Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 18

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 18
74 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNIR f. 6. nóvember 1894 — d. 20. október 1967 DANIEL V. FJELDSTED Daníel V. Fjeldsted var fæddur í Ferjukoti í Borgarfirði. For- eldrar: Vernharður bóndi þar Daníelsson Fjeldsted og kona hans, Vigdís Pétursdóttir. Daníel varð stúdent í Reykjavík í júní 1915, cand. phil. í júní 1916 frá Háskóla íslands og cand. med. í júní 1921. Dvaldi hann síðan á Haukeland sjúkrahúsi í Bergen sept.—des. 1921 á lyflæknisdeild og handlæknisdeild sama sjúkrahúsi jan,—maí 1922; var á fæðingardeild Rigshospitalets í júní 1922. Aðstoðarlæknir á Vífilstaðahæli í júlí 1921; staðgengill héraðslæknis í Húsavíkurhéraði okt.—des. 1922; aðstoðarlæknir héraðslæknis í Grímsneshéraði í marz—apríl 1923: settur 19. maí 1923 héraðslæknir í Patreksfjarðarhéraði frá 1. júlí að telja til 1. júní 1924. Hann var starfandi læknir í Reykjavík frá júlí 1924 til júní 1926 og staðgöngumaður Bjarna læknis Snæbjörns- sonar í Hafnarfirði frá júní 1926 til jan. 1927. Eftir það var hann aftur starfandi læknir í Reykjavík, en jafnframt að nokkru leyti staðgöngumaður bæjarlæknis 1928 til 1929. Hann gegndi læknis- störfum í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellssveit og Reykjavíkurhéraði utan kaupstaðarins frá 1927 og einnig í Þingvallasveit frá 1935, unz hann var skipaður 1941 héraðslæknir í Álafosshéraði frá 1. okt. að telja, en sat í Reykjavík. Hann var staðgöngumaður héraðslæknisins í Rang- árhéraði 15. febr. til maí 1940; settur 22. júní 1959 staðgöngumaður héraðslæknis í Kópavogshéraði í ágúst og sept. jafnframt því að þjóna eigin héraði. Lausn frá embætti frá 1. jan. 1961, en settur aftur sem staðgöngumaður héraðslæknisins í Álafosshéraði frá 1. jan. til marz og ráðinn aðstoðarlæknir sama héraðslæknis 20. ágúst. til 20 sept. 1961. Hann var starfandi læknir í Reykjavík til æviloka og dó þar. Daníel var fyrst kvæntur Fjólu Ingvarsdóttur frá Grásíðu í Keldu- hverfi. Síðari kona hans var Margrét Bessadóttir frá Kýrholti í Við- víkursveit. Kjördóttir: Kristjana Vigdís Hjaltadóttir, fædd 25. júlí 1933. Dóttir af síðara hjónabandi: Ragnheiður, fædd 21. nóv. 1955.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.