Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 62
224 LÆKNABLAÐIÐ eindatækni og þ. á m. tölvur hafa miklu og vaxandi hlutverki að gegna. Talað hefur verið um læknisfræðilega lögfræði, en nú er meiri nauðsyn að hafa í huga læknisfræðilega verkfræði. Þegar hugað er að hinni öru þróun, sem á sér stað í heilbrigð- isþjónustunni, bæði tæknilega og félagslega, er nauðsyn að gera sér grein fyrir, hvernig bezt verði fyrir komið samhæfingu og sam- ræmingu menntunar heilbrigðis- stéttanna. Ekki virðist tímabært að ræða um sérstakan skóla fyrir heilbrigðisstéttir hér á landi. Hitt virðist miklu eðlilegra, að nám heilbrigðisstétta verði sameinað innan vébanda háskólans að svo miklu leyti, sem verða má, og er raunar unnið að því nú á ýmsum sviðum. Það er nauðsyn að fjölga námsleiðum innan háskólans og sá hluti ungmenna, sem lýkur stúdentsprófi, fer stöðugt vax- andi, þannig að stúdentahópur- inn er nógu stór til þess að manna flestar heilbrigðisstéttir. í flest- um tilvikum er stúdentsmenntun aðeins hæfilegur undirbúningur undir nám margra heilbrigðis- stétta, enda þótt augljóst sé, að ýmsir starfshópar heilbrigðisþjón- ustunnar geti komizt af með að- eins stutt sérnám og einnig veru- lega takmarkaðri undirbúnings- menntun, heldur en krafizt er til stúdentsprófs. Um leið og nám heilbrigðisstétta yrði flutt í víð- tækari mæli inn í háskólann, þá er nauðsynlegt, að sem flestar heilbrigðisstofnanir séu virkjaðar í þágu kennslu þessara stétta. Þessu mundi að vísu fylgja vissar kröfur um starfsaðstöðu og mann- afla í heilbrigðisþjónustunni al- mennt til þess að gera stofnanirn- ar hæfar til að annast menntun heilbrigðisstétta, en jafnframt yrðu þær hæfari til að auðsýna þegnunum þá þjónustu, sem þeim er ætlað að veita. Þegar verið er að byggja heilsu- gæzlustöðvar víðs vegar um land- ið, þá er nauðsynlegt að gæta þess, að stofnanir þessar verða í náinni framtíð teknar með inn í menntunarkerfi heilbrigðisstétt- anna, en í því sambandi þarf strax að hafa forsjá, hvað snertir húsnæði heilsugæzlustöðvanna og einnig síðar tækjabúnað og mann- afla. Eftir tvö ár er fyrirhugað, að kennsla hefjist í almennum lækn- ingum við læknadeild háskólans, og er þá fyrirsjáanlegt, að þær heilsugæzlustöðvar, sem bezt eru búnar, verða teknar inn í kennslu- kerfið. Það ætti að verða keppi- kefli allra nýrra heilsugæzlu- stöðva að uppfylla þær kröfur, sem gerðar verða í þessu efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.