Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 48
214
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE IV23
Reykjavík area. Year 1961 Number of physicians in general practice Number of patients > 16 yr Year 1971 Number of physicians in general practice Number of patients > 16 yr
4 2000
10 1750-2000
4 1500-1749
3 1200-1499
15 1000-1200 4 1000-1199
32 300- 999 19 \Mostly 300- 999
16 100- 299 6 Ispecialists 100- 299
13 50- 99 11 jOnly 50- 99
15 0- 49 104 ’ specialists 0- 49
Total 91 164
í London (Inner London) er meðaltal sjúkrasamlagssjúklinga á
hvern heimilislækni um 1500.
Þótt aðallega hafi verið greint frá almennri læknisþjónustu á
Reykjavíkursvæðinu, skal því ekki gleymt, að víða í dreifbýlinu (á
Vestfjörðum og Austfjörðum og á Norðausturlandi) er nánast um al-
gert neyðarástand að ræða, því að þar fær fólkið enga eða litla læknis-
þjónustu langtímum saman.
Niðurstaða könnunar, sem gerð var á Rannsóknastöð Hjartavernd
ar 1967-1968 meðal 2000 reykvískra karla á aldrinum 34-61 árs, gai
til kynna, að um 35% voru óánægðir með heilbrigðisiþjónustuna.19 Fólk
getur gert sér í hugarlund niðurstöður líkrar könnunar, ef gerð væri
á ofangreindum dreifbýlissvæðum.
Til nánari upplýsingar er hér á eftir gerður samanburður á fjölda
almennra lækna og sérfræðinga á íslandi miðað við nokkur vestræn
lönd.
Samkvæmt framangreindum töflum eru færri íbúar að baki hverj-
um lækni í ýmsum nágrannalöndunum en á íslandi. Norðmenn og Svíar
vinna markvíst að því að fjölga læknum og ætla, að hæfilegur fjöldi
íbúa að baki hvers læknis sé um 500, en á íslandi eru nú um 670 íbúar
á hvern starfandi lækni með fasta búsetu.'1 30
Flestir geta víst verið sammála um, að skortur á læknum, sem
stunda almennar lækningar, og dreifing sérfræðinga sé mjög ójöfn, þar
tð flestir þeirra eru í Reykjavík.
í Kaupmannahöfn voru um 40% af praktíserandi læknum sérfræð-
ingar 1962, en í Reykjavík var hlutfallstala sérfræðinga meðal praktíser-
andi lækna um 75% árið 1970.15 2,i Erfitt er að fá nákvæmar upplýs-
ingar frá höfuðborgum annarra nágrannalanda, en hlutfallstala sérfræð-
inga mun þó vera töluvert lægri þar en í Reykjavík.
Höfuðvandamálið hér og í nágrannalöndunum er því skortur á
læknum til að gegna almennum læknisstörfum, sérstaklega í dreifbýli,