Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 61

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 61
LÆKN ABLAÐIÐ 133 línur um, hvenær skuli röntgenrannsaka og hvaða rannsóknarað- ferðum skuli beitt. Röntgenrannsóknin getur beint sjúkdómsgreiningunni á rétta braut, en oft er það einnig, að litlar eða engar breytingar sjást við röntgenrannsókn, og fyrir kemur furðulegt misræmi á klínisku ástandi sjúklingsins og niðurstöðum röntgenrannsókna. Val rannsóknaraðferða og mat þeirra er þannig nokkuð háð stigi sjúkdómsins. Klíniskt er ógerlegt að gera sér grein fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins í nýrnavef, þeim form- og vefjabreytingum, er hann kann að hafa valdið á nýrunum sjálfum og jjvagfærum að öðru leyti, og enn fremur öðrum (komplicerandi) vefjabreytingum, er fram koma á nýrum og þvagfærum, svo sem steinmyndanir, nephrocal- cinosis, papillær necrosis, þrengslum á þvagálum og breytingum i ])löðru eftir langvarandi eða afturhverfandi bólgur. Þar sem klínisk sjúkdómsgreining pyelonepbritis er ótvíræð, eru röntgenrannsóknir mikilvægar við ákvörðun meðferðar og einnig til þess að fylgjast með árangri af meðferð og framvindu sjúkdómsins. Vil ég þar einkum til nefna afmarkaðar sjúkdóms- breytingar í nýrnavef, sem aðgengilegar væru skurðaðgerð; ífar- andi bólgubreytingar í þvagblöðru, er valda vöðvabilun í trig- onumsvæði blöðrunnar og l)akflæði (reflux) í þvagálum, sem er einkum algengt bjá börnum, en þar má telja hvarf slíks bakflæðis gott einkenni um, að tekizt bafi að yfirbuga sýkingu. Hér er ekki kennslustund í röntgengreiningu á pyelonepbritis, og verður því aðeins drepið á helztu rannsóknaraðferðir og al- gengustu röntgeneinkenni. Yfirlitsmyndir veita okkur upplýsingar um stærð nýrnanna; hvort fyrir hendi séu staðliundnar örmyndanir eða almenn rýrnun nýrnavefjar og skorpnun nýrans, enn fremur um steinmyndanir í nýrnavef. á papillum, eða annars staðar í þvagfærum. Auk yfirlitsrannsóknar ber alltaf, jiegar því verður við kom- ið, að gera urografi með inndælingu skuggaefnis. Sú rannsókn veitir okkur góða bugmynd um starfrænt ástand nvrnanna og jafnvel einstakra hlula jieirra. enn frennir mikilvæg- ar upplýsingar um morfologiskt ástand nýrnavcfjarins og annarra hluta þvagfæranna. Slagæðarannsókn með skuggaefnum (renal angiografia) gef- ur miög fullkomna mynd af ástandi vefiarins, sem er sérlega mik- ils virði í pyelonephritis við mat á staðbundnum brevtingum, er kynnu að vera aðgengilegar fyrir resectio partialis. Enn fremur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.