Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
213
í Þýzkalandi hafa heimilislækningar verið viðurkenndar sem sér-
grein síðan 1969.34
Við kennslu í heimilislækningum hefur víða verið tekið tillit til
þess, að hlutverk heimilislækna hefur breytzt og í samræmi við það
er verðandi heimilislæknum m. a. kennd: Félagsieg læknisfræði, far-
aldsfræði (epidemiolcgia), tölfræði og aðferðafræði (methodologia).
Læknir með þessa menntun á því að vera hæfur til þess m. a. að
skipuleggja og framkvæma íaraldsfræðilegar rannsóknir á tíðni sjúk-
dóms, gangi sjúkdóma, þörf borgarans fyrir heilsugæzlu o. fl., sem
stuðlar að raunhæíri áætlunargerð um heilbrigðisþjónustu, líkri þeirri,
sem Hjartavernd vinnur nú að á íslandi.
í Stokkhólmi og flestum stærri borgum Svíþjóðar fækkar heimilis-
læknum ört. Almennir læknar ásamt sérfræðingum sjá um þjónustuna
á læknamiðstöðvum. í Norður-Svíþjóð, þar sem algert neyðarástand
hefur ríkt í þessum málum, hafa vel menntaðar héraðshjúkrunarkonur
cg fjöldi erlendra lækna, sem vinna á læknamiðstöðvum, bætt nokkuð
ástandið.
í grein í Lákartidningen skrifar forstjóri sænsku „Socialstyrelsen“
eftirfarandi: „Þrátt fyrir að mikið hefur verið gert til þess að bæta
vinnuaðstöðu lækna síðustu árin, — læknamiðstöðvar, betri útbúnað-
ur, fleira aðstoðarfólk (héraðshjúkrunarkonur, félagsfræðingar o. fl.),
vaktstöðvar (jourcentraler), og þar af leiðandi skipulagðar vaktir og
frítími, — þá er verulegur skortur á almennum læknum, því að
ungu læknarnir sækja ekki um héraðs- eða heimilislæknisstöður sem
skyldi.“5
í Svíþjóð hefur læknanemum fjölgað mjög á örfáum árum og út-
skrifast þar mun fleiri læknar en áður. Vonazt er til, að fleiri ungir
læknar geri heimilislækningar að aðalstarfi en áður var.
í Danmörku er enn þá ,,nægilegur“ fjöldi heimilislækna, a. m. k.
í Kaupmannahöfn, en víða úti á landsbyggðinni er verulegur skortur
almennra lækna.20 27
í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu eru allir almennir læknar sér-
fræðingar og vinna á læknamiðstöðvum eða polyklinik.32 34 Þeir hafa
sér við hlið fjölda aðstoðarfólks og þ. á m. lækna af lægri menntunar-
gráðu, sk. „feltskera“. Erfitt er að fá upplýsingar um ýmsa veigamikla
þætti heilbrigðisþjónustunnar í þessum löndum, svo að unnt sé að gera
raunhæfan samanburð við sambærilega þjónustu í vestrænum löndum.
Ég hef þó haft tal af norrænum og brezkum læknum, sem ferðazt
hafa til þessara landa, og telja þeir þjónustuna þar að ýmsu leyti til
fyrirmyndar og eftirbreytni.
í Reykjavík hefur þróunin orðið eins og sjá má á IV. töflu.
Heimilislæknar í Reykjavík sjá auk þess að mestu leyti um læknis-
þjónustu í Kópavogi og á Seltjarnarnesi, og fjölgar því samlagssjúkl-
ingum margra lækna um mörg hundruð.
Á árunum 1964-65 varð skipulagsbreyting á starfi lækna, en sam-
kvæmt því mega „hreinir“ sérfræðingar ekki hafa nema 100 samlags-
menn, og gera má ráð fyrir, að sú breyting ráði nokkru um, að vinnu-
álag almennra lækna hefur aukizt. Ljóst er, að vinnuálag almennra
lækna í Reykjavík hefur aukizt verulega frá því árið 1961.