Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
227
1. tafla. — Þróun rannsóknafjölda við röntgendeild Borgarspítalans
1968-1972.
ari grundvelli á röntgenrannsóknarstarfseminni á Reykjavíkursvæðinu
og landinu í heild og nánar verður skýrt frá í næsta kafla.1 í 6. töflu er
sýnd rannsóknartíðni á stofnunum Reykjavíkursvæðisins, þ. e. Land-
spítala, Borgarspítala, St. Jósefsspítala, einkastofnun Ólafs Jóhannsson-
ar og tveimur stofnunum í Hafnarfirði. Auk þess rannsóknartíðni utan
Reykjavíkur á eftirfarandi stöðum: Akureyri, Húsavík, Sauðárkróki,
Neskaupstað, ísafirði, Akranesi, Keflavík, Vestmannaeyjum. Tekið skal
sérstaklega fram, að út úr þessari talningu eru teknar hópskoðanir
berklavarnarstöðva og annarra heilsugæzlustöðva, og er það í sam-
ræmi við tilsvarandi úrvinnslu í öðrum löndum.
Forspáin fyrir árið 1972 er einkum rökstudd með fyrirliggjandi
gögnum mínum, sem áður getur, og hliðsjón af þróun undanfarinna
ára. — Inn á 6. töflu er rissað yfirlit yfir eðlilegt handbært rannsóknar-
rými (rannsóknarstofur) á Reykjavíkursvæðinu miðað við þá nýtingu,
sem þykir eðlileg — og hámark, — að óskertum læknisfræðilegum
gæðastaðli, og án þess að til óeðlilegra tafa á framleiðslugetu sjúkra-
húsa í heild komi.
7. Tafla gefur yfirlit yfir innflutning á röntgenfilmum til landsins
1967-1971.10 Vissulega má lesa talsverða fylgni milli þessa línurits og
annarra um rannsóknaraukningu, en þessi tafla lætur auk þess í ljós
það bróunarhnig, að rannsóknir verði umfangsmeiri, erfiðari, tíma-