Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
223
Á fundinum í Tromsö voru einna
merkust þau atriði, er lýst var
af læknum frá ísrael og Banda-
ríkjunum. Kom þar glöggt fram,
hversu mjög læknamenntunin
mótar viðhorf lækna til þjónust-
unnar við sjúklinga, vinnuafstöðu
og þess heilbrigðisþjónustukerfis,
sem hann á að vinna í. Bent var
á, að nauðsynlegt er að samræma
læknamenntun heilbrigðisþjón-
ustukerfinu og hinir ungu lækn-
ar þekki sem flesta þætti kerfis-
ins. Einnig þarf að nýta heil-
brigðisþjónustukerfið til hins ýtr-
asta í sambandi við menntun heil-
brigðisstétta. Yfirleitt voru þær
skoðanir ríkjandi á báðum þess-
um fundum, að í framtíðinni
mundi læknamenntunin verða
samhæfðari en áður hefði verið.
Ýmis atriði, sem lögð hefur verið
mikil áherzla á, muni verulega
minnka í náminu, en ný atriði
koma í staðinn, sem henta heil-
brigðisþjónustukerfi í nútíma-
þjóðfélagi. Með samhæfðri lækna-
menntun er einkum átt við, að
hinar ýmsu grunngreinar læknis-
fræðinnar séu tengdar hinu eðli-
lega daglega starfi læknisins nán-
ar en verið hefur.
í háskólanum, sem verið er að
stofna í Tromsö, er gert ráð fyrir,
að læknastúdentar kynnist klín-
ískum störfum strax á fyrsta ári,
og klínísku störfin séu ætíð flétt-
uð inn í nám í grunngreinum,
t. d. biokemi, fysiologi, anatomi,
pathologi og fleiri greinum. Þá
er einnig talið eðlilegt og nauð-
synlegt að leggja miklu meiri
áherzlu á social medicin (félags-
lækningar), sálarfræði og geð-
lækningar, heldur en almennt hef-
ur verið gert eftir hinu hefð-
bundna læknanámi. Þá er lögð
mikil áherzla á það samkvæmt
hinum nýju hugmyndum, að klín-
ískt læknanám sé eigi bundið við
sjúkrahúsin eingöngu, heldur fari
fram á öllum heilbrigðisstofnun-
um. T. d. í Tromsö er gert ráð
íyrir, að allar heilsugæzlustöðvar
þar í nágrenni og jafnvel víðar í
Norður-Noregi verði tengdar há-
skólanum og stúdentar starfi við
þær í um það bil eitt ár. Þannig
verður verklega námið ekki ein-
göngu á spítölum, heldur að veru-
legu leyti utan þeirra. Þetta er
talið vera mjög veigamikið atriði,
til þess að ungir læknar verði
við því búnir og hæfir að takast
á hendur verkefni heilbrigðis-
þjónustunnar utan sjúkrahúsa. Þá
er einnig talið, að þetta muni örva
áhuga lækna á almennum lækn-
ingum og jafnframt lyfta þeim á
hærra stig heldur en almennt ger-
ist nú.
Á læknaþingum þessum kom
einnig fram hugmyndin um sam-
hæfingu á menntun lækna og ann-
arra heilbrigðisstétta. I Tromsö-
áætluninni er gert ráð fyrir því,
að læknastúdentar vinni með öðr-
um heilbrigðisstéttum á heilsu-
gæzlustöðvum og sjúkrahúsum.
Þannig kynnast þeir starfi
hjúkrunarkvenna, sjúkraþjálfara,
meinatækna og annarra starfs-
hópa í heilbrigðisþjónustunni.
Á fundinum í Tromsö var einn-
ig komið fram með þá hugmynd
að stofna einn skóla allra heil-
brigðisstétta. Kostirnir við slíkt
fyrirkomulag voru taldir, að heil-
brigðisstéttirnar kynntust strax í
upphafi og væri þá lagður grund-
völlur að meira samstarfi en nú
er. Samkvæmt nútímafyrirkomu-
lagi á heilbrigðisþjónustunni er
hún orðin æði flókin starfsemi,
sem byggist á margbrotnum, há-
tæknilega þróuðum aðferðum og
samvinnu margra sérmenntaðra
starfshópa, þar sem flókin raf-