Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 73

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 73
LÆ K N A B L A Ð IÐ 41 fyrir rannsóknastöðina. Að meðaltali koma 30 sjúklingar á stöðina á dag. Á röntgendeildinni vinnur enginn læknir, og er því starfssvið hennar mjög takmarkað. Rannsóknastofan sér um þvagrannsóknir, blóðmeinarannsóknir og einstaka einfaldar meinefnarannsóknir, en allar flóknar rannsóknir af því tagi verður að senda á ,,central-laboratorium“. í stöð þessari er líka fundaherbergi fyrir lækna, og er það öðrum þræði notað sem lestrarsalur og hafa læknarnir þar aðgang að nokkr- um tímaritum. Almennir heimilislæknar halda þarna stundum fundi, gjarnan um miðjan daginn, og borða þá hádegisverð á staðnum. Læknasamstarf 19. nóvember fórum við til Winchester í Suður- í Winchester. Englandi og skoðuðum þar lækningastöð, sem fimm læknar reka fyrir eigin reikning og án opinberrar aðstoðar. Þeir eru allir almennir heimilislæknar, og fræddi dr. Ronald Gibson okkur um störf þeirra, en hann er forsvarsmaður hópsins og aðalframkvæmdamaður. Sagði hann, að leyfilegt væri að hafa 3500 sjúklinga, svo sem annars staðar, en þeir teldu það allt of háa tölu. svo að unnt væri að sinna starfinu sómasamlega, og hefðu þeir ákveð- ið að takmarka sjálfir töluna við 2000. Brezka tryggingakerfið væri raunar þannig, að því meira sem læknarnir gerðu fyrir sjúklinga sína, því minna bæru þeir úr býtum. Þó bjóst hann við, að á þessu yrðu breytingar, jafnvel á næsta ári, þannig að læknar fengju greiddan kostnað við húsnæði, laun aðstoðarstúlku o. fl. Læknarnir í þessari stöð hafa tvo viðtalstíma, annan fyrir há- degi, venjulega 2—214 klukkustund, og hinn síðar um daginn. Öll við- töl eru pöntuð fyrirfram, og áætla læknarnir mismunandi tíma fyrir sjúklingana, stytzt 5 mínútur handa þeim, sem hafa komið oft áður, en 15 mínútur eða meira fyrir þá, sem koma í fyrsta sinni. Flestir læknar, sem við töluðum við, bæði í þessari lækninga- stöð og víðar, töldu hæfilegt fyrir venjulegan heimilislækni að afgreiða 8—10 sjúklinga á klukkutíma, en þó vissu þeir til, að sums staðar, eink- um í Norður-Englandi, þar sem læknaskortur er mikill og læknar verða að hafa fulla tölu eða jafnvel meira, væri gert ráð fyrir 15—20 sjúkl- ingum á klukkustund og væru tímar þá að sjálfsögðu ekki pantaðir. Dr. Gibson sagði, að árlega væri greitt eitt sterlingspund fyrir sjúkling fyrir venjulega heimilislæknisþjónustu, en einnig sinntu læknarnir eftirliti með mæðrum og ungbörnum, bólusetningum, fang- elsis- og skólalækningum og fengju aukagreiðslur fyrir allt slíkt. Þessi læknahópur vinnur ekkert á sjúkrahúsum, en á auðvelt með að leggja sjúklinga inn, ef með þarf. Einnig er auðvelt að fá sérfræð- inga til að líta á sjúklinga í heimahúsum eða skoða þá í „out-patients“- (Jeildum spítalanna. Dr. Gibson minntist á, að lítils háttar einkalækningastörf ættu sér stað, þannig að sjúklingar bæðu um viðtal við lækni og tækju fram, að þeir væru ekki á skrá. Undir þeim kringumstæðum væri venjulega veittur ríflegur tími og tekin eitt til tvö pund fyrir við- talið, en fjögur til fimm pund fyrir vitjun, og mun það vera svipað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.