Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 47

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 213 í Þýzkalandi hafa heimilislækningar verið viðurkenndar sem sér- grein síðan 1969.34 Við kennslu í heimilislækningum hefur víða verið tekið tillit til þess, að hlutverk heimilislækna hefur breytzt og í samræmi við það er verðandi heimilislæknum m. a. kennd: Félagsieg læknisfræði, far- aldsfræði (epidemiolcgia), tölfræði og aðferðafræði (methodologia). Læknir með þessa menntun á því að vera hæfur til þess m. a. að skipuleggja og framkvæma íaraldsfræðilegar rannsóknir á tíðni sjúk- dóms, gangi sjúkdóma, þörf borgarans fyrir heilsugæzlu o. fl., sem stuðlar að raunhæíri áætlunargerð um heilbrigðisþjónustu, líkri þeirri, sem Hjartavernd vinnur nú að á íslandi. í Stokkhólmi og flestum stærri borgum Svíþjóðar fækkar heimilis- læknum ört. Almennir læknar ásamt sérfræðingum sjá um þjónustuna á læknamiðstöðvum. í Norður-Svíþjóð, þar sem algert neyðarástand hefur ríkt í þessum málum, hafa vel menntaðar héraðshjúkrunarkonur cg fjöldi erlendra lækna, sem vinna á læknamiðstöðvum, bætt nokkuð ástandið. í grein í Lákartidningen skrifar forstjóri sænsku „Socialstyrelsen“ eftirfarandi: „Þrátt fyrir að mikið hefur verið gert til þess að bæta vinnuaðstöðu lækna síðustu árin, — læknamiðstöðvar, betri útbúnað- ur, fleira aðstoðarfólk (héraðshjúkrunarkonur, félagsfræðingar o. fl.), vaktstöðvar (jourcentraler), og þar af leiðandi skipulagðar vaktir og frítími, — þá er verulegur skortur á almennum læknum, því að ungu læknarnir sækja ekki um héraðs- eða heimilislæknisstöður sem skyldi.“5 í Svíþjóð hefur læknanemum fjölgað mjög á örfáum árum og út- skrifast þar mun fleiri læknar en áður. Vonazt er til, að fleiri ungir læknar geri heimilislækningar að aðalstarfi en áður var. í Danmörku er enn þá ,,nægilegur“ fjöldi heimilislækna, a. m. k. í Kaupmannahöfn, en víða úti á landsbyggðinni er verulegur skortur almennra lækna.20 27 í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu eru allir almennir læknar sér- fræðingar og vinna á læknamiðstöðvum eða polyklinik.32 34 Þeir hafa sér við hlið fjölda aðstoðarfólks og þ. á m. lækna af lægri menntunar- gráðu, sk. „feltskera“. Erfitt er að fá upplýsingar um ýmsa veigamikla þætti heilbrigðisþjónustunnar í þessum löndum, svo að unnt sé að gera raunhæfan samanburð við sambærilega þjónustu í vestrænum löndum. Ég hef þó haft tal af norrænum og brezkum læknum, sem ferðazt hafa til þessara landa, og telja þeir þjónustuna þar að ýmsu leyti til fyrirmyndar og eftirbreytni. í Reykjavík hefur þróunin orðið eins og sjá má á IV. töflu. Heimilislæknar í Reykjavík sjá auk þess að mestu leyti um læknis- þjónustu í Kópavogi og á Seltjarnarnesi, og fjölgar því samlagssjúkl- ingum margra lækna um mörg hundruð. Á árunum 1964-65 varð skipulagsbreyting á starfi lækna, en sam- kvæmt því mega „hreinir“ sérfræðingar ekki hafa nema 100 samlags- menn, og gera má ráð fyrir, að sú breyting ráði nokkru um, að vinnu- álag almennra lækna hefur aukizt. Ljóst er, að vinnuálag almennra lækna í Reykjavík hefur aukizt verulega frá því árið 1961.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.