Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 81
L Æ K N A B L A Ð I Ð
237
í starfi sínu hefur nefndin tekið tillit til hins þríþætta hlutverks
Landspítalans sem háskólaspítala að annast vísindalegar rannsóknir,
fræðslu og læknisþjónustu. Auk stjórnar og skipunar læknisþjónustunn-
ar og verkefna spítalans hefur hún rætt um breytingar á yfirstjórn spít-
alans, vinnuaðstöðu lækna, byggingamál o. fl.
Jafnframt því, að nefndin er sammála um, að frá læknisfræðilegu
sjónarmiði geti vart verið agnúar á því að ráða lækna almennt til
starfa eftir eyktakerfi, leggur nefndin til eftirfarandi:
1. Sett verði reglugerð um verkefni stjórnarnefndar ríkisspítal-
anna, við það miðuð, að stjórnarnefndin starfi sem hver önnur stjórn
fyrirtækis, beri ábyrgð á rekstrinum, geri áætlanir um breytingar á
honum, hafi með höndum byggingaframkvæmdir, kjarasamninga o. s.
frv., eða feli öðrum þessi verkefni, allt eftir því, sem nánar yrði kveðið
á um. Enn fremur verði lagaákvæði um skipun nefndarinnar tekin til
endurskcðunar, svo og hvort Landspítalinn skuli vera undir sérstakri
stjórn.
2. Ráðinn verði spítalastjóri að Landspítalanum, sérmenntaður í
stjórnun sjúkrahúsa.
3. Tekið verði tillit til sérstöðu Landspítalans sem kennsluspítala
við ráðningu lækna að spítalanum, bæði að því er tekur til ráðningar-
tíma og áhrifa læknadeildar Háskólans á það, hverjir veljast til starfa.
sem kennsluskylda fylgir eða gæti fylgt síðar.
4. Settar verði reglur um verksvið og ábyrgð lækna við ríkisspít-
alana, og í ráðningar- eða skipunarbréfi verði síðan vísað til þessara
reglna og jafnframt verði tekið fram það, sem sérstaklega kann að
gilda í sambandi við ráðningu hlutaðeigandi læknis.
5. Sett verði á stofn fastaráð lækna Landspítalans og Rannsókna-
stofu Háskólans. í fastaráðinu, sem komi í stað núverandi yfirlækna-
ráðs, eigi sæti allir þeir sérfræðingar við þessar stofnanir, sem uppfylla
skilyrði um lágmarksfjölda vinnustunda á viku, auk eins eða fleiri
kjörinna fulltrúa aðstoðarlækna. Reglugerð verði sett um skipun fasta-
ráðsins, stjórn þess og verkefni, svo og samband þess við stjórnarnefnd-
ina.
6. Undinn verði bráður bugur að því að bæta úr skorti á vinnuher-
bergjum fyrir lækna Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans, en
síðan verði í áætlun um byggingar á Landspítalalóðinni gert ráð fyrir
framtíðarlausn þessa máls.
7. Bætt verði úr skorti á læknariturum, og gerðar verði auknar
ráðstafanir til að fá sérhæft aðstcðarfólk til starfa. I því skyni verði
hraðað undirbúningi að stofnun dagheimilis fyrir börn hjúkrunar-
kvenna. Enn fremur verði auk námskeiða fyrir aðstoðarfólk við hjúkr-
un stefnt að því, að á hausti komanda verði hafin kennsla fyrir aðstoðar-
fólk á rannsóknastofum við Tækniskóla íslands eða á annan viðun-
andi hátt og komið verði á fót hliðstæðum námskeiðum eða skólum
fyrir læknaritara og aðstoðarfólk á röntgendeildum. Þess verði gætt
að ráða ekki hjúkrunarkonur í stöður, sem tæknimenntað fólk ætti að
gegna.
8. Þess verði farið á leit við læknadeild Háskólans, að hún hafi
forgöngu um í samvinnu við aðra aðila að koma upp fullkomnu læknis-