Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
209
Ólafur Ólafsson
UM LÆKNALIÐUN OG
LÆKNASKORT Á ÍSLANDI
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vandamál, sem risið
hafa hér á landi vegna skorts á heimilis- og héraðslæknum (almennum
læknum). Þetta er alvarlegt vandamál, því að almennir læknar eru
ein nauðsynlegasta stétt þjóðfélagsins.
Læknar og stjórnvöld hafa birt ýmsar tillögur um úrlausnir á
vandamálinu, en þær eru m. a., að:
1) byggja heilsugæzlustöðvar (Frumvarp til laga um heilbrigðis-
þjónustu nr. 519),10
2) hefja kennslu í heimilislækningum við Háskóla íslands14 og'
3) stofna sérstakar læknisstöður við ríkisspítalana, sem bundnar
séu skilyrði um ákveðna þjónustu í héraði (Alþingi 15.5. 1972).
í þessari grein er ekki ætlunin að gera frumvarpi til laga um heil-
brigðisþjónustu skil í heild, heldur rita nokkuð um stöðu almennra
lækna nú.
Nokkuð hefur verið rætt um ástæður þessa vandamáls hér, en
margar nágrannaþjóðir okkar eiga við líka erfiðleika að stríða og hafa
því gert víðtækar kannanir til þess að grafast fyrir orsakir þessa máls.1
Niðurstöður þessara kannana og athugana gerðar hér á landi benda til
þess, að helztu orsakir skorts á almennum læknum séu:
1) Síaukin þekking í læknisfræði með tilheyrandi fjölgun sér-
greina og sérfræðinga.
2) Vanmat á starfi almenns læknis borið saman við mat á starfi
sérfræðings.
3) Útilokun almenns læknis frá iangtímastarfi á flestum sjúkra-
húsum.
4) Lakari aðstaða almenns læknis en sérfræðings til viðhalds-
menntunar.
5) Aukið vinnuálag á almenna lækna sem afleiðing af hlutfalis-
legri fækkun þeirra.
6) Frávísim flestra vandasamra sjúkdómstilfella í hendur sérfræð-
ingum og þarafleiðandi skortur á fullnægju í starfi.*
Héraðslæknum, sem einnig teljast til almennra lækna, fer fækk-
andi, og eru helztu orsakir þess:
* Gert í samvinnu við Benedikt Tómasson skólayfirlækni.