Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 86
240
LÆKNABLAÐIÐ
KÖNNUN Á NÁMI, FJÁRHAGSAFKOMU OG FRAMTlÐAR-
ÁFORMUM ISLENZKRA LÆKNA I BRETLANDI
Félag íslenzkra lækna í Bretlandi beitti sér nýlega fyrir könnun
á námi, fjárhagsafkomu og framtíðaráformum 11 íslenzkra lækna, sem
eru við framhaldsnám á Bretlandseyjum.
Flestir læknanna ætla að dveljast erlendis 4-6 ár. Allir ætla heim
til íslands að námi loknu. Klínískt nám eingöngu stunda 4, klínískt
nám og rannsóknarvinnu 3, en 4 stunda nám sitt eingöngu á rann-
sóknarstofum. Tveir eru að búa sig undir heimilislækningar í lækna-
miðstöð, en hinir hyggjast allir vinna einvörðungu á sjúkrahúsi eða
rannsóknarstofu, þegar heim kemur.
Árslaun unglækna á brezkum sjúkrahúsum eru sem hér segir:
House Officer £ 1626, Senior House Officer £2040, Registrar £2328,
Senior Registrar £2760. Þetta eru brúttó laun, og má reikna með
300-600 punda afföllum vegna opinberra gjalda. Miðað er við 1. árs
laun í hverjum flokki.
Tafla I sýnir framfærslukostnað og fjáröflunarleiðir læknanna.
Sjá má, að laun á brezkum sjúkrahúsum duga mönnum ekki til lífs-
viðurværis, ef þeir hafa börn á framfæri. íslenzkir styrkir nægia ekki
heldur til framfærslu fyrir fjölskyldumenn. Hins vegar hafa tveir
læknanna brezka styrki, sem eru nægilega háir til þess að framfleyta
3ja og 5 manna fjölskyldum.
TAFLA I
Framfærslukostnaður og fjáröflunarleiðir ísl. lækna á Bretlandi.
Fjöldi á framfæri Árlegur náms- og framfœrslu- kostnaðwri) FjáröflunarleiSir
1 £ 15002) íslenzkir styrkir eingöngu
2 - 1950 Laun eingöngu
3 - 2400 Isl. styrkir, lán og sparifé
3 - 25002) ísl. styrkir og sparifé
3 - 2500 Brezkur styrkur
4 - 2375 Laun og ísl. styrkur
4 - 2400 Laun, lán og sparifé
5 - 2760 Laun, lán og sparifé
6 - 3300 Laun, ísl. styrkur og sparifé
6:i) - 3400 Brezkur og ísl. styrkur
1) Upphæðin miðast við eyðslu sl. árs. Húsnæðiskostnaður manna er talsvert
mismunandi, þar sem sumir hafa ódýrt húsnæði á vegum sjúkrahúsa.
2) Nám hófst á þessu ári, framfærslukostnaður áætlaður.
3) Hjón stunda bæði framhaldsnám í læknisfræði.