Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 60
222 LÆKNABLAÐIÐ betur en hingað til hefur verið gert. Telja þeir, að þetta verði vinningur á tvennan hátt. Það muni lyfta staðli læknisþjónust- unnar hér heima á hærra stig. Það muni einnig tryggja meiri vinnukraft lækna hér heima, þannig að minna tapist til er- lendra aðila og læknar verði fús- ari til starfa við íslenzkar aðstæð- ur, heldur en ef þeir hafa dvalizt mjög lengi erlendis. Einnig er tal- ið, að þetta leiði til þess, að færri íslenzkir læknar setjist að erlend- is. Enginn vafi er á því, að hug- mynd þessi er athyglisverð, en hins vegar má ekki ganga fram hjá þeirri staðreynd, að læknar þurfa að flytja alla læknisfræði- lega þekkingu inn í landið, og með því að dveljast erlendis víkka þeir sjóndeildarhring sinn. Þeir afla sér nýrrar og víðtækari reynslu en unnt er að fá hér heima. Þeir verða líklegri til þess að gera kröfur um starfsaðstöðu í samræmi við eðli tímans, ef þeir hafa kynnzt góðum stofnunum erlendis, heldur en ef þeir hafa starfað að mestu leyti hér heima. Þannig þarf að vega og meta kosti og galla þessarar hugmynd- ar, en enginn vafi er á því, að ef rétt er á haldið, þá eru kostirnir yfirgnæfandi og ávinningur að flytja smám saman meira af sér- fræðimenntuninni inn í landið, heldur en hingað til hefur verið gert. Svipað má segja um viðhalds- menntun eða símenntun lækna. Vissir þættir hennar verða að vera í landinu, en aðra þætti er óhjákvæmilegt að sækja til menntastofnana erlendis. Einkum er það viðhaldsmenntunin á hin- um víðtækari almennu sviðum læknisfræðinnar, sem hægt er að veita heima, en viðhaldsmenntun í þröngum sérgreinum verður að sjálfsögðu að sækja erlendis frá. í nóvember sl. var haldinn í Domus Medica samstarfsíundur um læknamenntun, og má segja, að þessi fundur hafi markað tíma- mót að því leyti, að þarna var um samvinnu að ræða milli læknadeildar háskólans, læknafé- laganna og læknanema. Með þessum fundi er í rauninni slegið föstu, að læknamenntunin er ekk- ert einkamál læknadeildar og ekki heldur læknafélaganna. Stúd- entarnir koma þarna með og hafa mörg þýðingarmikil atriði fram að færa, þegar rætt er um lækna- menntun. Einnig kom fram á fundinum, að fleiri aðilar þurfa að taka ákvörðun um lækna- menntun, en það eru heilbrigðis- stéttirnar og einnig almenningur að nokkru leyti. Kannanir á sjónarmiðum al- mennings varðandi læknisþjón- ustu og læknamenntun hafa farið fram bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Einkum hafa farið fram vandaðar kannanir á þessu í Finnlandi. Hefur þeirra verið getið í Læknablaðinu að nokkru. Á samstarfsfundinum var skýrt frá tveim læknaþingum, sem haldin voru í september um menntun lækna. Annað þingið var haldið í Tromsö á vegum Nordisk Federation for medicinsk Undervisning, en hitt var haldið í Kaupmannahöfn á vegum World Medical Association. Margt af því, sem rætt var á þessum fund- um, var að vísu hugleiðingar um tillögur, sem áður höfðu komið fram, en einnig voru þar ýmsar nýjungar, sem reynsla af breyttri læknamenntun og rannsókn á læknamenntun höfðu leitt í ljós. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.