Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ
217
almennra lækna og sérfræðinga á polyklinikum eða læknamiðstöðvum
hafi í för með sér betri nýtingu sjúkrarýmis.5 28 31 33
4) Dreifing sérfræðinganna verður líklega jafnari um landið.
5) Sjúklingar fá betri læknisþjónustu.
Greinarhöfundur hefur rætt við marga yngri lækna, og hafa til-
lögur þessar fengið góðar undirtektir. Um afstöðu eldri lækna get ég
lítið fullyrt.
Nýlega hafa verið byggð tvö sjúkrahús í Ehglandi, þar sem gert
er ráð fyrir mjög nánu samstarfi almennra lækna og sérfræðinga innan
og utan veggja sjúkrahúsanna.27 28 33
í Englandi eru 3-4 „akut sjúkrarúm" álitin nægja 1000 íbúum.9 Við
áðurnefnd sjúkrahús hefur komið í ljós, að „akut sjúkrarúm“ nægja
fyrir 1000 íbúa. Áætlað er, að náið samstarf sérfræðinga og lækna hafi
orsakað betri nýtingu sjúkrarúma.37
Rannsóknarnefnd á vegum skozku heilbrigðisstjórnarinnar hefur
komizt að líkri niðurstöðu.31
Samkvæmt upplýsingum Efnahagsstofnunarinnar hér var á árinu
1970 um 68% af heildarframlagi til sjúkrahjálpar (sjúkratryggingar og
önnur félagsmál ekki meðtalin) varið til byggingar og rekstrar sjúkra-
húsa.22 Samsvarandi fjárhæð í Englandi er um 60%.7 Gæta skal varúðar
við túlkun þessara talna, því að mjög erfitt er að fá nákvæmar upplýs-
ingar um ýmsa kostnaðarliði, sem þýðingu hafa. Auk þess má benda á,
að við höfum verið að byggja upp sjúkrahúsakost okkar. Samanburður
á heilbrigðisútgjöldum milli þjóða er því alltaf nokkuð ónákvæmur.
Vafalítið er kostnaðarminna fyrir þjóðfélagið, að læknar stundi heldur
sjúklinga utan sjúkrahúsa en innan þeirra. Árið 1971 kostaði sjúkra
rúm á Landspítalanum og Borgarsjúkrahúsinu um 4000 krónur á sólar-
hring. Ofannefnt fyrirkomulag gæti haft í för með sér nokkurn fjár-
hagslegan ávinning.
Það ber að fagna tillögum, er fram hafa komið um að stofna sér-
stakar læknastöður við ríkisspítalana, sem bundnar eru skilyrði um
tímabundna þjónustu í héraði. Þessar stöður ættu að vera fleiri en 6>
líkt og ráðgert er, og vera skilgreindar sem sérfræðings-, aðstoðar-
læknis- eða héraðslæknisstöður. Ráðningartíminn á að vera bundinn
við 3-5 ár.
Auk þess ætti að taka til vandlegrar athugunar möguleika á, að
líkar stöður verði stofnaðar við stærri sjúkrahús úti á landi.
Það er mikið vandamál, að víða í heiminum fækkar læknum, sem
stunda almennar lækningar. Þrátt fyrir tilraunir margra nágranna-
þjóða til þess að bæta menntun, kjör og starfsaðstöðu almennra lækna
m. a. með því að: 1) hefja kennslu í heimilislækning’um, 2) viður-
kenna almennar lækningar sem sérgrein og 3) byggja heilsugæzlu-
stöðvar, hefur almennum læknum ekki fjölgað að ráði.
Starfsaðstaða almennra lækna er verri en sjúkrahúslækna og
sjúkdómstilfellin fábreyttari. Viðhaldsmenntun þeirra verður því lítil
og hætta er á faglegri stöðnun.
Niðurstöður kannana víða um heim leiða í Ijós, að 80-85% ungra
lækna kjósa sérmenntun, og er það lík þróun í öðrum atvinnugreinum.
Sérmenntaður læknir kýs m. a, að vinna á sjúkrahúsi, sökum