Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 84

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 84
238 LÆKNABLAÐIÐ ÁLITSGERÐ FELAGS ISLENZKRA LÆKNA I BRETLANDI UM FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA Á ISLANDI FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA LÆKNA í BRETLANDI FORSPJALL Á undanförnum árum hafa flestir íslenzkir læknar leitað sér fram- haldsmenntunar erlendis, þar eð tækifæri til slíks náms hafa verið lítil á íslandi til þessa. Unglæknar eyða þannig tápmestu árum sínum á erlendri grund, þar sem sumir þeirra ílendast og nýtast aldrei ís- lenzku þjóðfélagi, sem kostaði menntun þeirra. Á sama tíma hefur verið alvarlegur skortur á heimilislæknum, og einnig hefur verið erfitt að fá aðstoðarlækna á sjúkrahús vegna þess, að stöður þeirra hafa ekki verið skipulagðar sem námsstöður og því ekki þótt eftirsóknarverðar. Jafnframt hefur mikið skort á, að eldri læknar hafi haft raunhæfa möguleika til viðhaldsmenntunar, og vís- indastarfsemi íslenzkra lækna hefur verið langtum minni en efni standa til. Enn sem komið er virðist lítið hafa verið gert til úrlausnar þessum vanda. Þó hefur nýlega verið ákveðið að stofna prófessorsembætti í heimilislækningum, og enn fremur hefur verið samþykkt að opna nýjar stöður við sjúkrahús í Reykjavík með þeim skuldbindingum, að stöðuhafar gegni jafnframt afskekktum héruðum í nokkra mánuði á ári hverju. Báðar þessar tilraunir virðast vera spor í rétta átt. Fyrri aðgerðin tekur þó ekki tillit til þess, að veigamesti hluti náms heimilis- lækna á sér stað eftir að kandídatsprófi er lokið, og hin síðari virðist ekki gera ráð fyrir, að væntanlegir sjúkrahúslæknar dreifbýlis eigi að fá viðunandi tækifæri til framhaldsmenntunar innan veggja sjúkra- húsanna. Þótt vísir að framhaldsmenntun sé fyrir hendi á íslandi í dag, er greinilegt, að hér vantar fyrst og fremst heildarskipulagningu að því er varðar framhaldsmenntun unglækna og viðhaldsmenntun eldri lækna, nýtingu læknisfræðilegra tækifæra og virkjunar þess þekkingarforða, sem til er í landinu. íslenzkir læknar í Bretlandi telja, að stofnun framhaldsnámsdeildar í læknisfræði við Háskóla íslands sé raunhæf leið til þess að ráða bót á núverandi læknaskorti á íslandi: 1) Frumstig framhaldsnáms, sem spannaði 2-3 fyrstu árin að loknu kandídatsári, getur hæglega orðið sambærilegt að gæðum við það nám, sem menn eiga kost á erlendis. Myndi námstími lækna á erlendri grund þannig styttast verulega. Framhalds- námi í sumum greinum, svo sem heimilislækningum, mætti að mestu leyti ljúka á íslandi, og gæti það stuðlað að því, að fleiri læknar kysu að leggja stund á þá grein. Þeir, sem leita frekara sérnáms erlendis, yrðu hins vegar færir um að haga námi sínu á markvissari hátt og betur í samræmi við íslenzkar þarfir. 2) Samskipti eldri lækna við unglækna í framhaldsnámi er ómiss- andi þáttur í viðhaldsmenntun eldri lækna. Erlendir læknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.