Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
211
legalegan fjölda sérfræðinga á Norðurlöndum, ísrael og í Bandaríkj-
unum. Nokkurs ósamræmis gætir í opinberum skýrslum varðandi
þessar upplýsingar, því að í sumum löndum eru sérfræðingar tví- og
þrítaldir, þar eð læknar geta haft sérfræðiréttindi í fleiri en einni grein.
Spurningalisti var því sendur til læknasamtaka viðkomandi landa, og
var spurt um fjölda búsettra lækna með lækningaleyfi og „absolut“
fjölda sérfræðinga.
Svör bárust frá Norðurlöndunum, en ekki frá ísrael og Banda-
ríkjunum. Samkvæmt heimildum virðast sérfræðingar ekki oftaldir í
Bandaríkjunum. í ísrael gæti verið um oftalningu að ræða.12
Það vekur nokkra furðu, að miðað við Norðurlönd, eru hlutfalls-
lega flestir sérfræðingar á íslandi, þrátt fyrir að íslenzkir læknar eigi
erfiðara um vik að sækja sér sérfræðimenntun en erlendir starfsbræð-
ur þeirra. Strangari kröfur eru gerðar til þess að öðlast sérfræðiviður-
kenningu hér en t. d. í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en á íslandi verða
læknar að skila sérfræðiritgerð. í Finnlandi og Bandaríkjunum ganga
sérfræðingar undir sérfræðipróf.
Gæ-ta verður þó að því, að á íslandi eru, auk þeirra, sem fyrr eru
taldir, um 180 læknislærðir á skrá, og eru flestir þeirra við framhalds-
nám erlendis. Við íslendingar höfum verulega sérstöðu í því tilliti, því
að meðal annarra þjóða er samsvarandi hópur lækna við nám og störf
í heimalandinu. Ef málum væri líkt skipað hér, væri hlutfallstala sér-
fræðinga á íslandi nú um 45%, eða líkt og á öðrum Norðurlöndum.
Nauðsynlegt er því að bæta aðstöðu til sérfræðimenntunar hér, að svo
miklu leyti sem tök eru á.
TABLE II1511
Reykjavík area. 1/1 1941 Number % 1/1 1971 Number %
General practitioners 18 32.8 27 14.3
Specialists 37 67.2 155 85.7
Number of active physicians 55 100.0 182 100.0
Við gerð þessara taflna eru þeir læknar ekki taldir, sem hættir
eru störfum eða fást eingöngu við stjórnun. Nokkrir læknar eru við
bráðabirgðastörf og erfitt er að segja um, hvort þeir eru seztir hér að
fyrir fullt og allt. Þessar töflur gefa þó ekki upplýsingar um, hversu
margir læknar starfa eingöngu við heimilislækningar, þar eð allmargir
sérfræðingar vinna sem almennir læknar (sjá síðar).
Nokkurrar varúðar ber að gæta við samanburð á hlutfallslegum
sérfræðingafjölda hinna ýmsu landa, bar eð misjafnar kröfur eru gerð-
ar til sérfræðingsmenntunar. Hér er þó gerður samanburður á nokkr-
um löndum.