Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 64
226
LÆKNABLAÐIÐ
fangsmikla athugun og úrvinnslu á röntgenrannsóknarefni röntgen-
deildar Borgarspítalans.2 345 Skal ekki tafið hér með skýringum á úr-
vinnsluferlum, aðferðum eða forskriftum, en tilgangur rannsóknanna
hefir einkum verið að gera sundurliðaða starfsemisgreiningu (function-
al analysis) á framleiðslu deildarinnar. Þetta hefir verið gert með því
að skapa mynd af gerð (structur) efniviðarins (þ. e. sjúklinganna),
aðkomu (þ. e. innan- eða utansjúkrahúss, slys eða önnur bráð tilíelli),
þyngd rannsókna (mælda í vinnuálagi, annars vegar á deildina í heild,
hins vegar á lækna) og hlutdeild mismunandi aðkominna sjúklinga-
hópa í þeirri þyngd m. t. t. aldurs og sjúkdómsástands auk tegunda
rannsókna. Önnur grundvallarmarksetning í söfnun gagnanna hefir
verið, að þau væru búin í það form, að í þeim fælust öruggar og auð-
veldlega nothæfar upplýsingar í tölvubanka, en það mun ekki rætt hér.
Á grundvelli ofangreindrar gagnasöfnunar og úrvinnslu liggja fyr-
ir umfangsmiklar upplýsingar um áðurnefnd atriði, sem þýðingu hafa
við framleiðslu- og gæðamat, vegna daglegrar stjórnunar, vegna
skammtíma ákvarðana og bráðabirgðaaðgerða.
Eitt þýðingarmesta markmiðið er þó að skapa grundvöll að rök-
studdri og skynsamlegri forsögn þróunar, og eru það einkum þær
hliðar málsins, sem ég vildi vekja athygli á í þessu yfirliti.
III ATHUGASEMDIR VIÐ TÖFLUR OG LÍNURIT
1. Tafla. Hér er sýnd þróun rannsóknarfjölda við röntgendeild
Borgarspítalans 1968-1972. — Tölur 1972 eru forspá, sem styðst við
innsafnaðar (kumulatífar) upplýsingar níu fyrstu mánaða ársins ásamt
hliðsjón af hnigi þriggja síðustu mánaða áranna á undan. — Aðkoma
sjúklinga sést einnig á þessari mynd, en hún bendir til mikils álags
vegna slysa- og bráðaþjónustu. Enda þótt verulegur hluti þessara rann-
sókna lendi í léttum álagsflokkum, þ. e. eru tiltölulega yfirgripslitlar,
hefir álagsútreikningur, samtímis framkvæmdur hér og á 36 sjúkra-
húsum í Noregi, leitt í ijós, að enginn marktækur munur er á meðal-
álagsþyngd rannsókna hér og á sjúkrahúsum Óslóborgar og annarra
stærri bæja í Noregi.2 3 15
2. Tafla sýnir mánaðarlega dreifingu rannsókna í heild og eftir
aðkomu á árinu 1971. Enginn marktækur munur er á þessari dreifingu
frá ári til árs, og nægir taflan sem sýnishorn.
3. Tafla er mynd af aldursdreifingu sjúklinga í 5 ára hópurn. en
auk þess aldursdreifingu sams konar í Reykjavíkursvæðinu, skilgreint
Reykjavík, Kópavogur, Garðahreppur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes
ásamt aðlægum sveitum, (íbúatala tæplega 108.000 samkvæmt mann-
tali 1971).!' Þessi viðmiðun er tekin sökum þess, að 96% af öllum sjúkl-
ingum deildarinnar eru af þessu svæði. Taflan skýrir sig sjálf, en legg-
ur áherzlu á það, hversu eldri hóparnir yfirvega, sem eðlilega felur
í sér talsverða álagsaukningu. Þetta kemur einnig fram í 4. töflu um
aldursdreifingu sjúklinga miðað við aðkomu, og í 5. töflu, er sýnir, að
hlutdeild aldursflokkanna yfir 60 ára er hlutfallslega meiri í heildar-
vinnuálagi en marka má af meðaltali.4
6. og 7. Tafla höfða til athugana, sem ég hefi gert á nokkru breið-