Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 80

Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 80
236 LÆKNABLAÐIÐ lækna fyrir þeirra hönd og viðkomandi aðila af hálfu stjórnarvalda, og leiddi hún því kjaramálin að mestu hjá sér. Tillögur nefndarinnar til úrbóta á starfsaðstöðu, menntun og húsakosti voru teknar saman í lok greinargerðarinnar og fara hér á eftir: NIÐURSTAÐA. Nefndinni var frá upphafi Ijóst, að starf hennar mundi verða mjög víðtækt, ef gera ætti hverjum einstökum þætti verkefnisins rækileg skil. Með tilliti til þess, að meirihluti lækna ríkisspítalanna hafði sagt upp störfum, var hins vegar lögð á það áherzla, að hún skilaði áliti sem fyrst. Nefndin hefur að sjálfsögðu orðið að haga starfi sínu eftir þess- um aðstæðum, og niðurstöður hennar hljóta mjög að mótast af þeim. Um skipulegan samanburð við nágrannalönd okkar á fyrirkomulagi læknisþjónustu í sjúkrahúsum hefur þannig ekki getað orðið að ræða, svo æskilegur og sjálísagður sem slíkur samanburður hefði þó verið. Viðræður nefndarinnar við þá fjölmörgu aðila, sem að framan eru nefndir, reyndust alltímafrekar, og þótt æskilegt hefði verið að ræða betur við ýmsa þeirra og þó einkum að eiga viðræður við fleiri aðila utan Landspítalans sjálfs, hefði slíkt ekki reynzt framkvæmanlegt án þess að tefja með því endanlega greinargerð. M. a. með hliðsjón af framanrituðu leikur vart vafi á því, að tillög- ur nefndarinnar hefðu orðið fleiri og betur rökstuddar, ef tími hefði ekki verið svo naumur. Nefndin hefur yfirleitt ekki mótað tillögur sín- ar í smáatriðum, þar eð hún telur eðlilegra, að slíkt verði gert af þeim aðilum, sem kunna að fá þær til frekari meðferðar. Telur hún, að í því efni verði mikill stuðningur að fylgiskjölum með greinargerð þessari. Verkefni nefndarinnar var að endurskoða skipun og fyrirkomulag læknisþjónustu. á Landspítalanum, sérstaklega með tilliti til vand- kvæða, sem upp væru komin hjá læknum og leiða mætti.af því, að margir heíðu sagt upp starfi. Er nefndin spurðist fyrir um orsakir uppsagnanna, kom fram í svörum lækna, að meginorsök þeirra var óánægja með launakjör, en meðal annarra orsaka, sem tilgreindar voru, má nefna óánægju með starfsaðstöðu vegna þrengsla á stofnunum og ónógrar sérhæfðrar aðstoðar, stöðuskipan, vinnuálag', aðstöðu til vís- indaiðkana og skipulags- og bygging'amál Landspítalans. Er í Ijós kom, að óánægja með launakjör var meginorsök upp- sagna, var það mál fengið í hendur samninganefnd ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Reykjavíkur. Kjaramálin hafa þó fléttazt mjög inn í umræður nefndarinnar um skipun læknisþjónustunnar. M. a. hafa verið rækilega ræddar tillögur um nýtt ráðningarkerfi, hið svokallaða eykta- kerfi, þar sem gert er ráð fyrir, að spítalalæknar verði ekki opinberir starfsmenn, heldur ráðnir samkvæmt samningi milli Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspitalanna, en í tillögum þessum fólust jafnframt ýmsar aðrar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að frá læknisfræðilegu sjónarmiði geti vart verið agnúar á því að ráða lækna almennt til starfa eftir eyktakerfi, en nefndin hefur þó ekki rætt kosti né galla kerfisins í sam- bandi við vandræðaástand, sem skapazt getur við kjaradeilur. Þá telur nefndin, að í sambandi við ráðningarfyrirkomulag verði að hafa í huga sérstöðu Landspítalans sem kennsluspítala. J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.