Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 25

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 101 SVEINN PÉTURSSON AUGNLÆKNIR Hinn 8. febrúar 1966 andaðist í Reykjavík Sveinn Pétursson augnlæknir. Hann var fæddur í Reykjavík 22. desember 1905 og því nýlega orðinn 60 ára, er hann dó. Hann var af góðu bergi brot- inn í báðar ættir. Faðir hans Pét- ur Breiðfjörð Konráðsson átti ætt sína að rekja til Konráðs læknis bróður Gísla fræðimanns Kon- ráðssonar, og móðir lians, Guð- ríður Sveinsdóttir, prests í Ás- um í Skaftafellssýslu Eiríksson- ar, var alsystir þeirra bræðra Gísla Sveinssonar sýslumanns og Páls menntaskólakennara og þeirra systkina. Sveins nafnið í ætt þessari er komið frá Sveini lækni Pálssyni. Var Sveinn augn- læknir fjórði maður frá Sveini lækni og þess vegna afkomandi Bjarna landlæknis Pálssonar. Sveinn var að nokkru levti tekinn í fóstur af hinni mætu merkiskonu Sigurbjörgu Þorláksdóttur, systur Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra, og dvaldist bjá henni öll skólaárin. Sveinn lauk stúdentsprófi í Revkjavik vorið 1926 og prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands veturinn 1932. Hann fór fljót- lega eftir prófið lil Danmerkur og vann á sjúkrahúsum í Kaup- mannahöfn í eitt ár og fór bá til sérnáms i augnlækningadeild Kommunespítalans og vann þar i tvö ár undir handleiðslu hins ágæta kennar og læknis Ejlers Holm prófessors. Um tíma var Sveinn staðgengill hans við almenn augnlækningastörf og sömu- leiðis stuttan tima við slík störf í Árósum. Hingað heim kom Sveinn svo að afloknu námi árið 1935 og starfaði hér í Reykjavik til dauðadags. Sveinn kvæntist árið 1932 Jóhönnu Sigurðardóttur, brunamála-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.