Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
201
ná til. Af þeim gengu 31.943 undir aðalskólaskoðun, en 31.647 voru
sjónprófaðir, eða um 80% nemenda. Næst tannskemmdum eru sjón-
gallar algengasti kvilli meðal nemenda bæði í barna- og unglingaskól-
um. Til sjóngalla telst, ef nemandi sér minna en 6/9 með öðru auga
eða báðum. Samkvæmt fyrrnefndum Heilbrigðisskýrslum hafa um 12%
barnaskólanemenda sjóngalla, en um 7% nota gleraugu. Um 20%
nemenda í unglinga-, mið- og gagnfræðaskólum eru með sjóngalla, og
um 15% nota gleraugu. í öðrum framhaldsskólum, þ. e. í menntaskól-
unum fjórum, Verzlunarskóla íslands og Kennaraskóla íslands, hefur
a. m. k. fjórði hver nemandi sjóngalla, og fimmti hver notar gleraugu.
Auk sjónlagsgalla er rangeygð sá kvilli, sem algengastur er meðal
barna og unglinga. Árið 1967 voru 348 börn og unglingar skráð rang-
eyg af þeim, sem sjónprófuð voru. Svarar það til, að 435 börn hefðu
fundizt með rangeygð, ef öll hefðu verið sjónprófuð af þeim, sem
skýrslan nær til. Er þetta lágmarkstala, því eins og áður var sagt vant-
ar skýrslur úr 14 læknishéruðum.
En hver er hundraðshluti rangeygra, ef miðað er við þessar heild-
artölur? Um 1.3% nemenda í barnaskólum eru rangeyg og tæplega
1% nemenda í framhaldsskólum. Þar sem skólaskoðanir eru hvergi
mér vitanlega framkvæmdar af augnlæknum, er hætt við, að allmargir
nemendur með lítt áberandi augnskekkju hafi aldrei komizt á skrá.
Eru þessar skýrslur því ekki tæmandi og segja ekki nákvæmlega til
um tölu þeirra nemenda, sem rangeygir voru árið 1967. Með hliðsjón
af könnun, er ég hef gert á tíðni þessa kvilla, áætla ég, að að minnsta
kosti 550 börn á skólaskyldualdri hafi verið rangeyg þetta umrædda
ár.8
Rangeygð er alvarlegur kvilli. í fyrsta lagi getur sá, sem er rang-
eygur, ekki notað augun saman og hefur þar af leiðandi ekki dýptar-
skyn eða þrívíddarskynjun. í öðru lagi er hætta á, að skakka augað
verði sjóndapurt eða nær blint. í þriðja lagi er rangeygð líkamslýti.
Ef rangeygð er ekki tekin til meðferðar á réttmn tíma, getur það haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir barnið síðar meir, og ef til vill bíður
það þess aldrei bætur.
Ég hef þegar rætt nokkuð um tíðni augnskekkju meðal barna á
skólaskyldualdri.
Um tíðni skjálgs meðal barna yngri en 7 ára er lítið vitað.
Fyrir allmörgum árum gerði ég athuganir á innbyrðis flokkun
augnskekkju hér á landi. Athuganirnar náðu til 201 barns, er leituðu
til mín á einu ári. Af þessum börnum voru 65 sex ára eða yngri. Skipt-
ing rangeygðar var nokkuð jöfn milli drengja og stúlkna: 96 drengir
og 105 stúlkur. Með augnskekkju inn á við voru 175, eða 87%. Af
þeim beittu 107 alltaf öðru auganu, og 65 beittu augunum til skiptis.
Með skekkju út á við voru 24 börn, eða 12%. Hjá aðeins tveimur stóð
annað augað hærra. Af þessum rangeygu börnum voru 45 með mikla
fjarsýni, og 100 voru sjóndöpur á öðru auga.
Meðferð augnskekkju beinist að því í fyrsta lagi að ná eðlilegri
sjónskerpu á bæði apgun; í öðru lagi að gera augun réttstæð, og í
þriðja lagi að fá augUn til að vinna saman á réttan hátt. Rangeyg börn
þarf að taka tjl meðferðar sem yngst, eða um leið og fullreynt er, að