Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1972, Side 36

Læknablaðið - 01.12.1972, Side 36
206 LÆKNABLAÐIÐ leita skipulega í viðkomandi ætt, og er tíðni sjúkdómsins margfalt hærri í slíkum ættum en meðal íbúanna í heild, eins og áður segir. Er þetta auðsætt, þegar vitað er, að um 50% barna þeirra foreldra, annað- hvort föður eða móður, sem hafa gláku, hafa möguleika að fá sjúk- dóminn, svo fremi hann erfist ríkjandi, eins og hann gerir sennilega oftast. Þegar helztu glákuættir landsins hafa verið kortlagðar, ber að leggja megináherzlu á að leita að glákusjúklingum í þeim. Nauðsynlegt er að rannsaka útbreiðsluhætti glákunnar, og að hve miklu leyti umhverfisáhrif kunna að hafa á gang sjúkdómsins og fylgni (correllation) við aðra sjúkdóma, svo sem æðasjúkdóma. Leit að rangeygum börnnm og eftirlit. Eins og fram kemur við skólaskoðanir eru mörg börn á hinum ýmsu skólastigum enn þá með áberandi skjálg. Ef vel á að vera, á lækningu að vera lokið um það leyti, sem barn byrjar í skóla. Því eldra sem barn er, þegar það kemst undir læknishendur, þeim mun erfiðara er að lækna það. Það þarf því að leita skipulega að skjálg meðal barna undir skólaskyldualdri og vanda vel leitina meðal yngstu nemenda í barnaskólum, undir umsjón augnlæknis. Meðferð á rangeygð og sjóndepru í sambandi við ófullkomna sam- sjón augna er eitt aðal verkefni sjónverndarstöðvar. Slík meðferð, augnþjálfun, er tímafrek og ekki á færi nema sérmenntaðs starfsfólks, að vísu undir umsjón augnlæknis. Fræðslustarfsemi er eitt af verkefnum sjónverndarstöðvar. Hinir fáu augnlæknar hér á landi eru ofhlaðnir störfum og geta því ekki annað öllu því, sem ætlazt er til þar, sem augnlæknisþjón- usta á að teljast fyrsta flokks. Liggur því í augum uppi, ef leggja ætti út í átak í sjónverndarmálum, verður að vera hægt að leita út fyrir hinn fámenna hóp sérmenntaðra augnlækna. Til þess að unnt sé að létta á augnlæknum, þarf að mennta stoðstéttir þeirra (paramedical staff), enda hefur sú þróun orðið í nágrannalöndum. Sjónverndarstöð og augndeildin á Landakoti væri kjörinn vett- vangur fyrir slíka kennslu. Þeir læknar, sem ætla sér að stunda augn- lækningar, gætu fengið verulegan hluta af framhaldsmenntun sinni þar, enda verkefni nægileg. Læknanemar gætu fengið æfingu í al- mennri skoðun augnsjúklinga, kynnzt þar helztu rannsóknaraðferðum og lækningu augnsjúkdóma. Mikið skortir á, að almennir læknar kunni nægilega mikið í augnlækningum, sem eðlilegt er, þar eð aðstaða til verklegra æfinga hefur aldrei verið fyrir hendi við læknadeildina sem skyldi. Æskilegt er, að sem flestir læknar og þá sérstaklega héraðslæknar geti mælt augnþrýsting, fylgzt með glákusjúklingum að vissu marki, gert að minni háttar augnslysum og kunnað skil á helztu augnsjúk- dómum og meðferð þeirra. Námskeið íyrir héraðslækna í augnlækningum og þá sérstaklega í greiningu gláku væri hægt að hafa annað veifið í sjónverndarstöð. Einnig væri þar hægt að kenna hjúkrunarfólki og öðrum, sem að sjón- verndarmálum vinna, ýmis tæknileg atriði við greiningu gláku, svo sem augnþrýstingsmælingu, sjónsviðsprófun, augnþjálfún o. fl. Myndi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.