Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 55
L Æ K N A B L A Ð I Ð
25
anna. Enski fulltrúinn, dr. Ronald Gibson, taldi það ófrávikjanlega
nauðsyn, að sjúklingar færu fyrst til heimilislæknis, sem vísaði þeiin
til sérfræðings, þegar með þyrfti. Taldi hann það ósæmandi sérfræð-
ingi að taka að sér störf skv. beinni ósk sjúklinga; við slíkar aðstæð-
ur væru þeir oft að vinna almenn heimilislæknisstörf, sem heyra ekki
undir sérgrein þeirra, vinnukraftur notaðist ekki á réttan hátt og þetta
fyrirkomulag rýrði virðingu sérfræðinganna. Þessu sjónarmiði mót
mæltu finnsku læknarnir algerlega og töldu það óhugsandi, að allir
sjúklingar i Helsinki gætu leitað til fjögurra heimilislækna, áður en
þeir sneru sér til sérfræðinganna. Um þetta urðu allmiklar umræð-
ur, og kom í ljós, að fyrirkomulag á sérfræðivinnu er mjög mismun-
andi. T. d. er sérfræðingum sums staðar í Þýzkalandi ekki leyft aó
hafa neinar móttökur utan spítalanna; aftur á móti er sérfræðingum
í Finnlandi ekki leyft að hafa neinar einkamóttökur á sjúkrahúsun-
um sjálfum. Fyrir störf, sem þeir vinna á sjúkrahúsunum, fá þeir
föst laun og mega ekki taka greiðslur fyrir neina vinnu, sem innt er
af hendi innan veggja sjúkrahúsanna. Yfirleitt hafa sjúkrahúslækn-
ar lokið störfum sínum milli kl. 14 og 15, en síðdegis vinna ílestir
þeirra einhver störf á lækningastofum.
Allmiklar umræður urðu um hópsamvjnnu lækna almennt. í fyrsta
lagi, þar sem almennir læknar starfa saman, í öðru lagi samstarf sér-
fræðinga einna og í þriðja lagi, þar sem hópurinn er biandaður af
sérfræðingum og almennum heimilislæknum, svo sem nú tíðkast sums
staðar í Svíþjóð.
Fulltrúar frá hverju landi um sig skýrðu frá afstöðu sinni til
hópsamstarfs og hvernig' fyrirkomulagi er háttað varðandi þetta at-
riði í heimalandi þeirra. Enski fulltrúinn taldi, að hópsamstarf ætti
eingöngu að vera fyrir almenna lækna. Sérfræðingar eigi að vinna a
sjúkrahúsum, bæði fyrir spítalasjúklinga og aðra, sem til þeirra
þurfa að leita. Með því að hafa hópsamstarf sérfræðinga utan spítal-
ans er verið að flytja „outpatients-department“ spítalans út fyrir spít
alann sjálfan.
Norsku fulltrúarnir skýrðu frá samstarfi lækna og fyrirkomu-
lagi sjúkratrygginga þar í landi. í Noregi er skyidu-sjúkratrygging,
og allir hafa sama rétt í tryggingakerfinu. Aðalreglan er sú, að fólk
hafi leyfi til að leita til þess læknis, er það óskar, og greiði læknis-
hjálpina, en fái endurgreiðslur eftir reglum, sem opinberir aðiiar
setja. Á stöku stað eru samningar milli lækna og sjúkrasamlaga, en
yfirleitt eru ekki samningar milli lækna og trygginganna.
Læknafélagið ákveður meðalgjaldskrá (normaltariff), og eítir
þeirri gjaldskrá ákveður hið opinbera upphæðir endurgreiðslu fyrir
ákveðin verk. Sérkennandi fyrir þetta fyrirkomulag er það, að þess-
ir tveir aðilar, læknasamtökin og tryggingarnar, hafa samráð um geið
gjaldskrár og endurgreiðsluskrár, svo að báðar eru jafnan endur-
skoðaðar samtímis og gefnar út í sömu bók. Aðalreglan er sú, að
allmikill munur er á gjaldskrá og endurgreiðslu í fyrsta og annað
skipti, er sjúklingur kemur til læknis, en eftir þriðja viðtal endur-
greiðir samlag að fullu. Sama gildir í þessu tilviki, hvort sem um er
að ræða almennan lækni eða sérfræðing. Til þess að samlag endur-