Læknablaðið - 01.06.1966, Side 28
104
LÆKNABLAÐIÐ
orsakir sjúkdómsins urðu kunnar, og þá einkum, eftir að tekin
var upp bólusetning við mænusóttinni.
Efni þessarar greinar er yfirlil yfir rannsóknir ó mænusótt-
arveirum og mótefnum gegn mænusótt í ýmsum hópum fólks,
bæði eftir mænusóttarfaraldurinn síðasta 1955 og eftir bólusetn-
ingu þá, sem bér liefur verið framkvæmd siðustu 10 árin. Þessar
athuganir voru gerðar i tilraunastöðinni að Kelduin árin 1956
—1965. Aður en skýrt verður frá niðurstöðum þeirra, verður
rakinn ferill mænusóttar á Islandi frá aldamótum til ársloka
1965.
Drepið verður á helztu rannsóknaraðferðir við ræktun og
greiningu mænusóttarveirna og mælingar á mótefnum gegn
þeim.
Mænusótt á íslandi 1S00—1965
Árið 1948 birti Júlíus Sigurjónsson prófessor í Læknablað-
inu mjög rækilega og athyglisverða grein um mænusótt á Islandi
árin 1901—1947. 4 Júlíus getur mænusóttarfaraldra árin 1904—
1905, 1914—1915, 1924, 1935—1936 og 1945—1947. Lýsir hann
útbreiðslu þeirra og gangi í einstökum héruðum, árstíðasveiflum
sjúkdómsins hér og smitleiðum, eftir því sem hægt er að álvkta
af skráðum heimildum. Júlíus telur árstíðasveiflur sjúkdóms-
ins stærri hér en annars staðar þekkist og telur mænusóttina ekki
eins fastbundna við haustmánuðina hér og hún er víðast livar ann-
ars staðar. Einnig telur hann snertismitun frá þeim, sem bera veir-
una í hálsi, eiga ríkari þátt í útbreiðslu sjúkdómsins en smitun
frá saur. Er þessi skoðun nú ríkjandi þar, sem þrifnaður er á
líku stigi og hér. Skömmu seinna birtir Júlíus grein um fvrsta
mænusóttarfaraldurinn á íslandi. 5
Síðan 1947 hefur gengið hér einn stór mænusóttarfaraldur,
faraldurinn 1955."’ 7 1. tafla sýnir skráningu mænusóttar i Heil-
brigðisskýrs’um 1945—1965. Við 1. töflu er það að athuga, að
Akureyrarveikin 1948—1949 og 1956 er skráð í skýrslurnar sem
mænusótt. Fyrsta faraldrinum af Akureyrarveiki árin 1948—1949
var rækilega lýst árið 1950 af þeim læknum, sem unnu saman
að rannsóknum á þessum áður óþekkta sjúkdómi. 8 I grein sinni
telja þessir höfundar 488 sjúklinga í Akureyrarhéraði. Líklega
iiafa 206 sjúklingar á Isafirði 1949 og 155 sjúklingar á Sauðár-
króki 1948—1949 haft Akureyrarveiki, en ekki mænusótt, svo
að tölur um mænusótt frá þessum árum ber að taka með þeim
fyrirvara, að Akureyrarveikin hækkar þær verulega. I lok mænu-