Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 61

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 223 Á fundinum í Tromsö voru einna merkust þau atriði, er lýst var af læknum frá ísrael og Banda- ríkjunum. Kom þar glöggt fram, hversu mjög læknamenntunin mótar viðhorf lækna til þjónust- unnar við sjúklinga, vinnuafstöðu og þess heilbrigðisþjónustukerfis, sem hann á að vinna í. Bent var á, að nauðsynlegt er að samræma læknamenntun heilbrigðisþjón- ustukerfinu og hinir ungu lækn- ar þekki sem flesta þætti kerfis- ins. Einnig þarf að nýta heil- brigðisþjónustukerfið til hins ýtr- asta í sambandi við menntun heil- brigðisstétta. Yfirleitt voru þær skoðanir ríkjandi á báðum þess- um fundum, að í framtíðinni mundi læknamenntunin verða samhæfðari en áður hefði verið. Ýmis atriði, sem lögð hefur verið mikil áherzla á, muni verulega minnka í náminu, en ný atriði koma í staðinn, sem henta heil- brigðisþjónustukerfi í nútíma- þjóðfélagi. Með samhæfðri lækna- menntun er einkum átt við, að hinar ýmsu grunngreinar læknis- fræðinnar séu tengdar hinu eðli- lega daglega starfi læknisins nán- ar en verið hefur. í háskólanum, sem verið er að stofna í Tromsö, er gert ráð fyrir, að læknastúdentar kynnist klín- ískum störfum strax á fyrsta ári, og klínísku störfin séu ætíð flétt- uð inn í nám í grunngreinum, t. d. biokemi, fysiologi, anatomi, pathologi og fleiri greinum. Þá er einnig talið eðlilegt og nauð- synlegt að leggja miklu meiri áherzlu á social medicin (félags- lækningar), sálarfræði og geð- lækningar, heldur en almennt hef- ur verið gert eftir hinu hefð- bundna læknanámi. Þá er lögð mikil áherzla á það samkvæmt hinum nýju hugmyndum, að klín- ískt læknanám sé eigi bundið við sjúkrahúsin eingöngu, heldur fari fram á öllum heilbrigðisstofnun- um. T. d. í Tromsö er gert ráð íyrir, að allar heilsugæzlustöðvar þar í nágrenni og jafnvel víðar í Norður-Noregi verði tengdar há- skólanum og stúdentar starfi við þær í um það bil eitt ár. Þannig verður verklega námið ekki ein- göngu á spítölum, heldur að veru- legu leyti utan þeirra. Þetta er talið vera mjög veigamikið atriði, til þess að ungir læknar verði við því búnir og hæfir að takast á hendur verkefni heilbrigðis- þjónustunnar utan sjúkrahúsa. Þá er einnig talið, að þetta muni örva áhuga lækna á almennum lækn- ingum og jafnframt lyfta þeim á hærra stig heldur en almennt ger- ist nú. Á læknaþingum þessum kom einnig fram hugmyndin um sam- hæfingu á menntun lækna og ann- arra heilbrigðisstétta. I Tromsö- áætluninni er gert ráð fyrir því, að læknastúdentar vinni með öðr- um heilbrigðisstéttum á heilsu- gæzlustöðvum og sjúkrahúsum. Þannig kynnast þeir starfi hjúkrunarkvenna, sjúkraþjálfara, meinatækna og annarra starfs- hópa í heilbrigðisþjónustunni. Á fundinum í Tromsö var einn- ig komið fram með þá hugmynd að stofna einn skóla allra heil- brigðisstétta. Kostirnir við slíkt fyrirkomulag voru taldir, að heil- brigðisstéttirnar kynntust strax í upphafi og væri þá lagður grund- völlur að meira samstarfi en nú er. Samkvæmt nútímafyrirkomu- lagi á heilbrigðisþjónustunni er hún orðin æði flókin starfsemi, sem byggist á margbrotnum, há- tæknilega þróuðum aðferðum og samvinnu margra sérmenntaðra starfshópa, þar sem flókin raf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.