Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 62

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 62
134 LÆKNABLAÐIÐ fást mjög nákvæmar upplýsingar um örmyndanir, bæði á yfirborði og inni í nýmavef, en í síðara tilvikinu sjást bæði lokanir á æða- greinum og aflagnir á þeim. Vöðvasamdrætti og vídd nýrnaskjóðu og þvagála má með nokkurri vissu meta á urografi, en örugglega með röntgenkvik- myndun eftir inndælingu skuggaefnis. Af öðrum röntgenrannsóknum vil ég aðeins minna á lungna- rannsókn. Lungnalopi, bæði meðan sjúkdómurinn er bráður og eins þegar hann er á afturhvarfsstigi getur látið lítið yfir sér klíniskt, og lungnamynd er ávallt mjög gotl bjálpargagn við mat á vökvajafnvægi líkamans í öllum tegundum nýrnaskemmda. Enn fremur er vert að minnast binna svonefndu uræmisku lungna- infiltrata, sem raunar eru staðbundin bjúgfyrirbæri. Ég vil ekki skilja svo við greininguna, að ekki sé rétt drepið á tvær rannsóknaraðferðir, sem eru nátengdar röntgengreining- unni, en heyra þó ekki beint undir bana. Ég á þar við renografiu og renal scintigrafiu með geislavirkum efniun, venjulega hippuran. Árangur rannsókna á notkun renal scintigrafiu í greiningu á pyelonephritis bendir eindregið í þá átt, að hér sé um rannsóknar- aðferð að ræða, sem auðveld er í framkvæmd og veitir mikilvægar upplýsingar, bæði um staðsctningu og virkni ljólgusvæða og um starfrænt ástand mismunandi hluta nýrnavefjarins. Éins og greinilega hefur komið fram bér á undan, er einkenna- lítill pyelonephritis svo algengt fyrirbæri, að röntgenlæknirinn verður ávallt að hafa þann sjúkdóm í huga við allar þvagfæra- rannsóknir. Röntgengreiningin við pyeloneptiritis er marglirotin, en þeim mun bugþekkara viðfangsefni er að glíma við hana. S. M.: MEÐFERÐ PYELONEPHRITIS Þótt pyelonephritis sé umræðuefnið í kvöld, mun ég fjalla um meðferð þvagfærasýkinga almennt. Pyelonepbritis verður þar ekki aðskilinn vegna augljósra tengsla, eins og fram befur komið í fyrri erindum. Takmark meðferðar þvagfærasýkinga er að útrýma sýklum varanlega úr þvagfærum. Talning sýkla í þvagi leiðir bezt í ljós, hvort þessu marki hefur verið náð. Sem betur fer, tekst ])að í flestum nýjum tilfellum sjúkdómsins, það er, þegar um iiyeloneph- ritis acuta er að ræða, en því láni er ekki að fagna við meðferð á pyclonepliritis chronica.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.