Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 51

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 125 eða minna heilum nýrnavef á milli. Möguleikar eru jafnvel á, að þeir nýrungar (nephron), sem óskemmdir eru, geti skilað aukn- um afköstum. Við hverja nýja sýkingu eyðast hins vegar fleiri og fleiri nýrungar og ummyndast í bandvef. Við það minnkar sífellt starfshæfni nýrnanna, auk þess sem örvefurinn hefur önn- ur skaðleg áhrif (Goldhlatt’s effect) og leiðir að lokum til nýrna- bilunar. 'Sýkingin er í fyrstu mest bundin við þekjuna í nýrna- skálum, síðan litfærsluganga nýrnanna, en brýzt loks inn í síurnar (glomeruli). Við glomerulonephritis eru liins vegar allir nýrungar álíka undirlagðir, meðan sjúkdómsins gætir. Þarna er grundvallar- mismunur á, sem nauðsyn er að hafa í huga til að skilja lífeðlis- fræði sjúkdómsins og marka jákvæða afstöðu til lækningaaðgerða. Um þessar mundir eru liðin rúm 140 ár, síðan enski læknirinn Richard Bright lýsti fyrstur manna langvinnri nýrnabólgu, sem lrægt er orðið. Síðan hefur sjúkdómurinn verið tengdur nafnihans í enskumælandi löndum, Bright’s disease. Óteljandi ritgerðir hafa síðan verið birtar um glomerulonephritis, þó að allt það starf hafi enn lítið hagnýtt gildi. En gagnvart pyelonephritis hefur jafnan i íkt meira tómlæti. Mönnum hefur á annan lióginn hætt til að líta á sjúkdóminn sem meinlausan kvilla (sjúklingarnir hafa cystitis eða pyelitis einkenni) eða á hinn bóginn sem vonlausan og ólækn- andi, jjegar komið er á stig nýrnabilunar. Hvort tveggja er al- rangt, og fyrsta skilvrði til jákvæðra vinnuln-agða er að losa sig við þennan hugsanagang. Nú er vitað, að endurteknar þvagfæra- sýkingar, með cystitis og pyelitis einkennum, leiða til langvarandi nýrnaskemmda, ef ekki er að gert, en jafnvel þótt orðin sé nýrna- bilun, er ekki víst, að orustan sé töpuð. Því til sönnunar má benda á rannsókn frá spítala í Praha. Þar voru athugaðir sjúklingar með pvelonephritis frá árabilinu 1951—1955, og létust 29.1% þeirra af völdum nýrnabilunar, en næstu jjrjú árin þar á eftir, er ákveðn- ari lækningaaðgerðum var beitt, var dauði vegna þvágeitrun- ar mjög sjaldgæfur. Það er í jjessu efni eins og víðar, að skilyrði til árangurs er að líta ekki á neina baráttu sem fyrirfram von- lausa, en slík uppgjafarstefna hefur verið um of ríkjandi gagnvart pyelonephritis. Menn eru nú yfirleitt sammála um. að til ])ess að sýking nái að festast i nýrum, jmrfi tvö meginskilyrði: 1) sýklamengað þvag (bacteriuria), 2) truflun á þvagrennsli. Undanfarna áratugi hefur álit manna verið mjög á reiki um það, hvernig jjetta gerist. Aðallega hefur verið um það deilt,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.