Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 81

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 81
L Æ K N A B L A Ð I Ð 237 í starfi sínu hefur nefndin tekið tillit til hins þríþætta hlutverks Landspítalans sem háskólaspítala að annast vísindalegar rannsóknir, fræðslu og læknisþjónustu. Auk stjórnar og skipunar læknisþjónustunn- ar og verkefna spítalans hefur hún rætt um breytingar á yfirstjórn spít- alans, vinnuaðstöðu lækna, byggingamál o. fl. Jafnframt því, að nefndin er sammála um, að frá læknisfræðilegu sjónarmiði geti vart verið agnúar á því að ráða lækna almennt til starfa eftir eyktakerfi, leggur nefndin til eftirfarandi: 1. Sett verði reglugerð um verkefni stjórnarnefndar ríkisspítal- anna, við það miðuð, að stjórnarnefndin starfi sem hver önnur stjórn fyrirtækis, beri ábyrgð á rekstrinum, geri áætlanir um breytingar á honum, hafi með höndum byggingaframkvæmdir, kjarasamninga o. s. frv., eða feli öðrum þessi verkefni, allt eftir því, sem nánar yrði kveðið á um. Enn fremur verði lagaákvæði um skipun nefndarinnar tekin til endurskcðunar, svo og hvort Landspítalinn skuli vera undir sérstakri stjórn. 2. Ráðinn verði spítalastjóri að Landspítalanum, sérmenntaður í stjórnun sjúkrahúsa. 3. Tekið verði tillit til sérstöðu Landspítalans sem kennsluspítala við ráðningu lækna að spítalanum, bæði að því er tekur til ráðningar- tíma og áhrifa læknadeildar Háskólans á það, hverjir veljast til starfa. sem kennsluskylda fylgir eða gæti fylgt síðar. 4. Settar verði reglur um verksvið og ábyrgð lækna við ríkisspít- alana, og í ráðningar- eða skipunarbréfi verði síðan vísað til þessara reglna og jafnframt verði tekið fram það, sem sérstaklega kann að gilda í sambandi við ráðningu hlutaðeigandi læknis. 5. Sett verði á stofn fastaráð lækna Landspítalans og Rannsókna- stofu Háskólans. í fastaráðinu, sem komi í stað núverandi yfirlækna- ráðs, eigi sæti allir þeir sérfræðingar við þessar stofnanir, sem uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda vinnustunda á viku, auk eins eða fleiri kjörinna fulltrúa aðstoðarlækna. Reglugerð verði sett um skipun fasta- ráðsins, stjórn þess og verkefni, svo og samband þess við stjórnarnefnd- ina. 6. Undinn verði bráður bugur að því að bæta úr skorti á vinnuher- bergjum fyrir lækna Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans, en síðan verði í áætlun um byggingar á Landspítalalóðinni gert ráð fyrir framtíðarlausn þessa máls. 7. Bætt verði úr skorti á læknariturum, og gerðar verði auknar ráðstafanir til að fá sérhæft aðstcðarfólk til starfa. I því skyni verði hraðað undirbúningi að stofnun dagheimilis fyrir börn hjúkrunar- kvenna. Enn fremur verði auk námskeiða fyrir aðstoðarfólk við hjúkr- un stefnt að því, að á hausti komanda verði hafin kennsla fyrir aðstoðar- fólk á rannsóknastofum við Tækniskóla íslands eða á annan viðun- andi hátt og komið verði á fót hliðstæðum námskeiðum eða skólum fyrir læknaritara og aðstoðarfólk á röntgendeildum. Þess verði gætt að ráða ekki hjúkrunarkonur í stöður, sem tæknimenntað fólk ætti að gegna. 8. Þess verði farið á leit við læknadeild Háskólans, að hún hafi forgöngu um í samvinnu við aðra aðila að koma upp fullkomnu læknis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.