Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 57

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 57
L Æ K N A B L A Ð IÐ 27 greiði sérfræðingsgjaldskrá, þarf almennur læknir að vísa sjúklingi til sérfræðings. Ef sjúklingur kemur án tilvisunar, endurgreiðir sam- lag einungis, eins og um hefði verið að ræða viðtal eða meðferð hjá almennum lækni. Á sunnu- og helgidögum og á nóttum frá kl. 19—8 hækka gjaldskrár og endurgreiðslur um 75%. Víða gera læknar og samlög með sér samkomulag um, að læknirinn taki aðeins greiöslu- hluta sjúklings af honum, en sendi síðan reikning til samlags fyrir þeim hluta, er það á að greiða. Skýrt var frá fyrirkomulagi læknahúsanna í Svíþjóð og fyrir- hugaðri þróun þeirra mála þar í landi. í Þýzkalandi er ekkert skipulagt hópsamstarf lækna varðandi almenna læknisþjónustu, og taldi þýzki fulltrúinn ekki líklegt, að það yrði tekið upp í náinni framtíð. Skýrt var í stórum dráttum fyrirkomulag á samvinnu lækna, sem fyrirhuguð er í Domus Medica í Reykjavík. Engar ákveðnar samþykktir voru gerðar, en fundarstjóri dró þær ályktanir í lokin, að hópsamstarf lækna sé að öllum líkindum framtíðarfyrirkomulag, sem framar öðru beri að hafa í huga, þegar leitað er að nýjum og betri leiðum til skipulagningar á almennri læknisþjónustu. Taldi hann, að mál þessi myndu þurfa að þróast um árabil, áður en ljóst yrði, hvaða fyrirkomulag væri hentugast, og þyrfti að sníða það eftir staðháttum í hverju landi um sig. Eftir fundinn var þátttakendum boðið að skoða Det förenade kliniska laboratoriet A. B., Helsinki 12, Frederikengatan 20 A. Þar eru lækningastofur fyrir 20—30 lækna, sem bæði stunda almennar lækningar og sérfræðistörf. Einnig eru þarna allrúmgóðar og vei búnar rannsóknastofur í blóðvatnsfræði, blóðfræði, klíniskri efna- fræði og sýklafræði. Starfsemi þessi fer fram í gömlu íbúðarhúsnæði, sem breytt hefur verið eftir föngum til þess að gera það nothæít fyrir þessa starfsemi. Einnig var fundarmönnum sýnd Dextra-klinikin, þ. e. lækningastöð sú, sem lýst var fyrr á fundinum. Um kvöldið voru fundarmenn gestir finnska læknafélagsins. Sjúkrahús. Sunnudagurinn 14. nóvember var notaður til þess að sýna okkur tvö ný sjúkrahús í háskólaspítalahverfi borg- arinnar í Mejlans, en þar eru yfir 3000 sjúkrarúm. Alls eru sjúkra- rúm í Finnlandi 56.912 eða 12.48 rúm á 1000 íbúa, þar með eru talin berklahæli og hressingarhæli. Almenn sjúkrarúm að meðtöldum rúmum fyrir geðsjúka eru 8.78 á 100 íbúa. Fyrst sáum við þriggja ára gamlan geislalækningaspítala, sem <— Forystumenn finnska læknafélagsins (Suomen Liiákariliitto) ásamt gestunum. Talið frá vinstri: Olavi Kilpinen (Finnlandi), Váinö Pensala, framkvæmdastjóri félagsins; Ronald Gibson (Englandi), Ilkka Váán- ánen varaformaður, Odd Bjercke (Noregi), P. O. Jensen (Danmörku), Martti J. Karvonen formaður, Páll Sigurðsson, Hans Öigaard (Svi- þjcð), Gerhard Larsen (Ncregi), Karl-Fr. Blom (Svíþjóð), Knud Christensen (Danmörku), Max Blumenthal (Finnlandi), Arinbjörn Kolbeinsson, W. Theopold (Þýzkalandi), Þórarinn Guðnason.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.