Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 69

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 69
I. Æ KNABLAÐIÐ 39 vernd íbúanna (bólusetningar, eftirlit með vanfærum konum, ung- börnum o. s. frv.). Þá eru í þessum heilsugæzlustöðvum einnig tann- læknadeildir. Á járnbrautarstöðinni tók á móti okkur kona, sem hefur það starf með höndum að greiða fyrir gestum, er koma til að skoða borg- ina, og þeir virðast vera margir, enda er Harlow ólík flestum bæjum í Bretlandi og skipulagið að mörgu leyti til fyrirmyndar. Við skoðuðum tvær heilsugæzlustöðvar, og var önnur þeirra hin fyrsta, sem sett var á stofn í borginni, opnuð 1955, og heitir Nuffield House. Þar unnu fjórir heimilislæknar og höfðu á skrám sínum um 12 þúsund íbúa. Þeir sáu einnig um heilsuverndardeildina með að- stoð hjúkrunarkvenna, en engir sérfræðingar unnu við þessa stöð. Læknarnir höfðu tvo tveggja og hálfrar klukkustundar viðtals- tíma, annan fyrir hádegi og hinn venjulega milli klukkan 16 og 18.30 eða 18 og 20.30. Öll viðtöl voru samkvæmt pöntunum fyrirfram, sem ritarar stöðvarinnar tóku á móti. Læknarnir skiptu með sér vöktum, þannig að hver þeirra var á vakt fjórðu hverja nótt og fjórðu hverja helgi. Læknarnir hafa sameiginlega skrifstofuhjálp, en hjúkrunarkon- urnar aðstoða þá ekki á lækningastofunum, heldur vinna eingöngu í heilsuverndardeildinni. Spjaldskránni er þannig fyrirkomið, að hver sjúklingur á þarna umslag, þar sem geymdar eru upplýsingar urn heimsóknir hans í stöðina ásamt fylgiskjölum um sjúkrahúsvist, röntgenmyndir, rannsóknir o. s. frv. Þegar sjúklingur kemur í biðstofuna, sem er allstór, enda sam- eiginleg fyrir lækningastofur, heilsuvernd og tannlækna, finnur skrif- stofustúlkan umslag hans í spjaldskránni og afhendir lækninum það, um leið og sjúklingurinn kemur inn til hans, en sjúklingurinn fær aldrei umslagið sjálfur í hendurnar. Ef sjúklingur skiptir um lækni, eru þessar spjaldskrár sendar eftir ákveðnum leiðum til nýja lækn- isins, jafnvel milli landshluta. Hver læknir hefur sæmilegt viðtalsherbergi, um 3X4 m á stærð, og er í því skoðanabekkur, en auk þess hefur hann til umráða lítið skoðunarherbergi, um 1.7X3-5 m og getur þannig sinnt tveimur sjúkl- ingum samtímis. Skoðanabekkirnir voru einfaldir að gerð, smíðaðir úr tré og ofan á þeim var ullarteppi. Þá heimsóttum við aðra stöð, sem heitir Lister House. Fyrirkomu- lag var þar mjög svipað, en húsakynni voru ný og nokkru rúm- betri. Þar unnu tveir læknahópar og höfðu viðtalstíma á morgn- ana án fyrirframpantana, en síðari hluta dags viðtal með pöntuðurn tímum eingöngu. Læknarnir sögðust venjulega fá til viðtals 20—30 sjúklinga á dag hver, en stundum fleiri. í báðum þessum stöðvum var okkur sagt, að meðalvitjanafjöldi hvers læknis væri 10 á dag. í aðalverksmiðjuhverfinu er eins konar lækningamiðstöð, þar sem læknar starfa venjulega eina klukkustund á dag, en einnig koma þang- að sérfræðingar í ýmsum greinum einu sinni eða tvisvar í viku. Þessi stöð er aðallega rekin af hjúkrunai’konum, sem eru þarna tvær samtímis og skipta með sér vöktum, vinna aðeins nokkurn hluta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.