Læknablaðið - 01.02.1966, Side 69
I. Æ KNABLAÐIÐ
39
vernd íbúanna (bólusetningar, eftirlit með vanfærum konum, ung-
börnum o. s. frv.). Þá eru í þessum heilsugæzlustöðvum einnig tann-
læknadeildir.
Á járnbrautarstöðinni tók á móti okkur kona, sem hefur það
starf með höndum að greiða fyrir gestum, er koma til að skoða borg-
ina, og þeir virðast vera margir, enda er Harlow ólík flestum bæjum
í Bretlandi og skipulagið að mörgu leyti til fyrirmyndar.
Við skoðuðum tvær heilsugæzlustöðvar, og var önnur þeirra hin
fyrsta, sem sett var á stofn í borginni, opnuð 1955, og heitir Nuffield
House. Þar unnu fjórir heimilislæknar og höfðu á skrám sínum um
12 þúsund íbúa. Þeir sáu einnig um heilsuverndardeildina með að-
stoð hjúkrunarkvenna, en engir sérfræðingar unnu við þessa stöð.
Læknarnir höfðu tvo tveggja og hálfrar klukkustundar viðtals-
tíma, annan fyrir hádegi og hinn venjulega milli klukkan 16 og 18.30
eða 18 og 20.30. Öll viðtöl voru samkvæmt pöntunum fyrirfram, sem
ritarar stöðvarinnar tóku á móti. Læknarnir skiptu með sér vöktum,
þannig að hver þeirra var á vakt fjórðu hverja nótt og fjórðu hverja
helgi.
Læknarnir hafa sameiginlega skrifstofuhjálp, en hjúkrunarkon-
urnar aðstoða þá ekki á lækningastofunum, heldur vinna eingöngu í
heilsuverndardeildinni. Spjaldskránni er þannig fyrirkomið, að hver
sjúklingur á þarna umslag, þar sem geymdar eru upplýsingar urn
heimsóknir hans í stöðina ásamt fylgiskjölum um sjúkrahúsvist,
röntgenmyndir, rannsóknir o. s. frv.
Þegar sjúklingur kemur í biðstofuna, sem er allstór, enda sam-
eiginleg fyrir lækningastofur, heilsuvernd og tannlækna, finnur skrif-
stofustúlkan umslag hans í spjaldskránni og afhendir lækninum það,
um leið og sjúklingurinn kemur inn til hans, en sjúklingurinn fær
aldrei umslagið sjálfur í hendurnar. Ef sjúklingur skiptir um lækni,
eru þessar spjaldskrár sendar eftir ákveðnum leiðum til nýja lækn-
isins, jafnvel milli landshluta.
Hver læknir hefur sæmilegt viðtalsherbergi, um 3X4 m á stærð,
og er í því skoðanabekkur, en auk þess hefur hann til umráða lítið
skoðunarherbergi, um 1.7X3-5 m og getur þannig sinnt tveimur sjúkl-
ingum samtímis. Skoðanabekkirnir voru einfaldir að gerð, smíðaðir úr
tré og ofan á þeim var ullarteppi.
Þá heimsóttum við aðra stöð, sem heitir Lister House. Fyrirkomu-
lag var þar mjög svipað, en húsakynni voru ný og nokkru rúm-
betri. Þar unnu tveir læknahópar og höfðu viðtalstíma á morgn-
ana án fyrirframpantana, en síðari hluta dags viðtal með pöntuðurn
tímum eingöngu. Læknarnir sögðust venjulega fá til viðtals 20—30
sjúklinga á dag hver, en stundum fleiri.
í báðum þessum stöðvum var okkur sagt, að meðalvitjanafjöldi
hvers læknis væri 10 á dag.
í aðalverksmiðjuhverfinu er eins konar lækningamiðstöð, þar sem
læknar starfa venjulega eina klukkustund á dag, en einnig koma þang-
að sérfræðingar í ýmsum greinum einu sinni eða tvisvar í viku.
Þessi stöð er aðallega rekin af hjúkrunai’konum, sem eru þarna
tvær samtímis og skipta með sér vöktum, vinna aðeins nokkurn hluta