Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ
211
Ef um meiri háttar eitranir er að ræða, koma einnig í ljós
einkenni um lifrar- og nýmaskemmdir. Einkenna þessara verður
[)ó sjaldnast vart fyrr cn eftir einn til tvo daga eða jafnvel enn
síðar (Moeschlin 1965). Hafi sjúklingarnir andað að sér tetraklór-
metangufum, koma enn l'remur oftast fram áberandi einkenni um
sjúkdóma í öndunarfærum, sbr. sjúklinga I og XI. Slíkra einkenna
verður þó einnig vart, enda þótt sjúklingarnir hafi drukkið tetra-
klónnetan. Hardin (1954) liélt því jafnvel fram, að lungnabjúgur
væri oltast bein orsök dauða af völdum tetraklórmetans. Þessu
til styrktar má benda á, að líkur eru til jiess, að lungnabjúgur
liafi valdið allmiklu um dauða sjúklings X, cn hann lézt, eftir að
hafa drukkið tetraklórmctan í misgripum fyrir bjór. Því ber ætíð
að vera á verði gegn lungnabjúg, þegar um tetraklórmétaneitranir
cr að ræða. Hardin gat þess enn fremur í yfirlitsgrcin sinni, að
tetraklórmetan gæti einnig valdið skemmdum í ýmsum öðrum
líffærum, t. d. í heila, brisi og nýrnahettum. Dvorácková (1963)
befur síðan staðfest, að tetraklórmetan getur valdið alvarlegum
skemmdum í brisi og nýrnahettum. I jicssu sambandi má og geta,
að niðurstöður nýrra tilrauna með tetraklórmetan í rheSusöpum
benda til bess, að efnið geti valdið taugaskemmdum (Johnslon el
al. 1966).'
1 sjúkraskýrslum cr getið um 'pvagþurrð eða þvagleysi lijá sjö
þeirra sjúklinga, er veiktust af tctraklórmetaneitrun (111, IV, V,
VI, VII, X og XI), og um gulu hjá sex (I, III, IV, V, VI og X) (sjá
tcxta).
Heimildir eru af mjög skornum skammti um sjúklinga
i! og IX, en þeir létust, áður cn þeir komust undir læknis-
hendur. Réttarkrufning staðfesti hins vegar, að báðir hefðu
þessir sjúklingar verið með alvarlega Hfrarskemmd, cr þeir
létust. Um sjúkling VIII gildir, að hann hafði varla önnur
sjúkdómseinkenni en uppsölu, svo sem áður er drepið á. Af
þessu má því ljóst vera, að tíu af ellefu sjúklingum í sal'ni okk-
ar hafa verið með alvarlega tetraklórmetaneitrnn. Gleggst sést
þetta raunar af því, að fimm þcssara sjúklinga dóu, en hinir
fimm, er af lifðu, dvöldust að meðaltali 32 daga í spítala (sbr. 1.
töflu). Niðurstöður meinefnafræðilegra rannsókna studdu og ein-
dregið, að uíii áberandi lifrar- og nýrnaskemmdir hafi verið að
ræða hjá átta þessara sjúklinga, þ. c. a. s. hjá öllum þeim, er tök
voru á að rannsaka (1. tafla). Þá staðfestu meinafræðilegar rann-
sóknir, að mjög verulegar skcmmdir voru í nýrum og lifur frá
s.júklingum VI, X oö XI. 1. oa 2. mvnd leiða þannig í ljós skcmmd