Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 61

Læknablaðið - 01.02.1966, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 31 Sjúkratryggingin endurgreiðir sjúklingum % þess gjalds, sem gjaldskrá hins opinbera ákveður, hvort sem reikningur læknisins er í samræmi við hana eða ekki. Lakartjánst Þá skal vikið nokkrum orðum að hlutverki og fyrir- og Lákarlius. komulagi hinna tveggja hlutafélaga, er nefnd voru Lákartjánst A/B og Lákarhus A/B. Læknafélagið á rúman helming hlutafjár beggja félaganna, eins og fyrr sagði, en einstakir læknar eiga hlutaféð að öðru leyti. Lákarhus hefur það hlutverk að reisa hús eða útvega leiguhús- næði undir lækningastarfsemi. Flest húsin í Stokkhólmi eru leiguhús, vegna þess að þar er ekki unnt að fá lóðir og bygginga- og lóðakostn- aður er félaginu ofviða. Utan Stokkhólms er hins vegar ætlunin að reisa hús sem víðast. Þegar staðsetning læknahúss er ákveðin, er tekið tillit til eftir- farandi atriða: að húsið sé staðsett, þar sem önnur þjónusta fer fram, svo sem í verzlanahverfi, og þá miðað við, að neðstu hæðir séu leigð- ar undir verzlanir; að samgöngur að húsinu séu greiðar og bílastæði næg, og loks, að nægilegur fjöldi fólks sé á því svæði, er húsið á að þjóna. Lákartjánst er hins vegar fyrirtæki, sem bæði sér um rekstur læknahúsanna og er þjónustufyrirtæki fyrir almenna lækna, þá sem starfa í læknahúsunum og aðra. Læknar, sem taka þátt í starfsemi Lákartjánst, eru nú um 200, þar af eru 60, sem starfa í læknahúsum, en gert er ráð fyrir, að þeim fjölgi mjög á næstu árum. Þeir læknar, sem starfa í læknahúsunum, eru ráðnir hjá Lákar- tjánst og þeim tryggð lágmarkslaun. Þeir geta orðið aðnjótandi ai- mennra lífeyrissjóðsréttinda. Félagið sér um allan rekstur lækna- húsanna og skapar læknum þar þau starfsskilyrði, er þeir óska eftir. Allar tekjur af lækningastarfseminni ganga til félagsins, og það sér um allt reikningshald og greiðslur. Þegar kostnaður af rekstri hvers læknis hefur verið reiknaður, fær hann bónus til viðbótar föstum launum í hlutfalli við það, sem inn hefur komið fyrir hans störf. All- ir læknar í læknahúsunum hafa meira en lágmarkstekjur. Beri rekstur einhvers læknis sig ekki, getur félagið sagt honum upp eftir árið. Öll starfsemin í læknahúsunum hefur verið skipulögð frá því sjón- armiði, að tími læknanna og öll tæki nýtist sem bezt og sem minnsta aðstoð þurfi að kaupa; í stuttu máli þannig að fullnýta allt, sem til er keypt, án þess að spara. Gjald læknis fyrir að vera félagi i Lákartjánst er nú 75 sænsk- ar krónur á mánuði og 1% af rekstri læknisins. Flestir læknar greiða nú um 1800 til 2000 kr. á ári fyrir þessa þjónustu. Fyrirtækið sér um allt bókhald fyrir læknana, ekki aðeins það, er viðkemur starfinu, heldur einnig þeirra einkabókhald, og kemur fram sem launagreið- andi læknanna gagnvart skattayfirvöldum. Af þessum sökum njóla þessir læknar annarra kjara um skattafrádrátt en aðrir, svo sem í sambandi við ferðir á læknaþing, afskriftir af tækjum og húsmunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.