Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 55

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 55
L Æ K N A B L A Ð I Ð 25 anna. Enski fulltrúinn, dr. Ronald Gibson, taldi það ófrávikjanlega nauðsyn, að sjúklingar færu fyrst til heimilislæknis, sem vísaði þeiin til sérfræðings, þegar með þyrfti. Taldi hann það ósæmandi sérfræð- ingi að taka að sér störf skv. beinni ósk sjúklinga; við slíkar aðstæð- ur væru þeir oft að vinna almenn heimilislæknisstörf, sem heyra ekki undir sérgrein þeirra, vinnukraftur notaðist ekki á réttan hátt og þetta fyrirkomulag rýrði virðingu sérfræðinganna. Þessu sjónarmiði mót mæltu finnsku læknarnir algerlega og töldu það óhugsandi, að allir sjúklingar i Helsinki gætu leitað til fjögurra heimilislækna, áður en þeir sneru sér til sérfræðinganna. Um þetta urðu allmiklar umræð- ur, og kom í ljós, að fyrirkomulag á sérfræðivinnu er mjög mismun- andi. T. d. er sérfræðingum sums staðar í Þýzkalandi ekki leyft aó hafa neinar móttökur utan spítalanna; aftur á móti er sérfræðingum í Finnlandi ekki leyft að hafa neinar einkamóttökur á sjúkrahúsun- um sjálfum. Fyrir störf, sem þeir vinna á sjúkrahúsunum, fá þeir föst laun og mega ekki taka greiðslur fyrir neina vinnu, sem innt er af hendi innan veggja sjúkrahúsanna. Yfirleitt hafa sjúkrahúslækn- ar lokið störfum sínum milli kl. 14 og 15, en síðdegis vinna ílestir þeirra einhver störf á lækningastofum. Allmiklar umræður urðu um hópsamvjnnu lækna almennt. í fyrsta lagi, þar sem almennir læknar starfa saman, í öðru lagi samstarf sér- fræðinga einna og í þriðja lagi, þar sem hópurinn er biandaður af sérfræðingum og almennum heimilislæknum, svo sem nú tíðkast sums staðar í Svíþjóð. Fulltrúar frá hverju landi um sig skýrðu frá afstöðu sinni til hópsamstarfs og hvernig' fyrirkomulagi er háttað varðandi þetta at- riði í heimalandi þeirra. Enski fulltrúinn taldi, að hópsamstarf ætti eingöngu að vera fyrir almenna lækna. Sérfræðingar eigi að vinna a sjúkrahúsum, bæði fyrir spítalasjúklinga og aðra, sem til þeirra þurfa að leita. Með því að hafa hópsamstarf sérfræðinga utan spítal- ans er verið að flytja „outpatients-department“ spítalans út fyrir spít alann sjálfan. Norsku fulltrúarnir skýrðu frá samstarfi lækna og fyrirkomu- lagi sjúkratrygginga þar í landi. í Noregi er skyidu-sjúkratrygging, og allir hafa sama rétt í tryggingakerfinu. Aðalreglan er sú, að fólk hafi leyfi til að leita til þess læknis, er það óskar, og greiði læknis- hjálpina, en fái endurgreiðslur eftir reglum, sem opinberir aðiiar setja. Á stöku stað eru samningar milli lækna og sjúkrasamlaga, en yfirleitt eru ekki samningar milli lækna og trygginganna. Læknafélagið ákveður meðalgjaldskrá (normaltariff), og eítir þeirri gjaldskrá ákveður hið opinbera upphæðir endurgreiðslu fyrir ákveðin verk. Sérkennandi fyrir þetta fyrirkomulag er það, að þess- ir tveir aðilar, læknasamtökin og tryggingarnar, hafa samráð um geið gjaldskrár og endurgreiðsluskrár, svo að báðar eru jafnan endur- skoðaðar samtímis og gefnar út í sömu bók. Aðalreglan er sú, að allmikill munur er á gjaldskrá og endurgreiðslu í fyrsta og annað skipti, er sjúklingur kemur til læknis, en eftir þriðja viðtal endur- greiðir samlag að fullu. Sama gildir í þessu tilviki, hvort sem um er að ræða almennan lækni eða sérfræðing. Til þess að samlag endur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.