Læknablaðið - 01.12.1972, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ
207
það auðvelda störf augnlækna. Gætu þeir þá þetur þeitt sér að sér-
hæfðari störfum. Síðast en ekki sízt ætti að veita almenningi fræðslu
um augnsjúkdóma, einkum þá, sem hægt er að koma í veg fyrir.
AUGNLÆKNINGAFERÐALÖG
Til þess að augnlækningaferðalögin komi að meira gagni, þarf að
endurskipuleggja þau. Það þarf að beina þeim meira í þann farveg að
fyrirbyggja blinduvaldandi augnsjúkdóma á skipulegri hátt en gert
hefur verið. Með núverandi fyrirkomulagi er þetta erfitt, skoðunar-
aðstaða bágborin og skoðunartæki af skornum skammti, aðeins þau,
sem hægt er að flytja með sér.
Þar sem fullkomin augnlækningatæki eru fyrirferðarmikil og við-
kvæm í flutningum, væri æskilegt, að settar verði á stofn nokkrar
smærri sjónverndarstöðvar í þeim héruðum, sem eru fjarst Reykjavík
og Akureyri. Væru þær stöðvar búnar sem flestum nauðsynlegum tækj-
um til augnskcðunar og minni háttar aðgerða á augum. Væru slíkar
stöðvar bezt staðsettar í heilsugæzlustöðvunum. Álit margra augnlækna
hneig í þessa átt sl. vor, er sjónverndarmál voru efst á baugi.
Samgöngum er nú víðast þann veg háttað, að fremur auðvelt er
á hvaða árstíma sem er að ferðast innan héraðs, og flugsamgöngur við
Akureyri og Reykjavík eru allt árið. Með því að fara fljúgandi til
slíkra stöðva, getur augnlæknir farið oftar og dvalið lengur á hverjum
stað. Ef fylgjast á vel með augnsjúklingum úti á landi, t. d. glákusjúkl-
ingum, þarf, ef vel á að vera, að fylgjast með þeim þrisvar til fjórum
sinnum á ári, a. m. k. stórum hluta þeirra. Einnig er nauðsynlegt að
fylgjast betur með sjón skólabarna úti á landi. Væri æskilegt, að augn-
læknar væru til viðtals í sjónverndarstöðvum úti á landi bæði haust
og vor.
LOKAORÐ
Allt frá því að blindir voru fyrst skráðir hér á landi, hefur blinda
meðal barna, unglinga og miðaldra fólks verið sízt meiri hér á landi
en meðal grannþjóðanna. Er það vegna þess, að blindu af smitsjúk-
dómum hefur lítið gætt hér á landi og blindu af hörgulsjúkdómum hef-
ur ekki orðið vart hérlendis.
Blinda meðal aldraðs fólks hefur aftur á móti verið óeðlilega mikil
hér á landi, ef marka má skýrslur um blinda, vegna þess, hve margir
hafa misst sjón af völdum hægfara gláku. Er það aðallega vegna þess,
að glákusjúkdómurinn er einkar lævís og gerir ekki vart við sig, fyrr
en óbætanleg skemmd er komin í auga. Önnur orsökin er sú, að ekki
er hægt að fylgjast nægilega með glákusjúklingum, einkum úti á landi,
vegna núverandi skipulags augnlækninga.
Til þess að ráða bót á þessu, þarf að leita að leyndri gláku hjá
sem flestum, en þó einkum þar sem tíðni sjúkdómsins er mest, svo sem
meðal aldraðs fólks og í glákuættum, og taka þarf fastari tökum á
meðferð glákusjúklinga. Nauðsynlegt er, að þeir fái þá meðferð, sem
við á, hvar svo sem þeir búa á landinu.