Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ
225
Ásmundur Brekkan yfirlæknir
ÞRÓUNARRIS RÖNTGEN-
GREININGAR Á ÍSLANDI
I FORSPJALL
Röntgengreining er ein af þýðingarmiklum stoðum undir nútíma-
sjúkdómsgreiningarkerfi bæði í fyrirbyggjandi (preventíf) og lækn-
andi heilbrigðisþjónustu, og er sú staðreynd það vel kunn, að ekki
þarf í þessu sambandi að eyða að henni fleiri orðum eða röksemdum.
Athuganir, sem gerðar eru og hafa verið gerðar víða um heim á
tíðni röntgenrannsókna og eftirspurn þeirra, hafa leitt í ljós þrjár
meginniðurstöður:
a) Tíðnirannsóknir í flestum löndum Vestur-Evrópu, Bandaríkj-
unum og Kanada sýna árlegan vöxt rannsóknarþarfar, sem
nemur að meðaltali &% árlega.18 19 1213 Er þessi vöxtur sums
staðar örari (Danmörk, V-Þýzkaland, hlutar Bandaríkjanna),
en annars staðar með smávægilegum stökkbreytingum, sem
venjulega eiga eðlilegar skýringar (Svíþjóð, Austurríki, Bret-
landseyjar). Samantekt athugana leiðir þó í Ijós, að ofan-
greind vaxtartafla er mjög raunhæf.e 1213 20 22
b) Þrátt fyrir aðgerðir stjórnenda heilbrigðisþjónustu landanna,
samtaka sérfræðinga og utanaðkomandi sveiflna í efnahags-
ástandi og lífsstaðli, hefir ekki tekizt að draga úr ofangreind-
um vexti, og liggur aðalorsök þess í aukinni sérhæfingu allra
sviða læknisfræði bæði utan og innan heilbrigðisstofnana. Til-
koma annarra ,,pararadiologiskra“ rannsóknaraðferða, svo
sem samsæturýningar (isotope-scan), innrauðarannsókna
(thermography), örbylgjurannsókna (ultrasound), hafa ekki
haft nein hemlandi áhrif á þessa þróun, enda þótt vöxtur
þessara rannsókna sé hlutfallslega mjög miklu örari en að
ofan getur síðasta áratug.
c) Röntgendiagnostiskar aðgerðir eru kvantitatíft betur mælan-
legar en vel flest önnur rannsóknarstörf í heilsugæzlu og
lækningum, og vaxtarskýrslur og -forspár í þeim efnum virð-
ist því mega nota sem registur (index) fyrir kerfið í heild.
d) (Sem raunar er mín persónulega skoðun og reynsla eftir ára-
tugar athuganir á þessu vandamáli): Sveiflur í íbúavexti eða
neikvæðar íbúaforspár hafa ekki marktæk áhrif á ofangreinda
þróun í áttina að æ fleiri rannsóknum á hverja 1000 íbúa.
II EFNIVIÐUR OG GAGNASÖFNUN
Á undanförnum árum hefi ég með aðstoð ritara míns, Hrefnu
Þorsteinsdóttur og starfsmanna Skýrsluvéla ríkisins, gert nokkuð um-