Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 207 það auðvelda störf augnlækna. Gætu þeir þá þetur þeitt sér að sér- hæfðari störfum. Síðast en ekki sízt ætti að veita almenningi fræðslu um augnsjúkdóma, einkum þá, sem hægt er að koma í veg fyrir. AUGNLÆKNINGAFERÐALÖG Til þess að augnlækningaferðalögin komi að meira gagni, þarf að endurskipuleggja þau. Það þarf að beina þeim meira í þann farveg að fyrirbyggja blinduvaldandi augnsjúkdóma á skipulegri hátt en gert hefur verið. Með núverandi fyrirkomulagi er þetta erfitt, skoðunar- aðstaða bágborin og skoðunartæki af skornum skammti, aðeins þau, sem hægt er að flytja með sér. Þar sem fullkomin augnlækningatæki eru fyrirferðarmikil og við- kvæm í flutningum, væri æskilegt, að settar verði á stofn nokkrar smærri sjónverndarstöðvar í þeim héruðum, sem eru fjarst Reykjavík og Akureyri. Væru þær stöðvar búnar sem flestum nauðsynlegum tækj- um til augnskcðunar og minni háttar aðgerða á augum. Væru slíkar stöðvar bezt staðsettar í heilsugæzlustöðvunum. Álit margra augnlækna hneig í þessa átt sl. vor, er sjónverndarmál voru efst á baugi. Samgöngum er nú víðast þann veg háttað, að fremur auðvelt er á hvaða árstíma sem er að ferðast innan héraðs, og flugsamgöngur við Akureyri og Reykjavík eru allt árið. Með því að fara fljúgandi til slíkra stöðva, getur augnlæknir farið oftar og dvalið lengur á hverjum stað. Ef fylgjast á vel með augnsjúklingum úti á landi, t. d. glákusjúkl- ingum, þarf, ef vel á að vera, að fylgjast með þeim þrisvar til fjórum sinnum á ári, a. m. k. stórum hluta þeirra. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast betur með sjón skólabarna úti á landi. Væri æskilegt, að augn- læknar væru til viðtals í sjónverndarstöðvum úti á landi bæði haust og vor. LOKAORÐ Allt frá því að blindir voru fyrst skráðir hér á landi, hefur blinda meðal barna, unglinga og miðaldra fólks verið sízt meiri hér á landi en meðal grannþjóðanna. Er það vegna þess, að blindu af smitsjúk- dómum hefur lítið gætt hér á landi og blindu af hörgulsjúkdómum hef- ur ekki orðið vart hérlendis. Blinda meðal aldraðs fólks hefur aftur á móti verið óeðlilega mikil hér á landi, ef marka má skýrslur um blinda, vegna þess, hve margir hafa misst sjón af völdum hægfara gláku. Er það aðallega vegna þess, að glákusjúkdómurinn er einkar lævís og gerir ekki vart við sig, fyrr en óbætanleg skemmd er komin í auga. Önnur orsökin er sú, að ekki er hægt að fylgjast nægilega með glákusjúklingum, einkum úti á landi, vegna núverandi skipulags augnlækninga. Til þess að ráða bót á þessu, þarf að leita að leyndri gláku hjá sem flestum, en þó einkum þar sem tíðni sjúkdómsins er mest, svo sem meðal aldraðs fólks og í glákuættum, og taka þarf fastari tökum á meðferð glákusjúklinga. Nauðsynlegt er, að þeir fái þá meðferð, sem við á, hvar svo sem þeir búa á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.