Læknablaðið - 01.10.1966, Qupperneq 61
L Æ K N A B L A Ð I Ð
Eggert Ásgeirsson er fulltrúi við
borgarlæknisembættið í Reykja-
vík. Hann stundaði nám í heil-
brigðiseftirliti í Svíþjóð 1955—56.
Hann hefur og kynnt sér heil-
brigðisfræðslu og heilbrigðis-
stjórnsýslu í Bandaríkjunum.
í grein þessari setur hann fram
skoðanir sínar um heilbrigðismál,
en ekki borgarlæknisembættisins.
Eggert Ásgeirsson:
UM HEILBRIGÐISMÁL
Aðalatvinnuvegir íslendinga, fiskveiðar og landbúnaður, eru
matvælaframleiðsla. Er efnahagsástand landsins að verulegu leyti
komið undir því, hvernig útflutningi þeirrar framleiðslu er háttað
á hverjum tíma. Ctflutningurinn beinist langmest til þeirra þjóða,
sem heilbrigðislega séð standa traustum fótum. Kröfur kaupenda
og/eða heilbrigðisyfirvalda um fullkomna framleiðsluhætti, hrein-
læti og óaðfinnanlegt ástand varanna fara sívaxandi. Þess vegna
vofir sú hætta yfir, að framleiðsluvörur okkar verði illseljanlegar,
ef ekki er hert á þrifnaði og vöruvöndun.1
önnur atvinnugrein, ferðamannaþjónusta, hefur og vaxandi
þýðingu fyrir okkur Islendinga. Ferðamannaþjónustan byggist
mjög á þrifnaði og góðum heilbrigðisháttum í lándinu, og ber okk-
ur því eftir beztu getu að forðast skakkaföll eins og malareitranir,
ef ekki á illa að fara fyrir þeirri atvinnugrein.
Hér við bætist það, sem mestu skiptir, að hægt sé að tryggja
landsins börnum heilbrigði og vellíðan. Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in skilgreinir heilbrigði sem fullkomið líkamlegt, andlégt og félags-
legt velferli, en ekki einungis firð sjúkdóma og vanheilinda.2
Þannig er heilbrigði miklu víðtækara hugtak nú en áður, og ber
að sjálfsögðu að haga öllu starfi framtíðarinnar í samræmi við
breytt viðhorf. Til jæss þarf að laka öll atriði, sem máli skipta, til
gaumgæfilegrar athugunar, b.afa ]>að m. a. í buga, að smitnæmir
sjúkdómar eru ekki eina mikilvæga atriðið, sem taka verður tillit
til, heldur eru langvinnir sjúkdómar nú aðaldánarmein lands-
manna, 8 en þeir ciga einatt rætur að rekja til margs konar ulanað-
komandi áhrifa á manninn á ýmsum aldri og við ýmsar aðstæður;
4