Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 205 fara í þessi augnlækningaferðalög, og heilsuverndarstöðvanna úti á landi. Þegar glákuættir verða betur rannsakaðar, ætti glákuleit aðallega að beinast að fólki í þessum ættum, því að tíðni sjúkdómsins er þar mun hærri, en meðal íbúanna í heild, allt að 10%.9 Æskilegt væri, að augnlæknar tilkynni árlega glákusjúklinga þá til stöðvarinnar, sem þeir hafa haft til meðferðar. Með því einu móti er hægt að hafa stjórn á því, hvort allir skráðir glákusjúklingar fái fullnægjandi meðferð. Ófullnægjandi meðferð hefur verið ein aðal- orsök glákublindu hér á landi. Meðferð gláku. Að fylgjast með, að sem flestir glákusjúklingar í landinu fái viðhlítandi meðferð, er annað aðalhlutverk glákuleitar- stöðvar. Æskilegast væri, að sem flestir væru til meðferðar í stöðinni sjálfri, því að það er auðveldara fyrir opinberan aðila að fá sjúkling, sem vanrækir að mæta reglulega í meðferð, til að koma í skoðun en fyrir augnlækni, sem vinnur á sinni eigin lækningastofu. Á gláku- leitarstöð er einnig betra að fylgjast með þróun sjúkdómsins vegna rannsóknarmöguleika, sem óhjákvæmilega eru betri í sérhæfðri rann- sóknarstöð. Skráning blindra og glákusjúklinga. Til þess að fá sem áreiðan- legasta vitneskju um þekkt glákutilfelli hér á landi, er allsherjar- skráning nauðsynleg. Ekki aðeins að skrá fjölda hinna sjúku, heldur á hvaða stigi sjúkdómurinn er, og hvort fylgzt sé með sjúklingum reglu- lega. Ef samvinna fengist við augnlækna, ætti slík skráning ekki að vera erfiðleikum bundin. Þar sem skráning blindra hér á íslandi er áfátt, væri æskilegt, að sem áreiðanlegust blindraskráning yrði tekin upp og farið eftir alþjóðareglum varðandi þá skráningu. Nauðsynlegt er að skrá blinduorsök. Þar sem skráning héraðslækna er ófullkomin af eðlilegum ástæðum, er ekki vitað um raunverulega tölu blindra hér á landi. Er því nauðsynlegt að fá vitneskju um þetta til þess að komast að raun um, hvar við stöndum í þessum efnum og hvað við eigum að leggja mesta áherzlu á í framtíðinni. Vandaðar skýrslur um blindu er allgóður mælikvarði á augnlæknisþjónustuna á hverjum tíma. Rannsóknarstarf. Þrátt fyrir það að glákusjúkdómar séu mikið rannsakaðir erlendis og miklu fé varið til slíkra rannsókna, er ýmis- legt, sem við hér á íslandi getum kannað í sambandi við hægfara gláku. Nefna má erfðafræðirannsóknir, sem enn þá eru stutt á veg komnar. Sennilega er óvíða í heiminum jafn góður jarðvegur fyrir slíkar rannsóknir og hér á landi. Áberandi er, hversu gláka liggur í ættum hér á landi. Fyrir nokkr- um árum gerði ég lauslegar athuganir á arfgengi gláku meðal 287 glákusjúklinga minna, (151 karlmaður og 136 konur). Kom í Ijós, að gláka var í náinni ætt 215 þessara sjúklinga, eða um 75% þeirra gláku- sjúklinga, sem ég skoðaði. Áberandi er, hversu há erfðatíðni (penetrance) er í sumum gláku- ættunum hér á landi. Eru þær meðal almennings nefndar glákuættir. Athugun á erfðaháttum gláku hefur mikið hagnýtt gildi. Þegar glákuætt hefur verið kortlögð, er hægt með hjálp þjóðskrárinnar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.