, að tekinn yrði upp sá háttur, að þrír til fjórir læknar gætu starfað saman. Gert var þá ráð fyrir, að þeir gætu þjónað 15—20 þús. manns, að því er við kemur hinni ai- mennu læknisþjónustu. Þá var minnzt á, hvernig þessi vandamál hafa verið leyst í Rúss- landi, en þar er ungum læknum gert að skyldu að starfa tvö ár í strjál- býlisþjónustu, og geta þeir þá valið um þrjá staði. Til þess að gera þetta aðgengilegra fá læknarnir lengra leyfi og hærri laun en almennt gerist, og einnig fá þeir eftirlaun fyrr en aðrir menn í opinberri þjón- ustu vegna þessara starfa í dreifbýlinu. Norski fulltrúinn á fundinum taldi, að læknisþjónusta í strjái- býli í Noregi væri ekki lengur neitt vandamál. Það væri skylda í Noregi, að ungir læknar störfuðu þrjá mánuði í strjálbýli, en vel- flestar héraðslæknastöður væru nú skipaðar í Noregi. Þar væri gert mjög vel við héraðslækna bæði í launum og starfsaðstöðu. Allmikið var rætt um skort á heimilislæknum og almennum starf- andi læknum yfirleitt og talin nauðsyn að efla þennan þátt læknis- þjónustunnar. í þessu sambandi var rætt um menntun lækna. Talið var, að of mikil áherzla væri lögð á að undirbúa lækna undir sérnám og sjúkrahússtörf. Námið væri aðallega fólgið í vinnu á sjúkrahúsum, og flestir hneigðust því til þeirra starfa. Sumir töldu eðlilegt að gera almenn læknisstörf að sérgrein, og yrði þá krafizt fjögurra ára undir- búningsmenntunar, að nokkru leyti á sjúkrahúsum, en öðrum þræði við almenn læknisstörf. Var skoðun flestra á fundinum, að efling hópsamvinnu lækna myndi bezta ráðið til þess að skapa almennum læknum betri faglega og félagslega starfsaðstöðu; slíkt myndi auka virðingu fyrir stéttinni almennt. Finnsku Nokkuð var rætt um finnsku sjúkratryggingarnar, sjúkra- sem nú eru smám saman að taka gildi skv. lögum, fryggingarnar. sem samþykkt voru 4. júlí 1963. Eins og sakir standa, ná sjúkratryggingarnar ekki til læknisþjónustu utan sjúkrahúsa, en sá þáttur verður felldur inn í þær 1. janúar 1967. Er þá gert ráð fyrir, að tekið verði upp endurgreiðslu-fyrirkomulag og tryggingarnar greiði því sem næst 60% af almennum lækniskostnaöi utan sjúkrahúsa. Lyfjakostnaður er greiddur að fullu í sambandi við 27 alvarlega og langvinna sjúkdóma. Aðrar greiðslur lyfja eru yfirleitt með þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.