Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 64

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 64
136 LÆKNABLAÐIÐ 2. Sýklar hverfa úr þvagi, meðan á meðferð stendur, en koma aftur í ljós, þegar henni lýkur. 3. Upprunalegu sýklarnir hverfa að fullu, en nýir koma i staðinn. Ef ekki hefur tekizt að útrýma sýklunum, heldur aðeins að bæla þá niður (sbr. 2. lið hér að ofan), hafa þeir í flestum tilfell- um náð fyrri f jölda innan liálfs mánaðar frá því, að meðferð lauk. Hér er því sýklatalning endurtekin og meðferð hafin að nýju, ef þörf krefur. Oftast er hetra að velja annað lyf í samræmi við næmi sýklanna, því að reynslan sýnir, að annar „kúr“ með sama lyfi í sama tíma og áður er ekki líklegur til þess að verða árang- ursríkari en í upphafi. Fyrir sex til sjö árum setti Kass fram þá kenningu, að með- ferðin á pyelonephritis chronica skyldi miðuð við það að uppræta bacteriuria, þar sem hún héldi sýkingunni á nýrnavefnum við. Ef hún væri stöðvuð, rofnaði vítahringurinn, bacteriuria—pyelonepli- ritis—bacteriuria, og nýrun losuðu sig við sýklana, sem þar væru. I kjölfar þessarar kenningar kom notkun möndlusým og mandelamins og jafnvel annarra lífrænna sýrna eins og hestasýru (hippuric acid) með eða án lyfja, sem lækka sýrustig jjvagsins t. d. methionine. Gildi þessara lyfja hefur minnkað upp á síðkastið, því að þeirri kenningu hefur vaxið fylgi, að betra sé að nota lyf, sem eru virk í vefjunum og ná því einnig til sýklanna þar. Lyf er valið eftir næmisprófi og meðferð haldið áfram jafnvel mánuðum saman eða lengur, ef þörf krefur. Nitrofurantoin eða súlfalyf eru gjarnan valin, ef sýklarnir eru næmir fyrir þeim, að öðrum kosii önnur lyf eftir næmisprófi. Að jafnaði her að velja það lyf, sem minnstum fylgikvillum veldur, og forðast í lengstu lög að nota t. d. chloramphenicol eða lyf, sem valda nýrnaskemmdum, svo sem kanamycin og skyld lyf, ef völ er á öðrum. Hve lengi á að halda áfram í hverju tilfelli, veit raunar enginn. I tiltölulega nýjum tilféllum, sem hafa aldrei verið meðhöndluð Iengur í einu en eina iil tvær vikur, væri engin goðgá að stöðva meðferð eftir f jórar til sex vikur og athuga, hvað gerist. Ef slík meðferð dugar ekki, verður að halda áfram lengur og halda ])vagi hreinu í minnst þrjá mánuði, áður en reynt er að hætta meðferð. Allan tímann skal rækta frá þvagi, því að sífellt má bú- ast við ónæmum afbrigðum upprunalegu sýklanna eða, að ónæm- ir sýklar, sem voru fyrir, en í litlum fjölda, nái sér á strik, eða, að sjúklingar sýkist með nýjum ónæmum sýklum. j

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.